Alþýðublaðið - 27.10.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 27.10.1926, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Vesturlandi. Á Isafirði hafa engir taugaveikisjúkh'ngar bæzt við nú á 4. viku. í Skagafirði hafa fjórir imenn veikst af taugaveiki á þrem- ur bæjum, en iæknir þar telur veik- ina stöðvaða. I Skagafirði veiktist og einn maður nýlega af mænusótt. 1 Höfðahverfi hefir undanfarið gengið megn „infiuenza". Hún er og á víð og dreif um Akureyrar- bérað. Þar hefir einn sjúklingur dá- ið úr lungnabólgu. Togararnir. „Snorri goði“ kom í nótt af veið- um með 900 kassa. Fer hann aftur á veiðar i dag, en í ráði er, að eftir 1—2 daga fari hann til Englands. Skipafréftir. i Fisktökuskip kom í gærkveldi til Bookless-bræðra. „Nonni“ fer kl. 6 i kvöld vestur og norður um Iand. Fulitrúa á sambandsþing Alþýðuflokksins kýs verkamanna- félagið „Dagsbrún'* fyrir sig á fundi þess á morgun. Gengi erlentíra mynta i dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,50 100 kr. sænskar .... — 122,17 100 kr. norskar .... — 114,03 Dollar.................— 4,57 ]/2 100 frankar iranskir. . . — 14,40 ibö gyllini holienzk . . — 182,98 100 gulhnörk þýzk. . . — 108,81 Veðríð. Frost um alt land, 1—10 stig. Átt ýmisleg, víðast norðlæg eða aust- læg, ekki mjög hvöss. Loftvægis- hæð fyrir norðan land. Útlit: Snjó- koma á Suðvestur- og Norðaustur- landi og sums staðar á Norðurlandi. Léttir sennilega til á Suðvesturlandi í nótt. Þurt á Suðausturlandi. Aust- læg og norðlæg átt. — Hér í Reykjavfk hefir gert gráa jörð af snjóföli í morgun. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og morgun ki. 5 e. m. „Saga“, missirisritið, er Þorsteinn Þ. Þor- steinsson skáld gefur út i Winnipeg vestan hafs, er nýkomið hingað, vor- og sumar-hefti 2. árgangs. I þessu hefti eru kvæði eftir Stephan Q. Stephansson: „ErfðirV „Harðnað á dalnum'1 og „Erföar eru afturgöng- ur'*. æfintýri, „Minningarmerkið" eftir Jóhann Magnús Bjarnason, „Sá ráðríki“, staka, „1 Ijósaskift- um“ og „Kveðja“ eftir „Káinn“ (K. N. Július) og „Hver er höfundur Njálu?" eftir Stein Dofra. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að höf- undur sé Einar Gestsson skáld og lögmaður (uppi um miðja 14. öld). Þá eru „Réttir sérvitringsins“ og „Varían“, þjóðsögur eftir Jóhannes P. Pálsson, „Ávarp til innflytjenda" eftir Aðalstein Kristjánsson og „Vé- frétt úr uppsveitum" eftir sama, „Staka" eftir Quttorm J. Guttorms- son, „Lífsferðin", kvæði, eftir Þorskabít, „Dómarinn", saga, eftir Bergþór E. Johnson, „Spjall", „Frá fyrri dögum“, „Rétttrúnaðurinn og sannleiksþráin" og „Tennur“ eftir Þ. Þ. Þ„ „Gamli- læknirinn", saga, er Sig. Júl. Jóhannesson skáld hefir þýtt, „islenzkar þjóðsagnir" eftir ýmsa, „Þjóðemi“ eftir Mahatma Gandhi og ýmislegt þýtt eftir hina og þessa og fleira smávegis. 'Rit þetta kostar 8 kr. árgangurinn og mun fást hjá bóksölum. Þenna dag árið 1674 andaðist séra Hallgrímur Pétursson. llsiiiðMnrá islenzka neðanmáissagan skemtilega, kemur bráðum út. Gerist áskrifendur! Talning atkvæða við kjördæmakosningamar í Dölum' og i Rangárþingi fer fram i dag. Trulofun sína opinberuöu á sunnudaginn va'r Jenný Jónsdóttir. Framnesvegi 64, og Guðmunaur Ingvarsson, Fram- nesvegi 66. Nafnið á Vindhælishreppi í Húnavatns- sýslu misprentaðist í gær i kosninga- fréttunum. Þar kusu 80. Einnig féll burtu að geta þess, að „Innlendu tíðindin“ voru tréttastofuskeyti frá Seyðisfirði. — í greininni „Hljóm- sveit Reykjavikur“ byrjunardálki 2. 1. a. n. átti að standa: „bragðlausu grautarsulli.“ Bezía éskin um „M»rgnsiMad.?ö“. Ætti lýður ösk í kvöld, éins mun , hlýða að biðja ætíð prýði „fjólu“-fjöld fyrstu síðu miðja. Því að falli hetjá(!) úr hor bér frá ritstjóm sinni, fjóhim gróin frægðarspor festa hann i rninni. C. Upton Sinclair: Smíður er ég nefndur. Kvikmyndadömarinn fyrir „Times“ Vest- urborgar hafði framan af reynt að sýna nokkurn lit á að dylja, hve honum var skemt. En eftir því, sem lengra leið á, breyttist andlit hans í augljósara og stærra glott. Eins og skiljaniegt er, gerði það hann bein- línis djöfullegan útlits. Ég tók eftir því, að Smiður átti örðugra og örðugra með að þola það. Hann leit nokkrum sinnum framan í Rosythe, en sneri svo frá honum meb viðbjóði. Loksins reyndi hann að bæla niður tilfinningar sínar, gekk til kvikmyndadóm- arans og sagði hóglátlega við hann: „Vinur minn! Einhver kona hefir goldið verð lífs- ins fyrir sérhvern mann, er á jörðunni dvelur.“ „Verð iífsins ?“ tók kvikmyndadómarinn upp eftir honum og skildí ekki neitt. Smiður benti í áttina til dyranna: „Vér stöndum andspænis þessum eilífa leyndar- dómi, þessum eilífu kvöhim. Það á ekki við, að þér spottist að því.“ Glottið hvarf af andliti hins. Hann hnykl- aði brúnirnar og sagði: „Ég skil yður ekki, kunningi! Hvað er hægt að gera?“ „Það er hægt að auðmýkja hjarta sitt. Það er hægt aö lúta kveneðlinu í lotningu.“ „Þér eruð of háfleygur fyrir mig,“ svaraði Rosythe. „Þessir bjánar vilja þetta sjálfar; hafa sjálfar valið sér þetta hlutskifti." Smiður mælti: „Yður hefir aldrei hug- kvæmst, að guð kunni að hafa valið þeim þetta hlutskifti?“ „Nei; það hefir mér svei mér þá aldrei. komið ti! hugar!“ svaraði kvikmyndadómar- inn. Um Ieið voru dyrnar opnaðar. Rosythe leit við. „Madama Pianchet!“ hrópaði hann. „Komið þéT og segið okkur frá þessu!“ IX. Holdug kona, sem feit út eins og hún kæmi út úr tízkublaöi frá París, kom trítl- andi þvert yfir stofuna og brosti í kveðju- skyni: „Herra Rosythe!“ Hún hafði dökka eyrnahringi, sem slógust til sitt frá hvoru eyra. Andlit hennar var fölt, en eldrautt stryk í vara stað. Hún tók í báðar hendur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.