Alþýðublaðið - 18.04.1935, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1935, Síða 4
FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1935. i [Gamla Bíój Nœsta sýn’ng á annan i páskom kl. 7 og 9: CLEOPATRA. ELDSVOÐINN. (Frh. af 1. síðu.) Hvernig var umhorfs, er þið komuð á vettvang? „Pá var 2. hæð orðin alelda, og sáum við að ekkert var hægt að gera til að bjarga húsinu, og snérist því alt okkar starf um það, að reyna að bjarga húsunum í kring, og tókst okkur það að mestu leyti.“ Fjöldi inanna hefir mistaleigu sína. 37 menn, konui og börn, standa uppi húsnæðis- laus. Svo að segja engu var bjargað af innanstokksmunum, og var mestur hluti þeirra óvátrygður. A lofthæð hússins bjuggu þess- ar fjölskyldur: Ingibjörg Ámadóttir með 3 börn. Innanstokksmunir hennar fórust allir og voru óvátrygðir. Axel Grímsson og kona hans, með 3 börn. Innanstokksmunir þeirra brunnu allir, en voru vá- trygðir fyrir 4000 króna. Einnig bjó á lofthæðinni stúlka með 1 barn, og misti hún aleigu sína, sem var óvátrygð. Á 2. hæð bjuggu þessar fjöl- skyldur: Markús Bjarnason og Ingibjörg Ölafsdóttir, með 3 börn, þar af 2 uppkomin. Brunnu svo að segja alllr innanstokksmunir þeirra, og voru þeir óvátrygðir. Jóhanna Einarsdóttir og Guðjón Guðjónsson með 2 uppkomin böm og 1 barnabarn. Mistu þau svo að segja alt sitt, en það var vátrygt fyrir 6000 króna. Jakob Sigurðsson og sonur hans. Allir innanstokksmunir þeirra brunnu og voru óvátrygðir. Á 1. hæð bjuggu þessar fjöl- skyldur: Þorlákur Einarsson og Þórunn Franzdóttir, 2 synir þeirra og móðir konunnar, á níræðis- aldri. Mistu þau mestalt sitt, og var það óvátrygt. Ágúst Ingvarsson, kona hans og 3 börn. Allir innanstokksmun- ir þeirra fórust og voru óvátrygð- ir. Einnig bjó á 1. hæð Ágúst Jóns- son, einhleypur maður, og misti hann aleigu sína. I kjallarnum bjó kona, Margrét að nafni, með syni sínum, en ekki er kunnugt, hvort tekist hefir að bjarga munum þeirra. 1 útbyggingu við húsið bjó Ósk- ar Sæmundsson frá Vík í Mýrdal, ásamt konu sinni og 3 börnum. Mistu þau allar eigur sínar, og voru þær óvátrygðar. Óskar var nýlega fluttur til bæjarins. 1 kjallaranum var „Wienarbak- ariið“, en eigandi þess er Magn- ús Runólfsson, og mun hann hafa orðið fyrir miklu tjóni. Húsið sem brann, Grettisgata 46, seml í daglegu tali var kall- að „Grettir", var mjög stórt timb- urhús, 2 hæðir, hár kjallari og hátt ris. Það var vátrygt fyrir rúmum 58 þúsundum króna. Eig- andi þess var Kristján Bergsson, forseti Fiskifélagsins, og keypti hann það af dánarbúi Steingríms Guðmundssonar byggingameist- ara fyrir nokkrum árum. Húsið mun hafa verið bygt um 1908. Sex hús eru skemd af völoíim brunans. Hús Þorkels Guðnasonar, Grett- isgata 44, er þrjár hæðir og kjall- ari. Gafl hússins snéri að bruna- staðnum og er mikið brunninn. Gluggar allir eru brotnir og járn rifið frá. íbúðir allar eru meira og minna skemdar bæði af eldi og vatni, og er tjón íbúa hússins tilfinnanlegt. Voru innanstokks- munir bornir út, sumt týndist og annað skemdist. Voru innan- stokksmunir flestra óvátrygðir. Á efstu hæð bjó Haraldur Ás- geirsson verkamaður, kona hans og tvö börn. Innanstokksmunir hans, sem voru óvátrygðir, eru meira og minna skemdir, einkum af vatni. Hafði hann tvö herbergi og eldhús. Skemdist íbúð hans mikið, brotnuðu gluggar, vegg- fóður losnaði frá og flóði alt í vatni. Á miðhæðinni bjó eigandi húss- ins, Þorkell Guðnason. Brann hann á hendi, er hann var að bjarga fyrsta muninum út úr húsinu. Skemdust innanstokks- munir hans, og voru þeir óvá- trygðir. Á sömu hæð bjó Elin- borg Kristjánsdóttir ásamt 4 börn- um sínum. Skemdust innanstokks- munir hennar, en voru vátrygðir hjá Sjóvátryggingafélaginu. Ibúð- ir miðhæðarinnar voru einnig mikið skemdar af vatni og eldi. Á neðstu hæð bjó Kristmundur Þorleifsson og Guðný Kjartans- dóttir með 3 börn. Höfðu þau 3 herbergi og eldhús. Skemdust innanstokksmunir þeirra mikið og voru óvátrygðir. Á neðstu hæð bjuggu einnig tvær stúlkur, Herdís ÓlafSdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir. Voru innanstokksmunir þeirra óvá- trygðir. 1 kjallaranum var geymsla. Var borið út úr honum, en sumt varð ónýtt, annað skemdist eða týnd- ist Önnur hús, sem skemdust, voru: Grettisgata 47. Hlið sú, sem snéri að brunastaðnum, skemdist allmikið. Var rofið gat á horni hússins uppi undír þakskeggi, gluggar sprungnir og járn rifið frá. Grettisgata 48 skemdist á gafli, sem snéri að brunastaðnum. Sprungu þar gluggar og skemdist járnklæðningin. Viíastígur 15 brann allmikið á gafli. Var járn rifið frá og glugg- ar brotnir. Einnig skemdust þar innanstokksmunir. Einnig brotnuðu gluggar á Vitastíg 14 og klæðning skemd- ist, sömuleiðis gafl hússins Vita- stígur 17. Eldsvoði á 4 stöðum í gær. 1 gær urðu eldsvoðar á 4 stöð- |um í bænum, og mun það vera einsdæmi í sögu Reykjavíkur. Fyrst var slökkvíliðið kvatt á Hverfisgötu 90, eins og skýrt var frá í gær. Síðan var það kallað á Grettisgötu 46. Kl. 3,55 var það kallað á Vita- stíg 8, og brann þar töluvert í herbergi á II. hæð og skemdust aðallega húsgögn, áður en hægt var að slökkva. Klukkan 7,15 kom upp eldur í Ingólfsstræti 21 C, og brann þar gat á þil, en sá eldur var slöktur áður en slökkviliðið kom. Ferðafélag íslands efnir til gönguferðar á annan páskadag í Grindaskörð og eftir Lönguhlíð að Kleifarvatni. Ekið verður á bílum um Hafnarfjörð kl. 9 að morgni frá Steindórs- stöð og komið aftur að kvöldi kl. 7 til 8. Farmiðar fást í 'bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar til kl. 4 á laugardaginn kemur. Vilta vestrið. Þeir, sem vilja heyra um æfin- týralíf úti í „vilta vestrinu", fara og hlusta á frásögn Vigfúsar Guðmundssonar í Nýja Bíó kl. 2 í dag. AlÞÝÐUBLAilÐ I D&G Nýtt tímarit fyrir ðn^erkamenn hefir nýlega hafið göngu sína. Fer það myndarlega af stað og er vel skrifað. Efni þess er: At- vinnuhorfur byggingamanna, Fé- lag járniðnaðarmanna 15 ára, Frá félögunum, Iðnaðarsamtök í Reykjavík, „Iðnþing íslendinga“, Karlakór iðnaðarmanna, Lögmælt ski yrði fjrir iðnréttindum, Nefnd- ará it milliþinganefndar í lB(tvinnu- málum o. m. fl. Fiskfim'öift vlnsl® á tog^rum. Merkileg nýbreytni, sem ge st áitætlega. PATREKSFIRÐI í gtær. Gylfi kom til Patreksfjarðar af veiðum í gær með 108 tunnur lifrar. Leiknir kom í fyrra dag ■með 103 tunnur. Báðir voru að veiðum í Jökuldjúpi og höfðu stutta útivist. Fiskimjölsvinsluvélar ]*ær, er settar voru niður í Gylfa fyrir þessa vertíð, hafa reynst ágæt- Lega. Á 7 vikum hafa váU.rnar unniö úr 140 smálestum hráefn- is um pað bil 35 smálestir mjöls. Norska flutningaskipið Varild hefir affermt kol á Patreksfirði síðustu daga, og í fyrra dag tók Selfoss 270 smálestir óverkaðan saltfisk til útflutnings, en áður hafði Gullfoss tekið 130 smálest- ir. — Kalt hefir verið í Veðri und- anfarna daga, en jörð alauð hér á Patreksfirði og í nánd. Fiskur hefir verið breiddur daglega og þornað vel. Kleopatra heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna um páskana. Er þett? Cecil B. de Mille-mynd, bygð yf- ir kafla úr sögu Rómverja og Egypta. Cæsar leikur Warren William, Kleópötru leikur Clau- dette Colbert og Antonius leikur Henry Wilcoxon. Margar merkar sýningar eru í myndinni, svo sem orustan við Actium milli Antoni- usar og Octavianusar. Næturlæknir er í nótt Bjarnii Bjarnason, Freyjugötu 49, sími 2916. Næturvörður er í riókt í Lauga- vegs- og Ingólfs-apóteki. MESSUR: I dómkirkjunni: Skírdag kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altaris- ganga). Föstudaginn lianga kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni: Skírdag kl. 2 (altarisganga), séra Árni Sigurðs- son. Föstudaginn langa kl. 5, séra Árni Sigurðsson. 1 Hafnarfjarðarkirkju: Á skír- dag kl. 2, altarisganga; föstudag- inn langa kl. 2. Séra Garðar Þor- steinsson. OTVARPIÐ / dag: 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 15,00 Tónleikar (frá Hótel Is- land). 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar. 20,00 Fréttir. 20.30 Tónleikar (Útvarpshljóm- sveitin). 21,00 Erindi (frá Akureyri) (séra Friðrik Rafnar). 21.30 Tónleikar: Harma-hljóm- kviðan (Symfonia Pathethi- que) eftir Tschaikowsky (plötur). A morgun: (Föstudagurinn langi.) 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 14,00 Messa í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði (séra Garðar Þorsteinsson). 19,50 Veðurfregnir. 20,00 Orgeltónleikar (Páll ísólfs- son). 20.30 „Komið á guðsrikis braut.“ Kantata nr. 152 eftir J. S. Bach (plötur). $ÍCT , Víkingablóð eða bió) Hrists?” Erindi í Iðnó kl. 4 eru í dag. Aðgöngumiðar í Iðnó eftir kl. 1. I 1,-maí-nefndir verkalýðsfélaganna vilja enga samfylkingu vio ! vikapilta ihaidsins. Nýjasta „samfylkingartilboðið" frá línudönzurunum til fulltrúa- ráðs verklýðsfélaganna, sem gert er í tilefni af 1. maí, var lagt fyrir sameiginlegan fund l.-maí- nefnda verkalýðsfélaganna síðast- 1 liðinn sunnudag. Fundurinn samþykti í einu hljóði að hafna allri samvinnu um 1. maí við þessa vikapilta íhalds- ins. i Göður afli á togara og linu kip. Af veiðum hafa komið til Hafnarfjarðar í gær: Venus með 108 föt lifrar, eftir 7 daga i útivist, og Sviði með 84 föt eftir 6 daga. Línuveiðaskipin Örninn og Sæberg komu einnig af veið- um með góðan afla. nuunumxttuztziiz Steinsteypuhús, gott, má vera stórt með eða án söiubúðar, á góðum stað í bænum, óskast keypt. Talsverð útborgun. Til- kynning um stað og verð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi næstkomandi priðjudag merkt: Nýtízkuhús. | nunnrmuxinzízm: Nýp BU Engin sýning fy“ en annun páska> dag Hótel Borg. Opið alla hátiðardagana eins og venjulega. Hátíðataljómlelkar. Sé.stakar hatíðamatur. í i i : Páskaeos mikið úrval í Sora-mapsln. - i ■ | ; ■ • . i Tungneignin við Siiðurlandsbraut ibúðarhus, gripahús og 5,27 ha. tún er til leiga eða sölu. Laus til ábúðar 1, júní n. k. Verði búið leigt, verga þau skilyrði sett, að væntanlegur leigutaki hafi par á hendi dýraverndunarstarfsemi fyrir Dýraverndunarfélagið, á sama hátt og hún hefir verið rekin par undanfarin ár. Tilboð sendist stjórn Dýraverndunarfélags íslands, fyrir lok pessa mánaðar. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands. Lesið Alþýðublaðið. Ua hátfðisdaaanna Til Þingvalla til Þrastalundar til Eyrarbakka til Stokkseyrar til Ölfusár til Kef avíkur til Sandgerðis ti Hafnarfjarðar Ódýr fargjöld. Nýjar bifreiðar. Liodsins beztn bifreiðtir. Simi 1580. Bifreiðastðð Steindórs.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.