Alþýðublaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá ki . 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V3—10'/2 árd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, söinu símar). „Morgunblaðið'1 hefir nýlega skýrt frá því, að útgerðarmenn hafi gert samtök um fisksöluna, og Iætur mikið yfir. Um mörg atriði málsins er rangt skýrt frá í blaðinu eins og oftar og þarfn- ast leiðréttingar. Haustið 1922 kallaði stjórn Landsbankans fiskkaupmenn ‘ og útgerðarmenn hér í bæ á sinn fund vegna ólags þess og skipu- lagsleysis, sem væri á fisksölu héðan úr landi, er ylíi lægra út- flutningsverði en þörf væri á, og krafðist þess, að komið væri lagi á fisksöluna. Mun stjórn Lands- bankans hafa látið í Ijós, að hún myndi leggja til við ríkissíjórn- ina, að komið væri lagi á fisk- söluna með lögum, ef fiskkaup- menn og útgerðarmenn kæmu ekki skipuiagi á sjálfir. Út af þessu urðu allmiklar umræður á fundinum, og var síðan nefnd skipuð tii að íhuga málið, er í voru meðal annars þeir Carl 01- sen og Ólafur Thórs. Heila ári sídar komu tillögur frá nefnd- inni á þá leið, að ríkisstjórnin skyldi skipa eins konar útflutn- incjsnefnd þriggja manna, er afl- aði sér nákvæmra upplýsinga um markaðsverð erlendis og léti öll- um hlutaðeigendum þær upplýs- ingar í té. Allir útflytjendur skyldu snúa sér til nefndarinn- ar til að fá fyrirmæli um laégsta útflutningsverð, er þeir gætu boð- ið fisk sinn fyrir. Nefndin átti þannig að ákveða lúgmarksuerd á útfluttum fiski, en annað ekki. Mikið var rætt um þetta mál þá, en því lauk á þann veg, að fisk- kaupmenn og útgerðarmenn feldu lillögur nefndarinnar með mikl- um atkvæðamun. Síðan hefir ekkert nýtt gerst í þessu máli. Þau „samtök", sem „Morgunblaðið" gumar nú af að útgerðarmenn hafi gert, eru að eins þannig, að togarafélögin hér í bænum, sem eiga mikið óselt af stórfiski, sennilega nálægt 100 þúsund skippundum, sem hefir verið í óskiljanlega iágu verði, hafa komið sér saman um að hafa enga innbyrdis scimkeppni um sölima, heldur fela h.f. Kueldúlfi ásamt meðráðandi nefnd útgerð- armanna að selja allan þenna fyr- irliggjandi stórfisk, og sjá um hæfilegar sendingar i einu til Spánar. Munu þeir senda fyrsta farminn bráðlega til Spánar. Fjár- hagslega ábyrgð bera eigendur fiskjarins víst að tiltölu við fisk- magn. Hvorkl Vestíirðingar, Vest- mannaeyingar né yfirleitt aðrir út- gerðarmenn útan Reykjavíkur munu eiga nokkurn þátt í þess- um „samtökum", og er því ekki um nein landssamtök útgerðar- manna að ræða ná heldur nein varanleg samtök, þ3r sem þetta mun að eins gilda fyrir stórfisk þann, sem nú liggur hér óseki- ur. Gera má ráð fyrir því, að þessi „hringur" muni geta seit fiskinn nokkuð hærra verði en boöið hef- ir verið, énda mun fiskverð á Spáni vera hækkandi vegna ó- nógra birgða þar og hækkandi verð á norskum fiski vegna hækk- unar norsku krónunnar, en af því flýtur eðlilega hækkandi verð á íslenzkum fiski. Eins er víst, að auðveldara er að hækka verðið á íslenzka fiskinum, þegar mikið af honum er á einni hendi, enda þótt töluvert verði boðið fram hjá þessum togara-„samtökum“. ■ En hitt sést og, að þetta er enn sem komið er eingöngu liags- munamál íslenzku togarafélag- anna og pá helzt stœrsta félags- ins, h.f. Kveldúlfs. Aðrir lands- menn hafa lítið gagn af, þó að verðið hækkaði í þet'.a sinn. Út- gerðarmenn úti um land eru ut- an við þetta, og sjómenn og verkafólk hefir engan hag af því. Tii þess að koma lagi á fisksöl- una þarf að þjóðnýta hana, hafa alþjóðarsamtök um hana á þá leið, að allir hagnist af, ef vel gengur, og það ekki eitt og eitt ár í senn, heldur varanlega, ekki undir stjórn sjálfkjörinna útgerð- armanna, heldur undir stjórn verkálýdsins, sjómanna, verka- manna og ríkisins. Togarafélögin hafa með þessum „samtökum" sínum viðurkent, að „frjáls sam- keppni" stoði ekki, en þá á að stíga sporið fult, þjóðnýta fisk- söluna. Vegfarandi. Afkvæðaftillur við iaradkjðrið. Tölurnar úr Þingeyjarsýslum, sem hér fara á eftir, eru sam- kvæmt FB.-skeyti 30. okt. Þar eð þær greina einnig tölu þeirra, sem á kjörskrá voru, eru þær teknar hér i heild, þó að sumar atkvæða- tölurnar hafi áður verið birtar hér í blaðinu. 1 Suður-Þingeyjarsýslu kusu: I Tjörneshreppi 28 af 96 á kjörskrá, í Húsavíkurhreppi 179 af 238, í Aðaldalshreppi 47 af 116, í Reyk- dælahreppi 70 af 145, i Skútu- staðahreppi 60 af 151, í Bárðdæla- hreppi 39 af 71, í Ljósavatns- hreppi 41 af 102, í Flateyjarhreppi 12 af 29, í Hálshreppi 31 af 130, í Svaibarðsstrandarhreppi 48 af 88, í Grýtubakkahreppi 45 af 170. I Norður-Þingeyjarsýslu kusu: í Sauðaneshreppi 51 af 125 á kjörskrá, í PresthóJahreppi 96 af' 143, í Svalbarðshreppi 29 af 68, i Öxarfjarðarhreppi 37 af 68, 1- Fjallahreppi 10 af 20 og í Keldu- hverfishreppi 49 af 87. 1 Rangárvallasýslu kusu um 700 við landskjörið. Om slaifiiis? og vegisstt. Næturíæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 4 uppi, sími 614. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag kl. 4, 45 mín. e. m., en á morgun kl. 4, 30 mín. \ Þenna dag árið 1197 andaðist Jón Loftsson i Odda. Allra heilagra meása er í dag. Var dagurinn heilagur haldinn í kaþólskum siði Á Vest- fjörðum er venja að eta svið í dag til tilbreytingar. Þar er dagurinn þvi oft nefndur sviðamessa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.