Alþýðublaðið - 08.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1926, Blaðsíða 3
3 ALP \ tíujiLÁDIÐ son, Guðmundur Einarsson, Sigurður Ölafsson og Aðalbjörn Krisiiánsson. Stórhríðar hafa verið á Norðurlandi síðustu daga, og í gær var hríð og ofsa- veður hér austan fjalls. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn i morgun.) Hér í Reykjavík er „in- flúenzan'* lík og hún var um næst- siðustu helgi, ekki mjög útbreidd. Enginn hefir dáið úr henni hér og ekki verið mikil vanhöld í skólun- um. Að öðru leyti er gott heilsufar hér, engin barnaveiki, taugaveiki né aðrar farsóttir. Á Vestur- og Norð- ur-landi er gott heilsufar, par sem fréttir hafa náðst af, en þær hafa ekki getað fengist úr Eyjafirði og þaðan austur úr sökum simabilana. Fimti orgelhljómleikur Páls isólfssonar verður á miðviku- daginn kl. 814 í fríkirkjunni. Ge- org Takács fiðluleikari aðstoðar. Sala aðgöngumiða hófst í dag. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 2 stiga frost, þar sem símasamband hefir náðst. Víðast norðan- og austan- hvassviðri. Snjóhreytingur í Reykja- vík og suður með sjó, en meiri snjókoma á ísafirði. Veðurfréttir hafa ekki náðst af Norðurlandi. Loftvægislægð um Suðausturland. Útlií: Norðlæg att og víðast hvass- viðr: áfram. Litil snjókoma hér í grend, en nokkru meiri í nótt á Suðvesturlandi (Suðurlandsláglend- inu). Hríð í nótt á Vestfjörðum og Noröurlandi. Formann skólanefndarinnar hér i Reykjavík hefir mentamála- stjórnin skipað Knút Zimsen borgar- stjóra. Skipafréttir. „Esja“ kom í fjnra kvöld, eins og við var búist. Þýzkur togari kom hingað í nótt. Útlandasiminn er enn ekki kominn í lag. Skejyta- viðskifti við útlönd annast loft- skeytastöðin. Simablaðið, 5. tbl., sept.—okt. 1926, flytur frá- sagnir, greinir og ræður um 20 ára afmæli landssímans o. fl. Guðlast hefði ihaldsstjórnin sjálfsagt ein- hverju sinni kallað, ef annars stað- Talsvert af smádrengjanærfaín- aði selst fyrir hálfvirði næstu daga. Millifatapeysur á drengi og stúlkur afar-ódýrar. Aiidrés j&mdréssom, Laugavegi 3. Hjálparstöð hjúkrunarfélagsins. „Líknar“ er opin: Mánudaga..........kl. 11 — 12 S. h> Þriðjudaga........— 5 — 6 e. - Miðvikudaga.......— 3— 4 - - Föstud^ga............— 5-6-- Laugardaga...........— 3 — 4 - - ísfisksala. ar hefði staðið pau ummæli ,,Mgbl.“' í gær, í „lesbókinni", er pað svo nefnir, að náttúran sendi stríð yfir mannkynið. Þarna eru auðvalds- braskarar og manndrápaforingjar kallaðir „náttúra" og látnir tákna alheimsstjórnara eða guð. Annars er grein sú, sem nefnd er „Fólks- fjölgun í heiminum", valið sýnis- horn af „siðfræði“ burgeisa og framsett par svo svívirðileg lífsskoð- un, að við pví var að búast, að „Mgbl.“ pætti tilvalið að „gæða“ lesendum sínum á henni á sunnu- degi. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. inn Jesaja, rétt áður en þé? komuð inn. Um áttatíu kynslóðir kvenna hafa lifað á jörð- unni síðan um hans daga. Þær hafa fengið kosningarréttinn, en sýnilega ekki uppgötv- að neitt nýtt til pess að skreyta sig með. Yður kann að vera ókunnugt um sum af orð- um spámannsins, en ef pér veitið peim ná- kvæma athygli, pá munuð þér sjá, að pér hafið alt, sem par er upptalið: .öklaspenn- urnar, ennisböndin, hálstinglin, eyrnaperlurn- ar, armhringana, andlitsskýlurnar, motrana, öklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfrapingin, fingurgullin, nefhringaná, glitklæðin, nær- klæðin, möttlana og pyngjurnar, speglana, líndúkana, vefjarhettina og slæðurnar‘.“ Meðan Smiður var að fara yfir pessa upp- talningu, rendi hann augunum yfir hvern hlutann af öðrum af hinum dásamlega „frá- gangi“ Maríu Magna. Það er hægt að gera sér í hugarlund, hvernig henni hefir pótt að standa andspænis honum, — pessi djarf- lega, fjörmikla stúlka, sem pér hafið séð leika „Kleópötru“ og „Salóme" og „Dubarry" og „Önnu Boleyn“ og ég veit ekki hvað margar aðrar frægar vændiskonur og drottn- ingar. Framkoma Jiennar og hættir í daglegu lífi eru algerlega eins furðulegir. Hún er af- burðafögur og dökk á brún og brá, og hún ber utan á sér alla pá liti, sem til eru. Þegar hún gengur eftir strætunum, pá er sem heil skrautsýning af fánum sé á ferðinni. Ég pori að veðja um pað, að auk demantanna, sem vel geta hafa verið stælingar einar, hefir hún ekki borið minna en fimm púsund doll- ara virði utan á sér pessa kvöldstund. Stór, dökkur hattur meÖ blómagarði og hluta af fuglahúsi efst, — en til hvers er að fara aftur yfir upptalningu Jesaja? „Alt nema nefhringarnir,“ sagði Smiður, „og peir kunna að vera komnir í tizku næstu viku.“ „Hvað er um speglana?" skaut Rosythe inn í, og pótti gaman að pessu. „Biðjið pér fyrir yður,“ sagði ég til varnar féiaga mínum. „Heltu úr handtöskunni pinni, María!“ María hafði ekki litið af Smið, meðan á öllu pessu stóð. „Svo að pér eruð pá áreið- anlega einn af pessum trúarbragðamönnum!11 hrópaði hún. „Ég skal ábyrgjast, að pér mun- uð vita nákvæmlega, hvað pér eigið að gera, án pess, að yður sé nokkuð leiðbeint! Er petta ekki gersamlega ótrúlegt!“ Og á pessu mikilsverða augnabliki lauk T—S upp dyr- unum og vagaði inn! XII. Þér pekkið vitanlega kvikmyndastjörnurn- ar, en verið getur, að pér pekkið ekki hina stærri himinlíkami, hinar dökku, pögulu og ósýnilegu stjörnur, sem hinar, er birtuna bera, sækja mátt sinn til. En lofið mér pá að kynna yður T—S, en pað er stytting í verzlunar- heiminum úr nafni, er enginn getur munað, nafni, sem jafnvel skrifarar hans verða að hafa.ritað á pappírsmiða fyrir framan sig við ritvélarnar, — Tszchnirczklefritszch. Hann kom fyrir nokkurum árum frá Rúteniu eða Rúmelíu eða Rúmeníu, — einhverju pessara landa, par sem samhljóðendurnir eru svo miklu fieiri en hljóðstafirnir. Ef pér eruð jafnríkur og hann, pá getið pér kallað hann Abey, sem er auðvelt; annars getið pér nefnt hann T—S, sem hann felst á sem hluta af breytingunni v ð að verða Ameríkumaður. Hann er minni en meðalmaður á hæð og helir sannfærst um, að hann getur ekki vaxið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.