Alþýðublaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 3
Bnmaytafélaoið Nye ðanske Iranðforsilrlup Selskab eitt af ajira eiztu, tryggustu ög efnuðustu vátryggingarfélögum Norð- urlanda tekur i brunaábyrgð allar eignir manna hverju nafni sem nefnast. Hvergi betri vátryggingarkjoF. W Dpagið ekki að v&tryggja par til i er kviknað Aðalumboðsmaður fyrir Island er Sighvaíar BJarnsssosi, Amtmannsstig '2. Gullbrúðkaup -• eiga i dag hjónin Álfheiður Sig- 'urðardóttir og Benedikt Kristjáns- son í Einholti i Hornafirði. Hafa þau eignast 12 börn og eru 11 á Iífi. Meðal þeirra eru séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ og Guðjón Benediktsson skáid hér í Réykja- vik. Á lífi eru nú yfir 40 barnabörn gullbrúðhjónanna. Þórbergur Þórðarsson flutti erindi sitt í gær fyrir troð- fullu húsi, og varð þó fjöldi fólks, er ætlaði að hlusta á hann, frá að hverfa. Erindið var einkarsnjalt, sem vænta mátti, og kryddað ýms- uiii smellnum setningum og skarp- legum athugunum. Það stóð yfir fulla hálfa aðra klukku- stund. — Öhæfa er, að börnum sé liðið að vera með hávaða í forstofu hússins, meðan erindi eru flutt. Hættur veiðum er togarinn „Eiríkur rauði“. Var hann að veiðum fyrir Austurlandi, en var kallaður heim og skipverjar afskráöir. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund annað kvöld kl. 8V2 > . í kaupþingssalnum í Eimskipaféiags- húsinu. Björn Bl. Jónsson segir ferðasögu. Felix Guðmundsson talar urn kosningar. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 11 stiga frost. Átt austlæg. Stormur í Vestmannaeyjum og dálítii snjó- koma. Annars staðar lygnara, en allmjög mismtmandi, og þurt veður. Djúp loftvægislægð fyrir sunnan land. Útlit: Á Suðvesturlandi (Mýr- dal til Reykjaness) hvöss austanátt og dálitil úrkoma. Hægviðri á Vest- fjörðum og Norðurlandi, en litil snjókonia, og á Austurlandi nokkur Snjókoma. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,50 100 kr. sænskar .... — 122,17 100 kr. norskar .... — 114,09 Dollar...................- 4,5714, 100 frankar Iranskir. . . — 14,58 100 gyllini hollenzk . . — 183,11 100 gullmörk þýzk. . . — l()8.8! Græníandsumræður voru á síðasta Stúdentafélagsfundi. Niðurstaða engin. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. það kiæðisfat alveg gegnvott og leit út eins og blautur silkipappir. Tindurinn á hold- f jallinu var hin furðulegasta sýn. Það var a!- veg eins og höfuðið væri hárlaust með öllu; en upp úr berum skallanum stóð mikill fjöldi teina, um sex þumlunga á lengd. Þessir teinar stóðu út í allar áttir, og með því að þeir voru úr glitrandi málmi, þá minti höfuðið á einhvern bjartan Phöbus Appollon, þann, sem fékk viðurnefnið „hinn fjarskeytti", eða ef til vill ætti ég að nefna einhvern grimman Maenad með rafmagns- snákum með nikkelskinni eða þá einhvern nýtízku-herguð, sem spýtti eitruðu gasi út úr skógi af pípum ? Uppi yfir holdfjallinu var stór hlutur úr málmi, skínandi, íhvolfí þak, sem allar pípurnar voru festar við. Þessu var þannig háttað, að sá, sem ókunnur hefði verið því, sem hér fór fram, hefði getað verið í vafa um, hvort fjallið héldi þakinu uppi eða héngi neðan í því. Þetta var eins og einhver táknmynd eftir vitskertan Iista- mann og ógerlegt að sjá, hvað merkja ætti! Frá þakinu kom hiti. Út úr svitaholum holdfjallsins kom sviti. Ég get ekki fuilyrt, að ég sæi svitann beinlínis fljóta út úr ein- stökum svitaholum. Mér skilst svo, sem svitaholur séu litlar og gjósi ekki sýnilegum skvettum. En ég sá lítil rensli sameinast og verða að lækjum, lækina verða að fljótum, sem runnu ofan eftir hlíðum holdfjallsins, og sameinast í hafinu á gólfinu. Ég tók líka eftir því, að þegar holdfjöll verða fyrir mikl- um hita, þá fá þau ekki staðið uppi af eigin ramleik. Þau hafa tilhneigingu til þess að bráðna og fletjast út. Nauðsyn bar til þess, að þetta bákn fengi stuðning, og þess vegna voru hér þrjár þjónustumeyjar, ein, sem stóð undir hvorum handarkrika, og sú þriðja með öllu tvisýnna haldi undir höku fjallsins. Á hálfrar mínútu fresti eða þar um bil heyrðist þessi brestandi stuna frá bákninu, sem hófst og féll niður á víxl: „0-o-o-o-o-o-ó!“ Eftir hvert óp var sem alt ætlaði að renna niður; skriðurnar lögðu af stað, og hinar lifandi kvenstoðir streittust við. Madama Planchet tók til máls og hvíslaði eins og á leiksviði; „Dýrkun fegurðarguðs- ins!“ ímyndunarafl mitt barst á vængjum. Ég sá göfugar Vestumeyjar tendra helgan eld í musterum á eyjum í bláum, grískum höf- um. Ég sá musterisþjóna veifa reykelsinu og alvarlega, skeggjaða presta með myrtus- sveiga á höfði ganga í skrúðgöngu. Ég fór að hugsa um, hvort hinn ungi guð fegurðar- innar hefði nokkru sinni frá því, að heimur hófst, horft á eins einkennilega dýrkunar- siði frá kristallshásæti sínu! Við gengum þegjandi frá dyrunum, og madaman læsti hurðinni, og um leið dró nokkuð úr andvörpum bandingjans og am- moniakþefnum. Ég sá ekki framan <í Smið vegna þess, að hann hafði snúið sér frá okkur. Rosythe var svo góður að brosa fram- an í mig og hvísla; „Vini yðar er ekkert um íegurðina!“ En svo bætti hann við: „En hvað haldið þér að hann hafi átt við með þessari vitleysu um ,verð lífsins’ og .hiutskifti, er guð hefir valið‘?“ „Getur það verið, að þér hafið ekki skilið petta ?“ spurði ég. „Nei; svei mér þá.“ „Góði vinur minn!“ svaraði ég. „Þér sögð- uð okkur ekki, hvers konar staður þetta væri; Smiður hélt, að það hlyti að vera fæðingar- stofnun.“ j Kvikmyndadómarinn fyrir „Times“ Vest- urborgax horfði allra snöggvast á mig eins og ringlaður. En þá kom upp úr hálsi hans hljóö, sem líkast var jarmi úr ungri sauð- kind, er kendi sárt til. Smiðux hrökk við,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.