Alþýðublaðið - 11.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1926, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ alIþýöiiblaÍib] kemur út á hverjum virkum degi. | Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 ard. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10 V2 árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. AuglÝsingaver0 kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu simar). Leynlvínsalar. Lögreglan hér í borginni hefir nýlega kært þá 8 menn, er nú skal greina, fyrir óJöglega vínsölu. Ólafur Lárusson Fjeldsted, sem nú um hríð hefir átt heima í Örtröð, sumarbústað í Ártúnslandi í Mosfellssveit, var fyrir nokkru settur í fangelsi til ao taka út reísingu, sem hann hafði alllöngu áður verið dæmdur í fyrir endur- tekna ólöglega áfengissölu. Nú bíður hann auk þess dóms fyrir sams konar broí á ný. Hinir eru: Guðrún Jónsdóítir, Bergþónigötu 12, Axel Dahlstedt, veitingamaður í kaffihúsinu „FjaUkonan", Ás- grímur Jónsson, fyrr verandi inn- heimtumaður Reykjavíkurbæjar, Jósef K. Sigurðsson, þjónn Ás- gríms, Sigurður Berndsen kaup- maður, Bergstaoastræti 8 A, Guðm. Jónsson, Bergstaðastc., og Ingvar Sigurðsson á Vegamótastíg. Axel Dahlstedt veitingamaður er einnig kærður fyrir vínsmyglun. Sigurð- ur Berndsen er ákærður fyrir margítrekaða áfengissölu. Ás- grímur, Jósef og Sigurður Bernds- sen sitja í gæzluvarðhaldi. Guð- mundur Jónsson óg Ingvar Sig- urðsson hafa báðir játað brot sín. Bíða þau öll dóms. Búist er við, að enn fleiri leynivínsalar verði teknir fastir innan skamms. Veitir og sannarlega ekki af, að unnið sé-af því af kappi að upprætá áfengisknæpurnar. Svo mikil spill- ing stendur af þeim, að þess verð- ur að vænta, að vínsölunum verði veittar eftirminnilegar ráðningar, svo sem lög standa framast til. Einnig bíður Sæmunda Jóns- dóttir, kona Ólafs Lárussonar Fjeldsteds, fangelsisrefsingar, sem hún hefir áður verið dæmd til fyrjr ólöglega yinsölu. Enn frermir eru í fangelsi til að taka út refsingu, sem þerr hafa áður verið dæmdir í fyrir ólöglega vínsölu: Hallgrímur T. Hallgríms kaupmaður, Skóla- vörðustíg 19, og Ásgeir leynivín- sali Ásmundsson frá Seli. ,FjaIla~Eyvlndur' f „Allét'-ieikhúsinu I KhSfn. Khöfn, í október 1926. „Allé"-leikhúsið hefir tekið sér fyrir hendur að sýna Kaupmanna- hafnarbúum „Fjalla-Eyvind". Jo- hannes Nielsen hefir ávalt borið kærleika til þessa rits, alt frá því, að það varð til. Það var hann, sem kom þvi á framfæri við Dag- mar-leikhúsið 1914, og lék hann þá Arnes. Höllu lék frii Klara Schwartz. Hún hefir fyrir löngu fest yndi á þessu hlutverki, en ekki leikið í því fyrr en nú. Henni tókst all- vel a köflum, einkum í fyrsta og öðrum þætti. Leikur hennar varð áhrifaminni í þriðja og þó einkum fjórða þætti. Leikur hennar þolir ekki samanburð \dð list frú Guð- rúnar Indriðadóttur, sérsíaklega hvað snertir tvo siðustu þært- ina. Meðal annars var rödd henn- ar ekki nógu sterk,í síðustu þátt- unum. Annars var meðferð henn- ar á Höllu ekki til neinna lýta. Eyvind lék Gunnar Tolnæs. Hann er gestur við leikhúsið. Hon- um tókst bezt í fjórða þætti. Nokkurra fram úr skarandi hæfi- leika gætti ekki hjá þessum leik- anda, en rödd hans og hinn norski hreimur féíí vel inn í hlut- verkið. Arnes var leikinn af Jakob Niel- sen. Gervi hans og leikur var alt annað en Andrésar heitins Björns- sonar á síhum tima. Frá mér að sjá gerði hann helzt til mikið ill-' menni úr Arnes, og gervið var ekki gott. Björn hreppstjöra lék Holger Reenberg, og gerði það vel, enda var gervi hans og klæðaburður einna bezt allra leik- enda. Þó var eins og „dytti úr honum botninn" 1 þriðja þætti, og leikurinn m'isti áhrif við það, hve fáir voru í aðsókninni, og engar urðu ryskingar. Þá má geta þriggja leikenda enn þá, sem ss Arngríms holds- wika, er Charles Wilken lék, Jón» bónda, er Aage Redal lék, ög Guðfinnu, er Marie Niedermann lék. Þessi hlutverk voru öll vel leikin, þó sízt Jón bóndi, og var Friðfinnur þar miklu betri. Um Guðfinnu er það að segja, að ég hefði ekki trúað þv'í, að það væri ekki frú Efemía Waage, sem lék hana hér, hefði ég ekki séð það svart á hvítu; svo var leikur og málrómur M. N. lík- ur frú E. W. Að öllu samanlögðu var með- ferð leikenda dágóð, einkum allra hinna minni hlutverka. Þeir gerðtt sitt betur en þeir, er með fóru á íslandi, meðaí annars undir- ritaður, er „hafði þá æru" á sín- um tíma að „leika" annan bónda. — En Tóta var þó betur leikin á Islandi. Nú sat „Tóta" (ungfrú Anna Borg) og horfði á dönsku Tótu, og þótti ekki mikið til koma. Johannes Nielsen hafði búið til leiks. Það var auðséð, að hann haíði gert sér alt far um að vanda það verk, og hann slapp furðan- lega frá því. Þó myndi Islending- um þykja margt þar óðru vísi en ætti að vera. T. d. voru fjöllin ekki íslandsleg að sjá, þó að ann- ar þáttur væri „fagur á að líta". Þar var þröngur dalur og há, tindótt fjöll að baki með skógi klæddar hlíðar. — Baðstofan í fyrsta þætti var góð og kofinn í fjórða þætti. Maður heyrðí þuldrið í fossinum, og snjóhríðin setti hroll í mann. , Ég tek undir það með dönsku blöðunum, að konunglega leik- húsið ætti að sýna leik þenna. Þar eru leikkraftar, sem ráðá við efnið, og Jeiksviðið er stórt. Hér dró það nokkuð úr áhrifunum, hve leiksviðið er lítið. „Fjalla-Eyvindur" fyllir þó hús á hverju kvöldi, en líklega á kvennagullið Gunnar Tolnæs mestan þátt í því, enda fékk hann vagnhleðslu af blómum fyrsta kvöjdið. Kvenþjóðin er svo hjart- anleg í hans garð. Þorf. Kr. Mngroíið i Danmðrko. (Tilkynníng frá sendiherra Dana.) Reykjavik, 10. nóv. Eftir að þjóðþingið hafði á íaugardagskvöldið breytt aðal-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.