Alþýðublaðið - 04.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBL AÐIÐ hætt aS fullyröa, að borgarafund- urinn og sendinefndin hafa haft afarmikla þýðingu, og ekki hvað minsta með því, að fá svo marga þingmenn til þess að viðurkenna rétt Reykjavíkur til fleiri þing- manna. Og beiblínis heflr hreyf- ingin hér í bænnm ýtt undir þá þingsályktunartillögu, að stjórninni verði falið að leggja fyrir næsta fcing frumvarp um endurbætur á Ljördæm askipulaginu. I. Ui dagiM 09 yeginn. Loítskeytasamband náðist við ísland í fyrradag, var það þá bú- ið að liggja tvo daga veðurtept á ísafirði, en var að fara þaðan. Lottskeytastoðin hér á Melun- utn hefir þessa daga haft satnband við ioftskeytastöðina í Noregi, og sent út stjórnarskeyti; ekki hefir tiún enn, svo kunnugt sé, fengið skeyti aftur, en búist við að svo verði rojög bráðlega. Sæsíminn til Vestmannaeyja er álitinn skemdur, þar eð ekki Siefir í nokkra daga náðst sam- band við Eyíarnar.' Bímslitin. Meðan ekki batnar veðrið verður ekkert hægt að gera, tii þess að bæta símabilan- irnar, sem vera raunu þær stór- feldustu, er hér hafa nokkurntíraa orðið. Á Norður- Austur og Vest- orlaadi mun þó síminn heill. Bil- anirnar eru aðallega á svæðinu héðan og upp í Borgarfjörð, og verður að senda etni um þetta svæði, því öllum þræði hefir veðr- ið sópað buttu. Bæjarsíminn hefir víða slitnað þessa dagana, og verð- wr það iagfært svo fljótt sem unt er. Ciiocd lfeimplai'aball var í gær- Itvöldi f Iðno. Var það hið veg- íegasta og fjölment mjög. Ljóðabók, eftir Steindór Sig- wrðsson, þann er Ijóðið er eftir, er biitist í blaðinu f dag, er ver- ið að seíja þessa dagana. Bókin er prentuð í 250 eintökum, og lcostar 10 kr. Þeir sem eignast vilja þessa bók, ættu að ná í hana áður en hún verður uppseld Það er ætið gaman að því, að eiga fyrstu ljóðabækur skálda, til þess að bera saman við það, er sfðar birtist eftir þau. i. Axarskaft Tísis-ritstjorans. Síðasta dularfulla fyrirbrigðið í „Vísir“ 1. þ. m., grein með fyrir- sögninni „Héðinn og hveitiverðið“, staðfestir rök þau, er eg leiddi í „Alþýðublaðinu“ 26. f. m. að því, að órsök Vísisaxarskaftanna sé ein- göngu gáfnafar „ritstjórans“, hr. Jakobs Möllers. í þessari grein eru þó nokkur atriði, sem varpa skýr- ara Ijósi en fyr yfir manninn og blaðið og skulu þau því hér tekin til athgunar. Hr. Jakob Möller hefir ennþá ekki skilið grein mína, „Það kemur engum við“, en starir á hveiti- verðið, eins og naut á rauða dulu. Það fer bráðum að verða þreyt- andi fyrir lesendur „Vísis“. „Ritstjórinn“ hefir, einsog vænta mátti um hann, heldur ekki ennþá fengið inn í sitt höfuð, hvernig viðskifti gerast landa í milli á matvörum, að þær séu fyrst greiddar gegn farmskýrteini, þ. e. s. þegar þær eru komnar á skipsfjöl, enda fari afhending á vörunum yfir í ábyrgð kaupanda fyrst fram þá, þó að samið sé fyr um verð. Jakob Möller hugsar að heppilegast væri að allar vörur væru greiddar og afhentar löngu áður en kaup- andi fengi flutning fyrir þær. Lægju þá vörurnar erlendis á kostnað og ábyrgð kaupenda um ófyrirsjáanlegan tíma, og yrði hann að sitja upþi með þær í framandi landi, ef útfiutningsleyfi fengist ekki fyrir þær, þegar til kæmi. Þetta er eitt af þeim hollráðum, sem „ritstjórinn“ vill láta lands- verzlunina fara eftir í viðskiitum, og sem hann „hugsar“ að kaup- mennirnir, vinir sínir, græði á að að fylgja. Eftir að hafa séð þetta prýðilega dæmi vitsmuna Jakobs, undrast enginn þó að hann gufaði upp úr þjónustu Landsbankans, og væri síðan sparkað, er hann hafði flotið inn á pólitík sem endurskoðandi bankans. Annars sýnist Jakob öðru veif" inu vera að skána. Hann „með- gengur“ nú skyndilega, að i»B" flutningur hveitis hafi verið frjáls ! frá 1. október s. 1. En svo slasr aftur út í fyrir honum, er hann segir að landsverzlun hafi „lagt undir sig alt rúm í skipunum 3—4 næstu ferÖirnar," og kaup- menn hafi því ekki fengið neitt hveiti að flytja til landsins. fetta er líkast einhverjum æfintýrum handa börnum. í hvaða skipum? Gátu kaupmenn ekki fengið leigð nein skip? Eða á „ritstjórinn" við Eimskipafélagsskipin ? Eftir 1. október eru hveitiflutn- ingar Landsveizlunarinnar þannig; Með Lagarfossi í nóv. 620 smáh — sama - febr. 780 — — Gullfossi - marz 600 —; Samtals 2000 srnáL Þar sem burðarmagn skipanna í þessum ferðum nemur samtals 3200 smálestum, þá verður eftir 1200 smálesta skipsrúm, sem kaup- menn gátu vitanlega fylt með hveiti, ef þeir hefðu getað útvegað það og treyst sér til að kaupa það. Jakob hefði getað fengið þetta 1 rugl sitt um sldpsrúmið leiðrétt af bróður sínum, sem er starfs- maður í Eimskipafélaginu, ef hann hefði viljað leita fyrir sér. En ef’ til vill hefir bróður hans ekki hepnast að koma vitinu fyrir hann? En auk þess er til annað rothögg á fimbulfamb „ritstjórans" um hveitikaupin og skipsrúmið. Flestir aðrir en Jakob vita, að landsverzlun ætlaði alls ekki aði halda áfram hveitiverzluninni i haust sem leið, heldur eftirláta hana kaupmönnum. Landsverzlun- in pantaði ekki skipsrúm né samdi um nein hveitikaup fyr en kaup- menn höfðu gefist upp við að út- vega landinu hveiti. „Ritstjórinn“ hefði átt að fá upplýsingar un1- þetta hjá heidsölunum, í stað þess að spinna þenna hveitivef úr sín- um eigin heila, En að ana blind- andi út í ófæruna, sýnist vera eitt af einkennum mannsins. Þó að nánari athugun á flónsku Vísisritstjórans gefi töluverðar sál- arfræðilegar uppiýsingar um hann, þá er ekki hægt að segja að slík athugun sé skemtilegt verk. Hins- vegar hafa bæjarmenn mikla ánægju af að taka eftir hvernig „ritstjórinn" skrifar og talar um sjálfan sig. Síðustu blöð hafa, auk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.