Alþýðublaðið - 06.11.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 06.11.1926, Page 1
AlþýðublaðiO Gefið út af Alþýðuflokknum 1926. Laugardaginn 6. nóvember. 259. tölublað. SjómaMBiatélaig Reyhjaviknr. Fnndur í Bárunni (niðri) í kvöld, 6. p. m., kl. 8 síðd. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Fulltrúakosning. 3. Nefndarkosning o. fl. Utanfélagsmenn geta ekki fengið aðgang að pessum fundi. Félagsmenn sýni skirteini sin við innganginn. Stjórnin. Þinpof í Danmörku. Kosning til pjóðpingsins ráð- gerð 30. p. m. (Eftir tilk. frá sendiherra Dana.) Samkoinulagstilraununum milli jafnaðarmanna og gerbótamanna í kreppuvarnanefndinni lauk án á- rangurs seint á fimtudagsnóttiua. Nefndin leggur fram álit sitt, og önnur umræða um frumvarp stjórn- arinnar er búist við að verði í dag í síðasta lagi, og muni pá frumvarpið verða felt. Spurningum blaðanna um, hvort pað gildi ping- rof og kosningar svarar 'Stauning forsætisráðherra játandi. Álitið er, að kosningar geti farið fram 30. p. m. Wiii ái* alþýðustjÓFii i Rússlandi. Á morgun eru liðin níu ár, síð- an alpýðustjórn meirihluta-jafnað- armanna („bolsivika") í Rússlandi tók að sér yfirráð pessa víðlend- asta og fjöhnennasta ríkis í Norð- urálfu og breytti skipulaginu par. Síðan henni tókst að friða land- ið fyrir uppreistum og yfirgangi. innlendra og erlendra burgeisa, hafa framfarir aukist par hröðum skrefum. Má lesa um pað í grein eftir Hendrik J. S. Ottósson í ný- útkomnum „Rétti“. Alpýðustjórn- in er nú orðin svo föst í sessi í Rússlandi, að alveg eru hættar að koma auðvaldsfregnir um pað, að nú sé hún að rníssa tökin, en slík fregn kom framan af svo að segja í öðru hvoru skeyti. Eugéne V. Debs látinn. Siðan í gær hefir Alpýðublaðið fengið pá fregn í útlendum blöð- um, að Eugéne V. Debs, er af- mælis hans var minst í gær, hefði látist 21. f. m. Hann misti heils- una í 32 mánaða fangelsisvist sinni. Mannréttindi sín, ei hann var sviftur fyrir baráttu sina gegn ófriði, hafði hann eigi fengið aftur, er hann lézt. Oddeyri seld. Bæjarfélag Akureyrar gabbað. Bæjarbúar mótmæla einróma. Akureyri, FB„ 5. nóv. Fjölmennur borgarafundur var tíaldinn í gærkveldi um sölu Odd- eyrar. Kaupandinn er Rágnar Ól- afsson. Það upplýstist á fundin- um, að sölunni hafði verið hald- ið leyndri, en samningum haldið áfram, við bæinn í tvo mánuði eftir að sala til Ragnars var um garð gengin. Eftir hvassar umræð- ur var feld með 108 atkvæðum gegn 91 svo feld tillaga: „Þar sem Harald Westergaard málaflutningsmaður virðist nú nokkurn tíma hafa haft bæjar- stjórnina eða bæjarstjórann að leiksoppi með pví að látast vera að semja við bæinn um kaup á Oddeyrinni, eftir að sala til ann- ars var fyrir nokkru fullgerð, lít- ur almennur borgarafundur á Ak- ureyri pannig á, að eftir svo ó- sæmilega framkomu gagnvart bæjarfélaginu ætti téður Wester- gaard ekki að hafa aðsetur í Ak- ureyrarbæ, og skorar pví á hann að hverfa burtu héðan hið skjót- asta.“ Sampykt var i einu hljóði svo- feld tillaga: „Almennur borgarafundur á Ak- ureyri telur bæjarfélaginu bakað ómetanlegt ,tjón með pví, að Oddeyrin skuli hafa gengið úr greipum bæjarins við síðustu eig- endaskifti. Lýsir fundurinn megnri gremju yfir úrslitum pessa máls og þeim brögðum, er beitt hefir verið til pess að koma í veg fyr- ir, að Akureyrarkaupstaður gæti gert kauptilboð í eignina. Skor- ar fundurinn á bæjarstjórn að víta fyrir fyrrverandi eigendum og umráðamönnum Oddeyrar söluaðferð pá, er beitt hefir verið og reyna af fremsta megni, ef nokkur leið er fyrir hendi, að fá kaupunum rift í þeim tilgangi, að bæjarfélaginu geti gefist kost- ur á að gera kauptilboð í eign- ina.“ Oddeyrin er eign Sameinuðu ís- lenzku verzlananna. Westergaard er umboðsmaður „Diskonto og Revisionsbanken", sem selur eign- ina. Dagur. Islenclingur. Verkamannafélagið „Hlíf“ í Hafnarfirði heldur fund á morg- un (sunnud.) kl. 4 e. m. í húsi Hjálpræðishersins í Hafnarfirði. At- vinnumálin verða tfl umræðu. Þenna dag árið 1632 var orrustan við Lútzen, par sem Gústav Adolf féll. Alpýðublaðið er sex síður í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.