Alþýðublaðið - 23.10.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ þröng og þjáning annan tíma, eða hvort starfafúst og dugandi fólk á að fá að neyta krafta sinna við nytsama vinnu sér og þjóð sinni til heiila og hagsbóta. í dag á hver kjósandi úrskurð- arvald um það, hvort hér í landi á i framtíðinni að vera óskift þjóð með almenna og góða ai- þýðumentun og vel verki farin eða fávís og mentasnauður hóp- ur þjakaðra og einhæfra vinnu- dýra í mannsmýnd í ánauðugu þrælkunarheisi hjá fámennri stétt bóklærðra auðborgara. í dag leggur hver kjósandi fram mótmæii gegn því eða samþykki við því, að stefnt sé að minkandi alþýðumentun með skólagjaida- kvöð á fátæka, en námfúsa al- þýðumenp. I dag segir hver kjósandi til um það, hvort hann vill heldur vera í hópi þeirra bannmanna, sem .vilja hafa áfengisbannslög með lögboðinni áfengisverzlun eða bannlög án áfengisverzlunar. í dag verður hver kjósandi að segja ti! um, hvort honum finst réttara, að sá gjaldi mest í rík- issjóð, sem flesta hefir munnána tii að fæða, eða hinn, sem flesta hefir peningana tii að gjalda með. í dag segir hver kjósandi til þess, hvort framleiðslutæki og viðskiftastofnanir eiga að vera þjóðinni ti! nytja í heild eða fáum gróðamönnum, '— hvort þetía á að vera þjóðnýtt eða fánýtt. S dag á hver kjósandi rétt á að segja tii um, hvort hann vill heidur, að örfáir einstakir menn eigi helztu framleiðslutæki þjóð- arinnar og ráði notkun þeirra, eða hvorí kjósandinn sjálfur á að eiga þau, ráða hagnýting þeirra og njóta framieiðslu sinnar með þeim. í dag getur hver kjósandi ráðið, hvort i f’öðuriandi hans á að vera óviss gjaldeyrir, sem gildi hans er háð dutlungum fáeinna auð- borgara, eða viss og ákveðinn gjaldeýiir með lögmætu jafngildi við skíra-gull. 1 dag á hver kjósandi um tvent að velja, jöfnuð eða misrétti, um- badur eða íhaid, framfarir eða kyrstöðu, framsókn eða afturför. I dag er það komið undir vali hvers kjósanda, hvort á þing velj- ast m-enn, sem. hugsa um hans hag og almennings, eða menn, sem hugsa að eins um sinn hag og fárra, auðugustu einstakling- anna. í dag er gert út um það, hvort kjör og kostir vinnandi manna, frjálsra í dág að lögum og rétti, eiga á morgun að vera háðir geðþötta fámennrar eignastéttar, eða vinnandi fólkið & sjálft að ráða högum sínum fyrir milli- görigu fulltrúa úr sínum hópi. í dag á hver kjósandi tvo kosti, annan góðan, hinn illan, svo sem rakið er hér á undan. Um tvo eina kosti er að velja, þótt um margt manna sé að velja. í dag eru tveir kostirnir, sem um er að velja, merktir bók- stöfum. I dag er hinn betri kostur merktur A, verri kosturinn B. í dag er óskastund. „Allir vilja hið bezta fyrir sig kjósa.“ i dag geta kjósendur veitt sér þann kostinn, sem þeir vilja sér kjósa, illan eða ;góðan, auðnu 'eða ógadu. I dag kjósa allir, sem vilja sér binn betri kostinn, Aoltstana, en ef nokkur sá finst hér á landi í dag, sem viljandi eða óviljandi vill séi og þjóð sinni að undan teknum örfáum burgeisum, verri kostinn af þeim tveimur, sem um er aó velja, þá leiðir bölsvört ógæfar. hann tii að kjósa B-Iist- ana. í dag óska allir góðir og vitrir menn, að slíkir óhappamenn verði sein fæstir. Meiufýsi. Sá, sem vill kjósa bannmann til þingsetu í íhaldsflokknum, vill láta kúga úr bannmanninum skoð- un hans. liiaMglíI*ÓSkÍF. — MoEfiggrunarsamiðk. Stundum heyrast stöku íhalds- raddir um það, að hungrið sé „bezti Iæknirinn“.. Það kenni verkamönnum að vera vægir í Ikröfum f-ið atvinnurekendur, kenni þeim að þiggja með auð- mýkt, hvað sem burgeisunum þóknist að skamta þeim. Flestir hafa þó vit á að skammast sín fyrir að óska alþýðunni hungurs, enda þarf undirdjúp tilfinninga- leysis, illgirni eða heimsku, eða þess alls í sameiningu, til þess að óska hallæris. Nú hefir sporið þó verið stigið það lengra, að ekki er að eins um fáeinar hjá- róma raddir að ræða, sem kalla hungrið „bezta lækni“, heldur bendir reynslan ti!, að sanrtök séu um að skapa hungursneyó. Þrátt fyrir ríflegan afla og góða sölu ísfiskjar eru togararnir látn- ir vera bundnir í námunda við Klepp, og sjómenn, hafnarverka- menn og aðrir, sem atvinnu gætu haft af afla þeirra, eru atvinnu- lausir mánuð eftir nránuð. Alþýðumenn! Ætiar nokkur ykkar að verðlauna hungrunar- tiiraun þá, sem togaraeigendur eru að gera, með því ' að kjósa einn af stjórnendunr þeirra á þing ? Stéttarbræður og stéttar- systur ykkar vilja ekki trúa slík- um skriðdýrshætti urn neinn ykkar. Mellibpagð við bannið. Sá, sem kýs Jónas Kristjánsson á þing á Jista íhaldsflokksins, vill eyðileggja áhrif Jónasar sem bann- manns. Þeir geta verið ánægðir samt. Þeir Árni Sigurðsson, Sigurður Jónsson skólastjóri, Sigurbjörn Á. Gíslason og aðrir bindindismenn geta þess málefnis vegna alveg verið ánægðir, ef Jón Sigurðsson á Yzta-Felli vQrður kosinn á þing. Hann er bannmaður og fylgir því máii a. m. k. engu síður en Jón- as Kristjánsson, en ekki hefðu verið bornar brigður á stefnu Jónasai' í pví máli, ef hann hefði ekki sjálfur með skrifum sínum í „Verkamanninn“ gefið fullkomna ástæðu til að efast um, að hann myndi berjast fyrir algeru vín- banni, ef hann kæmist á þing. Síður en svo er vonlegt, þótt J. K. vildi, að hann gæti snúið Ihaldsflokknum til fylgis við bannmálið. Hins vegar myndi sá flokkur gera honum mjög erfitt um að berjast fyrir afnámi Spán- arvínanna, þótt hann vildi það, sem ummæli hans í „Verkamann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.