Alþýðublaðið - 04.11.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 04.11.1926, Page 1
Gefið út af Alþýðuflokknum 1926. Fimtudaginn 4. nóvember. 257. tölublað. Styðjið ísienzkan iðnað í Stór útsala ffllla pessa viku á tau" bútum ot| ýmsum ffata- einum, bæði á eldri og yugpi. Stórkostleg verð- lækkun. Notið islenzkar vörur. Komið i Afgr. ilafoss. Simi 404. — Hafnarstr. 17. Stéttabaráttan i Danmörku. Jafnaðarmenn setja gerbóta- mönnum tvo kosti. (Eftir tilkynningu frá sendiherra Dana 2. nóv.) Um afstöðuna í stjórnmálunum ritar „Social-demokraten“ (aðal- blað jafnaðarmanna) á iaugardag- , inn, að ef breytingartillögur ger- bótamanna við kreppuvarnalögin séu að eins samkomulagsgrund- völlur, sem í verulegum atriðurn verði breytt til muna, þá sé unt að halda áfram samkomulagstil- raunum stutta stund. Ef breyt- ingarnar séu sama sem ítrustu boð til samkomulags, jrá sé eng- inn slægur í samkomulagstilraun- um um formsatriði og lítilfjör- iegar breytingar, því að það dragi að eins á langinn að óþörfu. „Pá verður ekki komist hjá stjórn- arfarslegumi afleiðingum.“ Eft- ir nefndarfund á föstudaginn sagði Stauning forsætisráðherra á almennum stjórnmálafundi, að hann hefði ástæðu til að ætla, að hinar fram komnu breytingar væru úrslitakröfur, og ef- haldið væri fast við þær, væri engin önnur úrlausnarleið til en kosn- ingar. — 1 Af þessu er Ijóst, að jafnaðar- mannastjórnin ætlar heldur að segja upp stuðningi gerbótamanna (frjálslyndra fulltrúa úr stétt burgeisa) en veita þeim færi á að neyta hans til að hindra ráð- stafanir hennar til að bæta úr atvinnuleysisvandræðunum. Alþýðublaðið er sex síður í dag. keiMf heldur Verkakvennafél. »Framsökn« innan verkalýðsfélaganna föstu- daginn 5. þ. m. kl. 81/* í Iðnó. Skemtiskrá: 1. Ræða. 2. Qamanleikur (Bónorðið). 3. Nýjar gamanvísur (Reirih. Richter). 4. Gamanleikur (Kvennaslægð). Mætið stundvíslega! Fjölmennið! — Aðgöngumiðar seldir í Iðnó eftir kl. 1 á föstudaginn. Nefndim. Aðalfundur skipstjóra- og stýrimanna-félagsins „Kári“ í Hafnarfirði verður haldinn miðvikudaginn 17. p. m. kl. 8 siðd. i húsi Hjálpræðishersins í Hafnarfirði. Dagskrá s / 1. Breyting á 5. gr. skipulagsskrár félagsins. 2. Að öðru leyti samkvæmt lögum félagsins. Stjóraiii. Khöfn, FB., 3. nóv. Pílturinn, sem svartliðar drápu, talinn saklaus. Frá Berlín er sírnað, að sam- kvæmt fregnum, er þangað hafa borist frá Milano, sé álit manna, að sonur prentarans hafi verið saklaus af því að hafa skotið á Mussolini, en tilræðismaðurinn muni hafa komist undan á flótta, 'og hafi mannfjöldinn þvi drepið piltinn í misgáningi. Lögreglan í Bologna fullyrðir hið gagnstæða. Miklar æsingar af völdum svart- liða eru víða í ítalíu. Hafa þeir samið lista yfir fjölda andstæð- inga sinna, sem þeir segjast munu taka af lífi, verði Mussolini myrt- ur. Fullyrt er, að andstæðingafé- lag svartliða, sem hafi deildir bæði á Italíu og Frakklandi, á- formi nýtt banatilræði. Khöfn, FB., 4. nóv. Svartliðar misþyrma frönskum járnbrautarmönnum. Frá París er símað, að svart- liðar í landamærabænum Venti- miglia hafi misþyrmt frönskum járnbrautarmönnum og brotist inn í bústað frakkneska konsúlsins þar I borginni. (Ventimiglia í héraðinu Porto Maurizo í ítalíu, á frakk- nesk-ítölsku landamærunum, þar sem áin Roja rennur í Miðjarðar- hafið. 1 Ventimiglia eru 14—15 000 íbúar.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.