Alþýðublaðið - 06.11.1926, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1926, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ góðir borgarar. Var sveinninn til menta settur og lagði stuncl á lögfræði, en svo segist honum sjálfum frá, að ekki haf'i hann alt af sótt námið af kappi. Iþrótta- maður mikill var hann og tungu- málamaður. Hneigðist hugur hans snemma mjög að söguljóðum og þjóðkvæðum. Pýddi hann nokkur þeirra úr þýzku og fékk gefin út rétt fyrir aldamótin. Líka orti hann nokkur smákvæði þjóðsögu- legs efnis, en ekki gerðu þau hann frægan. Um aldamótin giftist hann og gerðist sýslumaður í Selkirk. Virt- ist nú ekki annað liggja fyrir honum en frægðarlaust og and- lítið líf. En þá kom byltingin. Walter Scott var að langfeðga- tali kominn af hinum svo nefndu Mæraættum (Borders). Þær bjuggu nálægt landamærunum og áttu jafnan í illdeilum við Eng- lendinga. Scott hafði lesið margt um þessa forfeður sína og var ó- venjulega minnugur á þá hluti. Nú bar það við, að greifadóttir nokkur úr fjarlægu héraði gift- ist hertoga einum af Mærafólki og frænda Scotts í framættir. Heyrði hún ýmsar þjóðsagnir um forfeður bónda síns og gerði sér far um að kynnast þsim sem bezt. Þar kom, að hún bað Scott að yrkja nokkuð urn þá frændur. Hann neitaði því ekki. Nokkru síðar sýndi hann^ vinum sínum tveimur upphaf á miklu söguljóði, er hann hafði byrjað. Höfðu þeir engin orð um ljóðið að lestrinum loknum, og hugði Scott, að það kæmi af því, að þeim litist ver á það en þeir vildu hafa orð á fyrir kurteisi. Brendi hann því handritið þegar eftir burtför þeirra. Nokkru síðar hitti hann annan vinanpa, og spurði sá þegar, hvað iioi kvæðinu. Scott sagði sem var. „Það er il!a!“ segir vinurinn. Kvað hann sig og vin sinn eigi hafa getað dæmt kvæðið af skyndingu, því að þar væri nýung á ferÖinni. En þeir hefðu rætt mikiö um það á heim- leiðinni og talið æskilegt, að það kjemi sem fyrst fyrir almennings- augu. Tók nú Scott til óspiltra málanna, og kom kvæðabálkur þessi — Ljóð hins síöasta Mæra- skálds — út 1805. Varð Scott jafnskjótt frægur um allan hinn enskulesandi heim. Seinna ritaði hann fleiri sögu- kvæði. Hann var þó ekki ljóða- skáld í þess orðs venjulega skiln- ingi, en lýsingar hans eru sannar, og honum tekst oft vel að segja frá því, sem hann ætlar sér. Hann ritaði einnig fjölmargar sögur, og yrði oflangt að telja þær allar hér upp.. Sumar þeirra hafa verið þýddar á íslenzku (fvar hlújárn, Kynjalyfið). Eru all- ar þessar sögur fjörlega skrif- aðar, og þrátt fyrir allan fjöld- ann kemur jafnan ný hlið á skáldskap Scotts fram í hverri sögu. Ein hin merkasta er „Hjart- að í Miðlothían" (það er Edin- borg, þvi að hún stendur í miðju héraði með því nafni), og þyrfti hún að komast á íslenzku. En hér er enginn tími til að greina nánar frá ritstörfum Scotts eða „fjármálastússi" hans, en hins er rétt að geta, að hann dó 21. sept. 1832 og var þá löngu heims- frægur. Þessum afburðamanni hafa Skotar reist minnisvarða, 200 feta háan, rétt hjá Prinoes Street. Er hann geröur í gotneskum stíl og prýddur 64 líkönum af ýmsum söguhetjum Scotts. Þar eru gamlir kunningjar eins og t. d. Ríkharð- ur Ljónshjarta, Musterisriddarinn og Rebekka Gyðingsdóttir. Minn- isvarði'þessi er talinn einna merk- astur í öllum heimi, enda kostaði hann meira en 16 þúsundir ster- lingspunda. Hringstigi liggur upp varðann að innan, alla leið upp undir topp. 1 honum eru 287 þrep. Hægt er að ganga út á paíla eða svalir víðs vegar á leiðinni neðan, en annars er víða dimt í stiganum. Otsýni yfir Edinborg er ágætt ofan af efsta pallinum. Ég hefi sagt hér svona ná- kvæmlega frá Scott (og er pó farið á hundavaði yfir flest), af þvi að enginn getur komið til Edinborgar án þess að verða á einhvern hátt var við skáldið Walter Scott. (Frh.) wi Khöfn, FB., 5. nóv. ÞingkosningariBandarikjunum. Frá New York er símað, að þingkosningar í Bandaríkjunum hafi eflt flokk sérveldismanna, en þó sé sennilegt, að samveldismenn hafi meiri hluta i báðum deildum. Úrslit eru enn ókunn. Samsæri á Krím. Frá Moskva er símað, að sam- særi hafi komist upp á Krím gegn stjórninni, undir forustu fyrr ver- andi rússneskra liðsforingja. 118 voru handteknir. Ungverjaland og Rúmenia. Frá BerJín er símað, að ung- verskur þingmaður hafi fullyrt í þingræðu, að stjórnin áformi, að Ungverjaland gangi í persónusam- band við Rúmeníu og Carol ríkis- erfingi verði konungur. Um daginn og vegiim. Næturlæknir er í nótt Ölgfur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181, og aðra nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Næturvörður er næslu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson (ferming), kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkj- unni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur prófessor Níelsson. í Landakotskirkju kl. 9 f. m..hámessa kl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikun. I Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen predikar. (Efnið er auglýst á öðrum stað í blað- inu.) — 1 Sjómannastofunni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir vel- komnir. — Á sunnudaginn var var spítalakirkja kgþólska trúboðsins í Hafnarfirði vígð. Á rnorgun verður þar kl. 9 f. m. söngmessa og kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Sjómannafélag Reýkjavíkur heldur fund í Bárusalnum' í kvöld kl. 8 og kýs fulltrúa á sambands- þingið. Félagar! Gætið þess að fjöl- sækja fúndinn. 37Ö ár eru á morgun frá lífláti Jóns bisk- ups Arasonar og sona hans, Ara lögmanns og séra Bjarnar. Eftir það hélzt sú venja í Skagafirði í 200 ár, að konur báru jafnan sorgarklæðn- að 7. nóvember. Stjörnufélagið. Fundur á morgun kl. 3 >,4. Flutt erindi. Gestir. Fulltrúar á sambandsþingið. Á fundi Sjómannafélags Hafnar- fjarðar í gær voru kosnir fulltrú-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.