Alþýðublaðið - 23.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.10.1926, Blaðsíða 3
23. okt. 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 borgað til einstakra manna, hvers vegna styrkur er veittur, o. s. frv.“ Or ellistyrktarsjóði komu til út- hlutunar hér í bænum í ár 18 500 kr., en 554 umsóknir komu fram um styrk úr sjóðnum. Lagði fá- tækranefndin til, að 537 umsækj- endum séu veittar samtals 18 215 krónur. Á hafnarnefndarfundi hafði m. a. verið rætt um uppskipun og uppskipunargjðld við höfnina og í sambandi við það um væntan- lega viðgerö á hafnarbakkanum og vörugeymsluhússbyggingu. Var hafnarstjóranum falið að gera til- lögur um framtíðarskipulag þar á. — Á bæjarstjórnarfundinum upplýsti Guðm. Ás., sem svar við fyrirspurn H. H., að eftirgrenslun hafnarstjórans í uppskipunarmál- inu hefði engan á'angur borið enn sem kornið væri. Forseti bæjarstjórnarinnar tók frv. um tekjur og gjöld hafnar- innar út af dagskrá. Hver vilí Jiad? Sá, sem ekki vill þjóðnýting framleiðslutækjanna, vill ekki, að þau verði þjóðinni að notum. Sameinuisast gcgn thaldinu! í dag leggur alþýðan sig frarii tíl að brjóta af sér fjötra íhalds- ins. í dag minnist hún ráðs- mensku þess á þjóðarbúinu, niínn- ist tollaþungans, sem það hefir dembt á hana, minnist ríkishers- íns, sem það ætlaði að kúga hana með til fullnustu, sem það ætlaði ríkinu að búa „tækjum“, keypt- um fyrir fé alþýðunnar, til þess að berja á verkamönnum í kaup- deilum, svo að þeir skyldu ekki æmta né skræmta, þó að útgerð- armenn píndu svo niður kaup þeirra, að fjölskyldur hinnar vinn- andi stéttar liðu sárustu neyð, en ættu ella á hættu að vera barnir til óbóta eða settir i svart- hoiið fyrir að verja hendur sínar og líf og heilsu sinna nánustu. 1 dag minnist alþýðan atvinnu- leysisins á nýliðnu sumri, stöðv- unar útgerðarmannanna á togara- flotanum. Hún kærir sig ekki um annað togaralegusumar. Og sízt af öllu frúir hún rnanni úr stjórn „Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda" og úr miðstjórn Ihalds- flokksins til að fara með umboð sitt á þingi, eftir það, sem á und- an er gengið. Hún leggur sig hins vegar fram til þess að koma sinum eigin mönnum á þing, mönnum, sem hafa sýnt, að þeir vilja berjast fyrir málum hennar. Hún fylkir sér um frambjóðeridur Alþýðuflokksins og kýs þá ein- huga. 1 dag rekur hún íhald og atvinnuleysisrekendur af höndum sér. Við landskjörið kappkostar al- jrýðan einnig að fella íhaldsstjórn- ina, því að með því að tapa landskjörinu verður íhaldsflokkur- inn i minni hluta á þinginu. í- haldsstjórnin fellur á verkum sín- uin. Þessi fyrsti vetrardagur á að verða fæðingardagur nýrrar stjórnarstefnu i landinu, þar sem alþýðan hefir meiri ítök en áður, vaxandi ítök. Næsta fyrsta vetrardag mun hún einnig vinna glæsilega framhaldssigra. Ef vér lítuin á ástandið í land- inu, atvinnuleysið og tollaþung- ann, misréttið og ómannúðlega löggjöf, getum vér þá annað en stigið á stokk og strengt þess heit, að gera alt, sem í voru valdi stendur, til að fella þá stjórn, sem heldur í þetta ástand? „Man engi nú Snorra Sturlu- son?“ spurði Kolbeinn grön forð- um, þegar hann sá banamann sagnaritarans. Mun nokkur þurfa að spyrja þig, kjósandi góður! hvort þú munir herfrumvarpið og hátollana, sem eru helztu verk íhaldsliðsins á alþingi og í lands- stjórn, nú, þegar þér er falið að skera úr, hvort Jón Þorlájísson á að fara íramvegis með völdin eða ekki? Að kjósa Jónas Krist- jánsson eða Jón Ólafsson er að festa völd Jóns Þorlákssonar. Þarf nokkur að spyrja þig, verka- maður og verkakona! hvort þú viljir verðlauna stöðvun togara- flotans og viðhalda henni meö því að kjósa Jón ólafsson, sem er einn í atvinnuleysisrekendaráð- inu, stjórn „Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda" ? Vissulega munt þú ékki svikja sjálfan þig, konu þína1 og börn, svo herfilega. Hins vegar munt þú, sem góður og réttsýnn maður eða sem hug- heil og hugsandi kona —, nota kosningarétt þinn til að kjósa A- listana, sjálfum þér til hagsældar, börnum þínum til blessunar og þjóð þinni til viðreisnar. Gerum þá þenna fyrsta vetrar- dag að sigurdegi alþýðunnar! Allir eitt! íhald i áfengið. Sá, sem vill fela íhaldsflokknum forsjá bárinmálsins, vill, að áfeng- isverzlun sé lögboðin í landinu. í daff er merkilegast dagurinn á þessu ári fyrir islenzkt þjóðlíf og örlög hinnar íslenzku þjóðar, og ber margt til þess. 1 dag er hver íslenzkur kjós- andi, hvort sem hann er karl eða kona, hvort sem hann er hálf- þrítugur eða hálfníræður, i hvaða stétt eða stööu sem hann er, hvort sem hann er auðugur eða fátækur, sá, sem hefir alt vald í þessu landi í hendi sinni. í dag er jöfnuður í þessu landi, ákveðinn .og tryggður með grund- vallarlögum þjóðfélagsins. I dag hefir fárnenn stétt hinna „ríku burgeisa" ekki meiri rétt en fjölmenn stétt' hins „starfandi lýðs“. í dag eiga „háir“ og „lágir“, voldugir og vesalir samkvæmt lögum og rétti jafnan rétt og vald til að skipa málum þjóðarinnar. 1 dag er það hver íslenzkur kjósandi, sem á að skipa, en stjórn, yfirvöld og umboðsmenn þjóðarinnar, sem eiga að hlýða, 1 dag er það undir hverjum kjósanda komið, hvort í þessu landi á að ríkja auðvald eða al- þýðuvald, eignavald eða vinnu- vald. 1 dag er það á valdi hvers kjósanda, hvort örlög þessarar þjóðar eiga að vera auðna eða ógæfa, auðlegð eða örbirgo, ves- aldómur eða vellíðan. 1 dag ræður hver einn kjósandi því, hvort þessi þjóð á að vera frjáls starfsmannaþjöð eða kúguð þrælaþjóð. í dag hefir hver kjósandi rétt til að skipa fyrir um, hvort í þéssu iandi á að véra atvinmi- leysi um hábjárgræðistímann og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.