Alþýðublaðið - 28.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1926, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ -- '■ ■ ■ - Alþ j ó ð asamfoasid keimara Á fundi i Paiís 25.—2C. sspt- ember, sem stærstu kennarafélög- in i Frakklandi og Þýzkalandi boðuðu ti!, var gerð undirbún- ingsályktun um stofnun alþjóða- sambands kennara. Fundarmenn voru ásáttir ’um, að sambandið ætti að vera hlutlaust 'í stjórn- málum og trúmálum, eins og mörg verklýðssambönd hafa verið í byrjun. Gert var ráð fyrir, að i stjórn þess væru tveir fulltrúar frá hvoru, Pýzkaiandi og Frakk- landi, einn írá Hollandi og einn frá Svíþjóð, ef kennarar í þeim löndum yrðu með. Bertrand Russel. „Contemporary Review“, eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum Engiendinga, skýrir frá því, að Emmu Goldman hafi fyrir nokkru verið haldið samsæti í Lundúnum, og að þar hafi verið staddir um 200 manns. Meðal þeirra, sem þar tóku til máls, var Hon. Bertrand Russeli, prófessor í heimspeki við Cambridge-háskólann. Hann lýsti því hiklaust yfir, að hann væri anarkisti (stjórnleysingi), og vítti harðlega alt stjórnarfyrirkomulag þjóðanna, eins og það er nú. — Spáði ha'nn því, að anarkisminn yrði í íramtíðinni ráðandi skipu- .agsform i Norðuráliunni og Am riku, þó að því iniður væru þjóö- irnar enn ekki búnar að ná því menningarstigi að bera gæfu og vitsmuni til að veita honum við- töku. Bertrand Russell munu allmarg- ir íslendingar kannast við að nafni til, þótt færri en skyldi hafi lesi.ð rit hans. Er hann með réttu álit- inn skarpvitrasti djúphyggjumað- ur meðal Breta, sem nú eru uppi, og einhver mesti íhyglismaður sinna tíma. Hann er erfingi að jarldómi hinnar miklu og frægu Russellættar á Englandi, og hafa iengi verið nafntogaðir gáfumenn í þeirri ætt. (Hkr.) Ilai dagimi ®g§ ir©gjiam. Næturlæknir er í nótt Arni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Kveikja ber á bifréiðum og reiðhjólum í dag kl.'5 e. in., en á morgun kl. 4, 45 mín. e. m. „Dagsbrúnar“-fundur er í kvöld kl. 8 í G.-T.-húsinu. Þar verða kosnir' fulltrúar á Sam- bandsþing Alþýðuflokksins og rætt um kolanámuverkbannið enska. Fé- lagar ættu að koma stundvísléga til að tryggja sér sæti. ICóiutband. A :ös udatinn var voru gefin sam- an í h'jónaband Helga Guðmurtds- dóttir frá Seli í Grímsnesi og Ing- ólfur Þorsteinsson bifreiðarstjóri frá Nesjavöllum. Skipafréttir. Kolaskip kom í morgun til fjög- urra kolakaupmanna hér í borg- inni. „Nonni" fór í gærkveldi vest- ur og norður um land í hringferð. Gert er ráð fyrir, að hann muni verða um þrjár vikur í ferðinni. Norðmaðurinn, sem getið var í fréttum frá sið- asta bæjarstjórnarfundi að vísa ætti úr landi, hefir beðið biaðið að geta þess, að það hafi ekki verið vegna óreglu, að hann hafi orðið ósjálf- bjarga, heldur af því, að hann hafi verið barinn til óbóta í Haínarfirði fyrir nokkrum árum. Veðrið. Frost um alt land, 2—9 stig. Átt norolæg og austlæg, hæg. Dálítil snjókoma á Grímsstöðum. Annars staðar þurt veður. Loftvægishæð við Suður-Grænland, sennilega á feið til austurs. Otlit: Austlæg átt. og þurt veður á Suður- og Vestur- landi. Norðlæg átt og snjókoma á Norðausturlándi, hægir í nótt. Gengi eriendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Doilar............. 100 írankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gulimörk þýzk. . kr. 22,15 . — 121,50 . - 122,17 . - 114,33 . - 4,57i/o . — 14,16 . — 182,92 . — 108,75 Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. kvikmyndadómarans, og hann sagði hlæj- andi: „Segið mér, frú! Er það guð, sem kem- ur með dömurnar hingaö ?“ „Vissulega, herra Rosythe! Guð fegurðar- innar, það er hann, sem kemur meö þær til vor! Og litii guðinn með gullnu örina, rjóðu kinnarnar og litlu sþékoppana — spékopp- ana, sem við búurn til handa honum fyrir tvö hundruð dollara þvern — er það ekki rétt, herra Rosythe? Þa'ö er hann, sem kem- ur með dömurnar til vor!“ Kvikmyndadómarinn snéri sér við: „Ma- dama Planchet, leyfið nrér aé kynna yður herra Smið. Hann er kraftaverka-maður; hann læknar sársauka, og gerir það með * kærleika." „En hvaö þetta er hugnæmt! Eii^ef nú ástin sjálf er sársauld — hver á þá að itékna, herra Smiður?" „O-o-o-o-o-o-ó!“ heyrðist nú aftur. Ro9ythe mælti: „Herra Smið finst þér kveljið dömurnar of mikið. Honum tekur það sárt.“ „J.á, en dömunum stendur á sama! Sárs- auki? Hvaö er það? Daman, sem er að hljóða, getur ekki hreyft sig, og það er það, sem henni þykir miður. Annars vill liún helst haga sér eftir eigin geðþótta, hún er orðin dálítið einþykk af eftirlæti. En vandkvæði hennar verða ekki lengi; hún verður fögur, maður hennar .elskar hana meira en áður, hún verður ánægð." ■ „0-o-o-o-o-ó!“ heyrðist enn frá hinu her- berginu; madama Planchet hélt áfram að þvaðra: „Ég segi við þær: Hafið bara nógu hátt! Það iéttir! Enginn verður hræddur, því hér eru allir dýrkendur fegurðarguðsins — allir viija þola sársaukann, sem hann krefst. Haldið þér það ekki, herra Smiður?" Smiður starði á hana. Ég hafði ekki enn þá séð aðra eins einbeitingu hugsunarinnar í andiiti hans. Hann var að reyna að átta sig á þessu gersamlega ótrúiega atviki, sem fyrir hann hafði borið. „Ég skal segja yður nokkuð," sagði ma- dama Planchet 0g lækkaði röddina eins og í trúnaði: „Daman, sem þér heyrið tii -r það er frú T—S. Þér þekkið herra T—S, kvikmyndakónginn ?“ Smiður svaraði engu til, hvort hann þekti híimi ekkj. „Það kemur alt af til min, kvikmyndafólk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.