Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ R LUÝIHUBLA®!© í kcuiur ut á hverjuin virkum degi. ! Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j tii kl. 7 síðd. •j Skriístofa á santa stað opin kl. ! 9'2— 10' o árd. Og kl. 8—9 siðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ! (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ! mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 ; tiver ntm. eindálka. I'rentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan li sama húsi, sömu símar). Fisksalan enn. í ,;Vísi“ á miðvikudaginn er birt viðtal við Gísla J. Johnsen, kaupmann og útgerðarmánn í Vestmannaeyjum. Er þar minst á íisksöluna og samtökin um að færa hana á eina hönd, og segir Gísli J. Johnsen par meðal ann- ars: „Enginn vafi er á því, að útboð á fiski úr öllum áttum ger- ir það að verkum, að verðið fer niður úr öllu valdi. Það mun mega segja með nokkrum sanni, að það verð, sem við höfum feng- ið fyrir saltfisk í' sumar, sé jafn- vel lægra en Norðmenn hafa fengið fyrir sinn fisk, og má þar miklð um kenna því sölufyrir- komulagi, sem verið hefir, þar sem hver hcfir baukað í sínu horni.“ Og enn segir hann: „Núna á þessu ári mun það víst hafa komið fyrir, að einhverjir, sem iengist hafa við fiskverzlun hér heima, hafi jafnvel gengið svo langt að seija SpánVerjum heila iis/.farma löngu áður en þeir áttu fiskinn til, en þetta hefir hins vegar haft þær afleiðingar vegna þess, að fiskur þessi var keypt- ur óheyrilega lágu verði, að bein niðurfærsia hefir oröið á veröinu. Ef þetta hefði ekki verið geri, íinst mér líklegt, að eins vel' Itefði mátt fá 135 krónur fyrir skip- pundið af íslenzkum fiski eins og það verð, sent fengist hefir.“ ■ Þarna er viðurkent áf manni, sem varla mun neitað að hafi vit á iisksölu, að ef fisksalan hefði ekki verið í þeirri órefðu og skipulagsieysi, sem Alþýðuílokk- urinn heíir jafnan átalið, þá hefði mátt fá 135 krónur fyrir skip- pundið. Til samanburðar tná geta þess, að útgerðarmenn lýstu sjálf- ir yfir því árið 1923, þegar allur útgerðarkostnaður var nnklu hærri en nú og útgerðarfyrirtækin miklu skuldugri, að útgerðin bæri sig þá, ei 125 kr. fengjust fyrir skip- pundið. Eftir því .ættu svo sem 100 kr. vel að nægja nú. Er nú ekki blöðugt að hugsa tii þess, að meira en 35 króna ágóða á hverju skipþundi af íslenzkum fiski skuli hafa verið slept út í veður og \ind a,ð eins fyrir ó- reiðu og þrálæti 1 burgeisa gegn kröfu AÍþýðuflokksins um einka- sölu á fiskinum og togaraflotinn síðan stöðvaöur iangan tíma og þúsundir vinnandi fólks sviftar atvinnu án þess að geta kent öðru um en lágu fiskverði? Víst er það blóðugt, og það er meira að segja þjóðarskömm, að slík vit’eysa sem þessi skuli hafa drottnað yfir hugum margra iög- gjafa þjóðarinnar árum saman. íhugmiarefni fyrir verkamenn í Hafnarfirði. Á þeirn stöðum, sem skyndilega hafa vaxið að fólksfjölda vegna nægrar atvinnu, er það stórt og þungt reiðarslag, sem á skellur, er atvinnulaust verður. Hafnarfjörður er eitt slíkt dæmi. í byrjun ársins 1924 vex atvinnu- líf svo ört, að fólk streymir að hvaðanæfa. Otgerð óx þá svo, að við fyrir iiggjandi skip bættusí sex enskir botnvörpungar frá út- gerðarféiaginu Hellyer & Bros. Við hingaðkomu þess félags bæltust mjög kjör manna, er und- an farið höfðu verið mjög b.':g. En eins og áður er sagt, er nú svo komið, að örðugleikar ‘fólks eru orðnir jafnaumir og þeir áður voru, enda ekki undarlegt, þar sem íbúatala hefir vaxið hröðum skrefum og atvinna brást svo með öllu jafnskyndilega og hún kom. Þegar það svo bætist við, að sumarvinna brást með öllu hjá allflestum, er fyrirsjáanlegt, að neyðin gerir vart við sig, og enda ekki örgrant, aö hún sé nú þegar skollin á. Hin knýjandi nauðsyn, sem sprottin er áf örbirgð atvinnu- leysisins, krefst þess; ’að gerð sé tilraun til þess að bæta úr þvi fári. ----------------f------------------- Togaraflotinn liggur við festar hér á höfniiini, og fólkið bíður eftir því, að honum sé hrundið af stað til þess að afla mönnum hinna brýnustu lífsnauðsynja. Og þar sem einu mögúleikarnir fólki til framfæris liggja í togaraút- gerðinni, er það uridarlegt, að þeir, sem yfir þeim ráða og með peningavöldih fara, skuli vera svo tilfinningalausir fyrir velferð bæj- arfélagsins, að halda einu lífsvon- inni hlekkjaðri mánuð eftir mánuð. Þegar nú ástandið er þannig, er skiljanlegt, að atvinnurekendur nota það sér í vil tii að reyna að þrýsta niður kaupi hinnar vinn- andi stéttar, enda er það komið á daginn, þar sem þpir hafa ^agt upp nú gildandi kaupsamningi. Verkamenn! Hér er alvörumál á ferðum, þar sem verið er svo bersýnilegá að þrengja að þörf- um ykkar. Ber ykkur því brýn nauðsyn ti! að vera á verði og auka sem bezt samtök^kkar. Kröfum ykkar, sem byggðar eru á sanngjörnum vel- ferðar-grundveili, þurfið þið að fylgja með festu og þrautseigju samtakanna. Ef atvinnurekendur geta ekki íuilnægt kröfum ykkar um nauð- syniegustu þarfir, þá er s-jáffsagt, að yfirráðin séu flutt yfir til al- [jýðunnar, þar sem hún hvort eð er skapar verðmætin sjálf með vinnu sinni, [)ótt hún svo hins vegar hafi alið útgerðarmenn og valdhafa á arði sinnar iðju. Baráttan er hafin af hendi kúg- aranna. Verið því samhuga í að láta ekki.undan ofureflinu, heldur taka á móti og linna ekki látum fyrr en þið hafið unnið sigur jg hrint af ykkur þrælahaldinu. Enginn má skorast undan merkj- um. Allir verkamenn verða að taka þátt í baráttunni. Og þeir, sem enn þá standa ut- an við félagsskapinn,- verða að taka þátt í baráttunni með því að ganga í félagið, og því fyrr, því betra, því að „sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér.“ Hafnarfirði, 1. nóv. 1926. P. S. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag kl. 4(4 e. m., en á morgun kl. 4, 15 mín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.