Alþýðublaðið - 29.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1926, Blaðsíða 2
z ALÞ¥ÐUBLAÐIÐ Íal s» ý® ublabib] « kemur ut á hverjum virkum degi. t J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við t j Hverfisgötu 8 opiri frá ki. 9 árd. f : tíi kl. 7 síðd. i \ Skrifstofa á sama stað opin kl. ► j 9 Vs—10Vg árd. og kl. 8 — 9 síðd. jí j Simar: 988 (afgreiðslan) cg 1294 ► : (skrifstofan). j Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,00 á [ í mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 t < hver mm. eindálka. * 2 Prentsmiðja: Aipýðuprentsmiðjan ► ] (í sama húsi, sömu símar). wldiir? Enn þá liggja togararnir flest- ir bundnir; enn þá ganga sjó- mennirnir atvinnulausir. Ekki verður því þó iengur við borið, að taps sé von, ef skipin era gerð út til veiða. Undan farið hafa þau fáu skip, s'eni saltfiskveiðar stunda, fengið stórmikinn afla, jafnvel yfir 200 föí iifrar í einni veiðiför. Þau, sem ísfiskveiðar stunda, hafa öll selt ágætlega upp á síðkastið, fy?rir 1600—2300 sterlingspund, eða 36000—50000 krónur. Svo að segja daglega taka varðskipin erlenda togara að veiðum innan iandhelgi. Má af því marka, hver fjöldi erlendra skipa sækir á íslenzk mið, og hverja arðsemi útlendingar telja sér af veiðum hér við land, þótt hérlendir útgerðarmenn hafist ekki að. Nýjustu fregnir segja, að nú sé nær fisklaust á Spáni, og að fisk- ur fari þar stórum hækkandi. Þrátt fyrir alt þetta liggja enn flestir togararnir. Hvað veldur? Ýmsum getum er að því leitt, hverjar séu ástæðurnar til aðgerð- arleysis útgerðarmanna. Ein getgátan er sú, að þeir ætli nú að sýna íslenzkum verka- lýð, hvað þeir eigi undir sér. Stöðvunin á að kenna verkafólk- inu auðmýkt og undirgefni, færa því heim sanninn um það, að það eru útgerðarmenri, sem ráða því, hvort það fær að vinna eða verð- ur að sitja auðum höndum, hvort það sveltur eða fær uppfyltar þarfir sínar. Önnur getgátan er sú, að út- gerðarmenn ætli að láta atvinnu- leysið og, skortinn sverfa -svo að verkamönnum, að þeir sætti sig við lægra kaup og lakari kjör en verið hefir, — með öðrum orð- um, að stöðvunin sé í því skyni gerð, að knýja fram kauplækkún. Þriðja getgátan er sú, að stöðv- unin sé tilraun útgerðarmanna til að fella íslenzka krónu. Ó- seldar fiskbyrgðir nema nú Í50 til 200 þús. skpd. Takist þeim að lækka krónuna t. d. um 7—10o/o, er þeim viss 1—U/2 milljón kr. gengisgróði auk alls annars hagn- aðar, sem lækkuhin veitir þeim. Bezta ráðið til að koma fram krónulækkun er að stöðva fram- leiðsluna, meina fólkinu að vinna og draga þannig úr útflutning- um. 'Verður þá verzlunarjöfnuð- urinn óhagstæður og eftirspurn því meiri eftir erlendum gjald- eyri en innlendum. Formaður íhaldsflokksins, Jón Þorláksson forsætis- og fjármála- ráðherra, læzt vilja hækkun krón- unnar upp í guilverð. Hvernig stendur þá á því, að hann skuli láta það afskiftalaust, að stór- virkustu framleiðslutækin séu lát- in ónotuð, og þannig ekki einasta gert ókleift að koma frarn krónu- hækkun, heldur og beinlínis unn- ið að því að fella hana í verði? Ástæðan er sú, að Jón fylgir útgerðarmönnum. Hann er, eins og Þórður á Kleppi: segir það, sem honum sýnist (bezt henta), en fyl^ir Ihaldinu (útgerðarmönnum). Stöðvun togarafiotans er einn þátturinn í iátlausri stéttabaráttu atvinnurekenda og verkamanna. Hún er ný árás á verkalýðinn. Hann verður að svara henni á sama hátt og öllum fyrri árásum með því að styrkja félagsskap sinn og samtök um kaupgjalds- mál og stjórnmál — med pví aö hefja nýja sókn. X. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. (Frh.) 12. Skemtigarðar. Eitt af því, sem vekur athygli Islendingsins, því að svo mjög stingur það í stúf við t. d. Reykjavík, eru skemtigarðarnir í Edinborg. Þeir eru margir og misjafnir. Merkastix eru gaxðar t\æir, sem iiggja sunnanvert við Princes Street, og eru þeir kendir við strætið (Princes Street Garden eystri og vestri). Hinn vestari er miklu stærri og lítur út líkt og dalur, enda er hann upp þurkaður yatnsbotn. Nær hann upp eftir kastalahæðinni alla leið upp að hamrinum og fríkirkjuhúsunum, þar sem þingið var haldið. Ot- sýni frá þingstaðnum var því fag- urt mjög. Þarna í brekkunni í Vesturgarðinum var á þriðjudags- morguninn 3. ágúst tekin rnynd af öllum þingheimi, og má segja, að hún sé ágætur gripur til minn- ingar um þing þetta. En um garð- inn er það að segja, að hann er vaxinn g'rængresi, en sums stað- ar eru trjáraðir eða blómbeð, sér- Iega fögur. Þar er og blómklukk- an, merkileg mjög; hún er öll úr blómum ger og er hið mesta iistaverk. Eru fáir staðir betur til skemtunar fallnir, enda er jafn- an margt um manninn í garðin- um. Hann er öllum heimill, en læstur er hann um nætur. Vegir liggja um hann þvert og endi- Iangt. Þarna ganga menn sér til skemtunar eða sitja í grasinu eða á bekkjum, sem þarna eru í þeim tilgangi, og lesa blöð sín eða fítla eitthvað í höndunum — að eins kvenmenn —, en krakkarnir leika sér í kring. Dálítið svipað er nú á Arnarhóli í Reykjavík, en þar vantar sæti og sitthvað fleira. Og Ijótt er að sjá bréf — um- búðir og blöð — liggjandi þar í hrúgum. 1 Vesturgarðinum sá ég„ að jarðfastar pappírskörfur stóðu við endann á hverjum bekk, enda var þar alt þrifalegt. Calton Hili heitir hæð ein nokkru norðar en Kastalahæðin. Hún er ekki mjög há og slétt að ofan og grasi gróin. Þar er líka almennur skemtistaður. Otsýni er gott ofan af hæðinni, og eru ýmis merkileg minnismerki þar uppi eins og víðar í Edinborg. Konungsgarðurinn mikli er áð- ur nefndur (í 10. kafla). Alþýðugarðurinn er norðvestan til við Edinborg, en Engin (The Meadows) syðst í henni. Era þeir garðar báðir víðáttumiklir. Auk alls þessa eru víða í borg- inni • flatir ætlaðar fyrir ýmsa leiki; tennis, kxikket, golf o. fl., eða þá til knattspymu. Eru Skot- ar íþróttamenn miklir á þessn sviða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.