Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ um og úrlausnum. Hvers er pá von um hina, sem ver eru við búnir? — Þá er gerð grein fyrir stafsetningu ritsins, en hún er su, er nýlega hefir verið sampykt af ýmsum kennurum og málfræð- ingum. Munar pví einu frá staf- setningunni á AlpýÖublaðinu, að z er rituð á nokkru fleiri stöð- um og samhljóði tvöfaldaður nokkru víðar. Stafsetning pessi er í meira samræmi við eðli og rétt skilcla sögu íslenzkunnar en nokk- ur önnur. — Síðast í ritinu eru „ritfregnir". Ritar par Ólafur Lár- usson um „Nýja sáttmála", Sig- urður Nordal um „Hundrað hug- vekjur" og Guðm. G. Bárðarson náttúrufræðikennari um „Fiskana“ eftir Bjarna Sæmundsson. — Þar fyrir aftan eru enn sextán blað- síður af auglýsingum og að auki tvær á kápu. Hér hefir nú værið rakið stutt- lega efni þessa heftis. Trúlegt er, að ýmsir þykist verða fyrir von- brigðum um ritið af þessu hefti. Því miður þarf vel að leita — bet- ur en flestir hafa tóm til —, ef þar á að finna nokkra hugmynd, sem ekki er gamalkunnug, þótt ef til vill sé ööruvísi búin en áð- ur. Þar er og fátt eitt, er vísi fram á leið; þar er helzt til. að dreifa þessu eftir Ágást, Ólaf og Davið. Það er líka varla von til annars. Hvergi svo mikið sem bregður fyrir enn sem komið cr minsta glampa af annari aðal- menningarstefnu nútímáns og það þeirrj, sem framtíðin heyrir, jafnaðarsteínunni. í því efni þarf sjónarheimur ritsins að víkka og í því að birtast meira líf, meira fjör, meiri dirfska, meiri móður, meiri framsýni, meira hásæi, meiri andleg glóð, ef ekki á að fara fyrir íslenzkum almenningi, ssm ritið er ætlað, eins og fór fyrir þeim, sem þetta ritar. Eftir lest- Urinn beið hann þess, að í hug- anum mótaðist heildarmynd af á- hrifunum, sem ’nöí'undarnir höfðu haft á hann með greinum sínum í heftinu. Alt í einu skaut upp í hugann alveg að óvöru þetta ili- yrmi; „Það eru tómir dauðir menn, naha, naha, nah.“ „Réttur“ er kominn út. Utsölu annast Bóka- búðin, Laugavegi 46. Sigur jafnaðarmanna við lénsþingkosningar í Svíþjöð. Lénsþingkosningar hafa nýlega farið fram í Svíþjóð. Fóru þær svo, að hægrimenn (íhaldsmenn) töpuðu 43 íulltrúasætum og frjáls- lyndu flokkarnir 12. Fulltrúum jafnaðarmannaflokkanna fjölgaði um 58. Fengu lýðræðis-jafnaðar- menn 76 nýja fulltrúa, en sam- eignarsinnar mistu 18. Kvðid. Hjörðin rennur heim að bænurn; hennar smalinn gætir vel. Baula kýr á bala grænum. Brokka hestar sléttan mel. Upp í gilið fuglinn flýgur. Fellur skuggi yfir dal. Bak við Múlann sólin sígur sumarhlýjan júlídag. Litlu börnin leikjum hætta; langt er orðið dagsins stjá; blessun hinna beztu vætta blundinn væran gerir þá. Heim frá störfum halda allir. Húmið faðmar sæ og strönd. Svefninn opnar hulduhallir. HiIIir uppi drgumalönd. Amicus. Kaaphækkim 1 Rússlaiidi. Eftir ósk miðstjórnar sambands verklýðsfélaganna í Sambands- veldi ráðstjórnarlýðvelda jafnað- armanna í Rússlandi (S. S. S. R.) hefir alþýðufulltrúaráð ríkisins sett stjórnarnefnd til að íhuga kauphækkun hjá hinum þjóðnýttu iðnaðarfyrirtækjum næsta fjár- hagsár, er hófst í október. Nefndin ákvað að hækka kaup verka- manna í þessum iðjugreinum: við kola- og málm-nám, málmsmíði, efnavinslu, vefnaðariðju og vinslu leirs, glers og eldspýtna; enn fremur á kaup járnbrautar-verka- fólks og póstmanna og símafólks að hækka. Kauphækkunin á að ná til •þeirra, sem lægst eru launaðir, ólærðra og hálflærðra verka- manna, með því að kaup lærðra vérkamanna sé þegar sæmilega hátt. (T. U. B.) Dm daginn og veginn. Næturlæknir er i nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Þórbergur Þórðarson ætlar að endurtaka erindi sitt: „Lifandi kristindómur óg ég“, á sunnudaginn kemur. Til ensku kolanámumannanna, samskot, afhent Alþýðublaðinu: Frá Ölafi Guðmundssyni, Bergþóru- götu 18, kr. 4,00, frá Oddi Sigur- geirssyni, ritstjóra „Harðjaxls“, Kárastíg 7, kr. 5,00. „Morgunblaðið“ hefir nú sýnt hug sinn til verka- manna, eins og hann er. Þ-að minn- ist ekki einu orði á nauðsyn atvinnu- bóta, og hefir þó blaðið vitað, að það mál liggur fyrir bæiarstjórn í dag. Var því gott tækifæri fyrir það í dag að sýna umhyggju sína fyrir hag verkamanna. En það held- ur að eins áfram samskotamasi sínu, og segir, að sér hafi borist þakkir fyrir það. Svo lýgur blað- ið, að þær séu frá „fjölda verka- manna", en rnenn vita, hvaðan þær eru. Þær eru, ef þær eru nokkrar, frá stóratvinnurekendunum, og allur þessi gauragangur „Mgbl.“ stafar af því, eins og það játar óbeint í dag, að þeir óttast, að ef íslenzkum verkamönnum tekst að senda ensku námuverkamönnunuin dálídnn glaðn- in'g handa hungruðum börnum þeirra, þá muni enskir verkamenn ef til vill sýna þakklætishug sinn á þann hátt að senda verkamönnum hér styrk, ef atvinnurekendur neyddu þá til verkfallsvarnar gegn kúgunartilraun, og að um hann gæti munað. Þess vegna láta þeir blað sitt reyna að spilla samskotunum. Atvinnurekendur segja upp kanp- samningi. Atvinnurekendur í Hafnarfirði sögðu 1. þ. m. upp kaupsainningi við hafnfirzka verkamenn frá næsta nýjári. Samkvæmt samningnum var kaupið þar kr. 1,20 |mn kl.stund við alla algenga vinnu. Samningnum var heimilað að segja upp við áramót með tveggja mánaða uppsagnar- fresti. Landhelgisbrot. „Fálkinn-1 tók þýzkan togara af ólöglegum veiðum vestur af Dyr- hólaey og kom með hann hingað í morgun. Bæjarstjórnai fundur er í dag. 7 mál eru á dagskrá, þar á meðal tillögur „atvinnuleysis- nefndarinnar“ og áætlun um tekjur og gjöld hafnarinnar. Verkakvennafélagíð „Framsökn“ heldur fund i kvöld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.