Alþýðublaðið - 10.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ < kemur út á hverjum virkum degi. [ 4 ■ ~ ■’ -------► 5 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við { < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. » ! til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama staö opin ki. ► ! 9Va— ÍO1/^ árd. og ki. 8 — 9 siðd. t j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > ! (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á > } mánuði. Augiýsingaverö kr. 0,15 f * hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan í HáliflH sýmlslioraa Það er ekki ótíít, að eitt og annað sé skrifað um jafnaðar- stefnuna í Ihaldsblöðin. Sem von er, sjá pau í henni sinn höfuð- fjanda og láta því ekkerí færi ónotað til þess að lýsa bölvun sinni yfir henni. Hreinar undan- tekningar eru þeir Ihaldsmenn, sem pora að rökræða jafnaðar- steínuna við andstæðinga sína. Þá sjaidan einhver íhaldsmanna hættir sár út í rökræður um jafn- aðarsíefnuna, verður hann venju- lega að athlægi um endilúngí Is- land. 1 Morgunblaðinu 28. og 29. ág. s. I. er grein, sem heitir: „Nokkur orð um jafnaðarstefnuna“, og er hún eftir einhvern Jóhann Eyjólfs- son (iiklega fyrr verandi alþingis- mann). Greinin er ágætt sýnis- horn þess, hvernig rök íhalds- manna eru, er þeir deila á jafn- aðarmenn. Þar segir svo: „Aðalhugsjón þeirra (þ. e. jafn- aðarmanna) er, að enginn einka- auður sé til, og eiginlega, að eng- inn eigi neitt. Bóndinn á ekki að eiga orfið, rekuna né reipin, hvað þá heldur nokkra skepnu. Sjó- maðurinn á ekki að eiga netið, færið né öngulinn og þá því síð- ur bátinn. Smiðurinn ekki hefil- inn né sögina og skraddarinn ekki skærin né nálina o. s. frv." Álíka vitlaust og þessar til- færðu línur er að heita má öll greinin, og er vesalings maðurinn sannarlega aumkunarverður fyrir fáfræði sína um jafnaðarstefnuna. Víðs vegar í blöðum innlendra og erlendra jafnaðarmanna er þjóðnýtingin tekir, til meðferðar, og hefði manni þessum átt að vera vorkunnarlaust að hafa kynt sér þær skoðanir, og hefði hann þá komist hjá því að verða að athlægi fyrir þessar staðleysur sínar. Nú síðast hefir Ólafur Frið- riksson ritað ágæta grein um jafnaðarstefnuna í „Eimreið- ina“, og er þar einmitt. skýrt mörkuð afstaðan í þessu efni. Þar segir svo á bls. 105: „Við jafnaðarmenn erum stund- um spurðir að, hvort við viljum láta þjóðnýta öll framleiðslutæki. Svarið er: Við viljum pjóð'nýta alla framleiðslu, sem er pannig hátiað, að hagkvœmara er að reka fyrirtœkin í stórum stíl en smáum. En þar sem þjóðnýting verður ekki framkvæmd, af pví hún af pessum orsökum á ekki við, viljum við að komið verði á öflugum samvinnufélagsskap meðal smáframleiöenda og þeim trygt fult verð fyrir afurðir sínar með ríkiseinkasölu á þeim.“ (Let- urbr. hér.) Það er varla hægt að segja þetta skýrara en hér er gert. Og sá, sem samt sem áður heldur hinu fram, gerir það ekki lengur vegna fáfræði, heldur af einhverj- um öðrum hvötum. Hið eina virð- ingarverða við áður nefnda „Morgunbl.“-grein er það, að maðurinn gerir tilraun — þó ö- fuilkomin sé — til að rökræða um jafnaðarstefnuna. („Jafnaðarmaðurinn".) Um daglnn og vegim. Næturlæknir er i nótt Guðmundur Thoroddsen, Fjólugötu 13, simi 231. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum i cíag og á .morgun kl. 4, 15 mín.-e. m. Veðrið. Hiti 4 og 3 stig. Átt austlæg. Hvassviðri og regn í Vestmanna- eyjum. Annars staðar miklu lygn- ara'. Líiið regn i Grindavik. Annars staðar þurt veður. Ófrétt af Norð- urlandi. Loftvægislægð við Suður- land. Útlit: Austlæg átt. Gott veður á Norðurlandi. Dálítið regn á Suð- ur- og Austur-landi. Iþökufundur er í kvöld. Orgelhljóníleikur Páls ísólfssonar er í kvöld #. 81/2 i fríkirkjunni. Ofþjökun hests refsað. I dag var maður með svo ofhlað- inn hestvagn neðst á Hverfisgötu á leiö upp eftir, að hesturinn rann í hverju spori og komst ekki áfram. Gekk þá maður að og leysti vagn- inn frá. Ökumaðurinn brást illa við, en hinn rak honum þá löðrung og" gekk síðan burtu. ökumaðurinn létti þá af vagninum og hélt síðan áfram. „Sex verur leita hcfundar, leikrit, sem ætti að semja“, sjón- leik eftir Luigi Pirandello, ætlar Leikfélag Reykjavíkur að sýna i fyrsta sinni annaö kvöld. Þenna dag árið 1483 fæddist Marteinn Lúther. Skipafréttir. „Gullfoss" fór til Vestfjarða i gærkveldi. „Bo nía'’ kom í gærkveldí frá útlöndum, en „Lagarfoss" í nótt. Togararnir. „Belgaum'1 kom hingað snöggvast í gærkveldi. Mun hann nú vera á leið til Englands með aflann. „Brúarfoss“ á hið nýja skip að heita, sem Eimskipafélag íslands er að láta smiða, Fossinn, sem það ber nafn aí, er í Hítará á Mýrum. Skipið verður á stærð við „Goðafoss". Það á að verða fullgert i marzmánuði og koma hingao, þegar liður á þann mánuð. Simabilanir eru svo miklar nú, að ritsimasam- band næst héðan lengst til ísa- fjarðar og þó að eins við og við, en talsímasamband ekki. Útlanda- siminn er enn bilaður. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,57 100 kr. sænskar .... — 122,12 100 kr. norskar .... — 114,15 Dollar.................- 4,573/4 100 frankar frapskir. . . — 15,26 100 gyllini hollenzk . . — 183,21 100 gullmörk þýzk ... — 108,68 „17. júni“, 1. tbl. 4. árg., er nýkomið hingað. Þar er fremst grein um Friðrik Ás- mundsson Brekkan með mynd af honum. Þá er þýðing á „Pílagríms- ljóðum“ Ingemanns eftir F. Á. B., „Sumarmál“, ræða eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund, flutt við sum- arfagnað íslenzkra stúdenta í vor, sem leið, „Utanfararstyrkur til blaða- nu;nua“ eftir ritstjórann, Þorf. Kr., „íslenzk handrit og íslenzkir munir á söfnum i Höfn“, „ísland og Is- lendingar érlendis“, „Bókafregnir" (um Thorvaldsen og um Franz af Assisi) og • síðast „Arjneníumorðin og orsakir þeirra“ eftir Aage Meyer Benediktsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.