Alþýðublaðið - 03.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ jfloli konnngur. Bftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prælar Kola konungs. (Frh.). Jú, jú", sagði Hallur og þegar eftirlitsmaðúrinn var í þann veg- inn að fara, spurði hann: „Haldið þér, herra Cartwright, að Mac Dougall hafi nokkra von um að verða kosinn?" „Það veit eg ekki", ansaði hinn undrandi. „Það vona eg ekki. Þú ætlar þó líklega ekki að kjósa hann, eða hvað?" „Sussu nei. Eg er lýðveldissinni — frá fæðingu. Eg ætlaði bara að vita hvort þér heiðuð heyrt nokkurn tala um hann". „Eg fengi nú varla að heyra, þó að einhverjir töluðu um hann. Hefurðu áhuga á stjórnmálum?" „Já —• að vissu leyti. Þau voru orsök þess, að eg meiddi mig í hendinni". „Hvernig? í handalögmáli?" „ónei, en sko til, Stone óslcaði eftir, að eg litaðist um og kæm- ist eftir því, hvernig álit manna væri hér um slóðir, og hann réði mér til þess, að meiða mig, svo eg fengi ástæðu til þess, að hætta vinnu". Eftirlitsmaðurinn glápti á Hall, en tók svo til að skellihlægja. Hann leit í kring um sig. „Þú verður að vera varkár, þegar þú talar um slíka hluti". „En eg efaðist ekki um, að ó- hætt væri að treysta eftirlits- manninum", sagði Hallur. Hinn gerði hann rólegann, með hvössu augnatilliti, og Hallur, sem bjóst við að verða frjáls maður í nokkra daga, var svo djarfur að svara á sama hátt. „Þú ert ungur og séður vel", sagði Cartwright loksins. „Lærðu höfuðatriðið, og þig mun ekki yðra þess". „Já, einmitt — þakka yður fyrir". „Það kann að vera, að þú getir í þetta skifti orðið skrifari. Þar færðu þrjá dali á dag, hvað segir þú um það?" „Fyrirtak", sagði Hallur, og varð aftur brosandi. „Eg hefi heyrt, að þér séuð hreppstjóri í Norðurdalnum?" „Það er eg*. „Og friðardómarinn er skrifari í búðinni yðar, Ef yður, herra Cartwright, skyldi vanta heil brigðisfulltrúa eða sporhund, þá er eg til — það er að segja, þegar mér er batnað í hendinni*. Að svo mæltu fór Hallur. Auð- vitað var heimskuleg ósvífni af ó- breyttum verkamanni, að slá upp á glensi við yfirmann sinn, enda horfði eftirlitsmaðurinn með gremju- svip á eftir honum. VII. Hallur leit ekki aftur, en gekk inn í búð félagsins. í búðinni var gömul serbnesk kona, sem benti á það, sem hún vildi kaupa og tvær litlar lithaugatelpur gættu að sykurpundi, sem verið var að vega handa þeim. Hallur siangraði til mannsins sem vóg. Það var mið- aldra maður með ljóst yfirskegg, atað tóbakslög. „Góðan daginn dómari". „Öhö", svaraði Silas Adams, friðardómari í Norðurdal. „Dómari", sagði Hallur, „hvað hyggið þér um kosningarnar?" „Ekkert", sagði hinn. „Hefi nóg að gera við það, að vega sykur". „Eru nokkrir hér, sem kjósa Mac Dougall?" Ef nokkrir væru, þá Iáttu þá ekki segja mér frá því". „Hvað er nú?“ sagði Hallur brosandi, „í hinu frjálsa lýðveldi Ameríku?" í þessum hluta hins frjálsa lýð- veldis Ameríku er hverjum heim- ilt að höggva kol, en aftur á móti ekki leyfilegt, að kjósa annað eins kvikindi og Mac Dougall". Þegar friðardómarinn hafði bundið seglgarni um sykurinn og látið upp f sig nýja tóbakstölu, snéri hann sér að Halli: „Hvað vildir þú fá?“ Stórmemskan. Til að auka sómasjóð, sól að leiða’ á bekki stórmenskan er stundum góð — stundum lfka elcki, J. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Þetta og hitt. Tímarnir breytast. Áður var það tíðast svo, að fá- tækir hugvitsmenn áttu erfitt upp- dráttar, og jafnvel fengu þeir sjálf- ir ekkert af arðinum, þegar þar að kom. Sumar uppgötvanirnar náðu ekki einu sinni að komast á framfæri, enda þótt margt gott fælist oft í þeim. Það furðaði marga stórlega á því, hversu lengi að öll þýzka þjóðin varðist í stríð- inu gegn nær öllum heiminum. En ástæðan til þess mun aðallega hafa verið sú, að þeir stóðu verk- fræðilega séð miklu framar um flest þeim þjóðum, er þeir áttu í höggi við. Þjóðirnar keptust nú, sem geta má nærri, um yfirráðin í heimsiðnaðinum, og hafa því opn- ast augu ýmsra fyrir því, að fara eigi eins gálauslega og áður með hugsjónir og uppgötvanir liugvits- manna, sem áður var látið ráðast hvort kæmi að notum. Hafa Bretar nú ákveðið að setja á fót eínkaleyfastofnun, er sjái um að fátækum hugvitsmönnum verði leiðbeint og veitt peninga- hjálp, ef þeir haía einhverja mark- verða uppgötvun fram að færa. Yerður nefnd óhlutdrægra sérfræð- inga falið að rannsaka hverja upp- götvun og gera síðan tillögu um endurbætur á henni, eða greiða fyrir hugvitsmanninum á annan hátt. X. Olíukóngurinn Rockefeller sem er ríkasti maður heitnsins, grœðir 78 þúsund kr. um klukku- tímann, þ. e. 22 kr. 50 aura tekjur um hverja sekúadu. Kaupið Fæst hjá Guðgeiri Jónssyni. Sjómannafélagar! Öllum tillögum til félagsins» eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr, Alþbl. (Laugav. 18 B) a^a virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.