Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Leikfélag Reykjavikur. Spanskflugan verður leikin í Iðnó sunnud. 7. þ. m. kl. 8Vs síðdegis. Hljómleikar milli pátta undir stjórn E. Thoroddsens. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó i dag frá kl. 4 — 7 og á morgun frá 10—12 og eftir kl. 2. Sfðasta sinn. Ath. Menn eru beðnir að koma stundvislega, pví húsinu verður lokað um leið og leikurinn hefst. Simi 12. Sfirsai 12. 0 -t—' r.ij' ^ Vegna hins ágæta árangurs af verðlækkun okkar á fargjöldum á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur höfum við frá í dag ákveðið að lækka innanbæjarakstur á5-manna- vögnum úr 3 kr. niður í 2 kr. til þess að gefa fólki enn á ný kost á að sýna þakklæti sitt með því að ferðast með bifreiðum okkar, þar eð við höfum orðið þess varir, að fólk skilur, hvað verðlækkun gildir á þessum atvinnuleysistímum. Nýja bifreiðastoðin i Kolasundi. Simi 1529. Simi 1529. Havana-vindlar. Vegna þess, að tollur á vindlum er lagður á eftir þyngd þeirra og stórhækkaði um síðustu áramót, svarar nú bezt kostnaði fyrir alla þá, sem reykja, að kaupa VERULEGA GÓÐA VINDLA, því að tollurinn er jafnhár af góðum sem lélegum vindlum. Tó- baksverzlun fslands h.f. hefir nú, til þess að útvega viðskiftamönn- um sínum beztu vindlana og sjá um, að þeir fái sem mest verð- mæti fyrir peninga sína, náð beinu sambandi við Cuba um beztu Vindla heimsins, Havanavindla, í stað þess, að þessir vindlar hafa áður verið keyptir gegn um ýrnsa milliliði í Norðurálfunni. Tóbaks- verzlun íslands h.f. er nú orÖin einkasali hér á landi fyrir HENRY CLAY AND BOCK & CO. Ltd. HAVANA, sem eiga helztu vindlaverksmiðj- (urnar í Cuba, og býður því þeim, sem við hana skifta, kaupmönn- um og kaupfélöguin, egta Havanavindla: Bock, Hen- ry Clay, Cabanas, Villar y Villar, Manuel Garcia, La Co- rona, Murias, La Meridiana o. fl. heimsfrægar tegundir, fyrir svo lágt verð, að sjálfsagt verður fyrir alla þá, sem reykja vilja góða vindla, að kaupa HAVANA-VINDLA. Ins. um, sem féllu þar nálægt 1500, ann- aðhvort í bardaga, sem enskir menn og þýzkir háðu þar, eða í öðrum, sem ábóti í Viðey og menn hans áttu við Engiendinga á þess- um slóðum. Úskaði P. Þ. þessa get- ið til viðbótar grein sinni. fslenzkvara. Svellþykt sauðakjöt af Barðaströnd á 1,10 pr. V* kg., sykursaRað spað- kjöt frá Bíldudal 65 aura. Tólg, Kæfa, Harðfiskur, Riklingur. Gjaf- verð. Æðardúnn og Fiður, ágætis- vara, mjög ódýrt. LAUGAVEGI 64. Sími 1403. í Aðventkirkjunni, kl. 8 síðdegis á morgun, verður ræðuefnið: Gula hættan eða upp- gangur Austurlandaþjóðanna og þýðing hans í ljósi»spádómanna. AUir velkomnir! O. J. Olsen. Ódýrar málningar-viirur. Til að ' rýma fyrir öðrum vörum vil ég selja allar málningar-vör- urnar fyrir afar-lágt verð. Málarar og húsasmiðir! Notið þetta sjaldgæfa tækifæri og birgið yður upp. Yður býðst ekki annað eins verð á málningu í bráð. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Sími 830. Sími 830. „Örnin“, Laugavegi 20 A, tekur reið- hjól til geymslu. Reiðhjól eru geymd í herbergi með miðstöðvarhita. Ath: Öll reiðhjól eru vátrygð gegn bruna, þjófnaði og skemdum. Simi 1161. Simi 1161. Herluf Glausen, Simi 39. Mjólk fæst i Alþýðubrauðgerðinni. „Husið við Norðurá“ fæst sér- prentaö á afgreiöslu Alþýðublaðsins, ódýrt. Börn, sem vilja selja söguna á /götum og í húsum, gefi sig fram i afgreiðslunni livenær sem er á daginn. Há sölulaun. Fundinn sjálfblekungur, vitjist á Grettisgötu 35 B. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Frá Alþýðubrauðgerðinni. Vinar- brauð fást strax kl. 8 á morgnana. Niðursoðnir ávextir beztir og ódýrastir í Kaupfélaginu. Verzlið við Vikar! Það verður notadrýgst. Sokkar — sokkar — sokkar frá prjónastofunni Mahn eru islenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Ritstjórl og ábyrgðarmaður Hailbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.