Alþýðublaðið - 11.11.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 11.11.1926, Side 3
ALPÍ oudLáB!3 3 ákvæ&unum i kreppufrumvarpi stiörnarinnar eða felt þau lýsti Stauning forsætisráðherra yfir þvi, að ráðuneytið gæti ekki tekið á sig ábyrgðina á því að halda áfram nieð frumvarpið, heldur myndi fara fram á þingrof. Með opnu bréfi síðar verður þjóðþingið rofið 1. dezember. Samkvæmt tilkynningum frá stjórninni fara kosningar fram 2. dezember. Um daglnn og veglnn. Nœturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Tbor- valdsensstræti 4, sími 1580. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag kl. 4, 15 min. e. m., en á morgun kl. 4 e. m. „Dagsbrúnar“-fundur verður í kvöld kl. 8 í G.-T.-hús- inu. Félagar! Fjöhnennið! Símabilanir eru einhverjar enn á kaflanum frá Skriðulandi vestan við Heljardais- heiði að Skjálfandafijóti. Símasam- þandið er í lagi þar fyrir austan að Seyðisfirði. Einnig er síminn í lagi héðan að Sauðárkróki, svo og til ísafjarðar og Stykkishólms, og skemdir hafa ekki orðið á Suður- landssimanum. Síminn á Hjaltlands- eyjum er kominn í lag; en sökum simabilananna nyrðra er skeytasam- band héðan við útlönd að eins loft- leiðina. (Eftir símtali i dag við Gisla J. Ólafsson símastjóra.) Veörið. Hiti 4—1 stig. Átt austlæg. Stinn- jpgs kaldi í Vestmannaeyjum. Ann- ars staðar hægur. Deyfa á fsafirði og Seyðisfirði. Annars staðar þurt veður. Ófrétt af Norðurlandi. Loft- vægislægð fyrir sunnan land. Otlit: Austlæg átt, viða hæg, nema senni- lega allhvöss á Suðvesturlandi (Suð- urlandsláglendinu) í nótt. Purt veð- ur og frostlítið hér í grend. Frost- laust á Suður- og Austur-landi. Sums staðar dálítil úrkoma í öðr- um landsfjórðungum. Marteínsmessa er i dag, gamall minning'ardagur kaþólsku kirkjunnar um Martein frá Tours, er dó mn 400. Það var greftr- unardagur hans. Marteinn Lúther var skírður þenna dag, dagimi eftir að hann fæddist, og hlaut því nafn dýrlingsins. Togararnir. „Ólafur“ kom frá Englandi í gær. „Gyllir“ kom í morgun af veiðum. „Belgaum'* var með 2000 kassa, þeg- ar hann kom inn í ífyrra dag. Skipafréttir. „Esja“ fer síðdegis á morgun vest- ur og norður um land í hringferð. í kviknaði í morgun lítils háttar á Laugavegi '46, í fötum, sem verið var að þurka við ofnpípu. Slökkviliðið slökti fljótlega, og urðu engar skemd- ir, sem teljandi væru. Orgelhljómleikur Páls Isólfssonar í gærkveldi var fjölsóttur, sem maklegt var. Siðasta lagið varð Páll að hætta við að leika sökum lasleika. Hann er enn talsvert lasinn í dag. „Sex verur leita höfundar“ verður leikið í fyrsta sinn hér í kvöld. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gj'llini hollenzk 100 gullmörk þýzk. ísfisksala. . kr. 22,15 . — 121,64 . - 122,12 . — 114,70 ■ - 4,578/, . — 14,90 . — 183,18 . — 108,62 „Skúli fógeti“ seldi í gær i Eng- landi hluta af afla sínum fyrir 1070 sterlingspund. R ImÍ OB i Nýkomið: j ■ 1 í Brefsefm j 8 i möppum og kössum. 1 1 Mikið úrval, lágt.verð. i Bókaverzlun Arinbf. Sveinbjarnarsonar V BBlIIBnillBBIIIB & Lauprdagnrinn er siðasti dagur útsol- unnar. Notið tækifærið til að kaupa ódýrt. PostuIEns', leir-, gler-, og aluminiums-vörur. Dömutöskur, Barnaleikföng og ýmisskonar tækifærisgjafir K. Eliarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Simi 915. Sími 915. Að eins eitt var rétt í frásögn „Mgbl.“ i fyrra dag mn spritt-tunnurekann á Rauðasandi: Tunnuna rak. Hún var ekki full, eins og það sagði, heldur milli hálfs og fulls. Hana rak ekki á land Good-Templara, eins og það sagði. Á Rauðasandi eru tveir templarar, en ekki einn, eins og stóð í „Mgbl.“ — Þetta er að eins lítið dæmi þess, hve nákvæmar fréttir „Mgbl.“ flyt- ur. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. um það? Ég geri það, og þér sjáið alla hringana og borðana og alt mögulegt, sem hún kaupir fyrir peningana. Hún lítur út eins og skrautgripabúð og leikfangabúð í einní kássu, þegar hún gengur um göturnar." „Herra Smiður var elnmitt að gefa mér ákúrur fyrir það,“ sagði María. „Ég held helzt, að ef þér borgið honum kaup, þá muni hann gefa fátæklingunum það.“ „Ef ég borga honum kaup, þá á hann það, og hann má gefa gæsunum það mín vegna. Hvað segið þér, herra Smiður?" Ég beið með óþofinmæði eftir að heyra, hverju hann svaraði, en á þessari sömu stundu voru dyrnar að „fæðingarstofnun- inni“ opnaðar, og madama Planchet hrópaði inn: „Hérna er hún!“ Og holdfjallið birtist, stutt af tveimur musterismeyjum. XIII. „Ó! Guð minn!“ stundi frú T—S og saup hveljur. „Ég er að deyja!" Eiginmaður hennar svaraði, og geislaði af honum ánægjan: „Þú hefir þá farið og gert það aftur!“ Frú T—S: „Eg geri það aldrei aftur.“ Eiginmaðurinn: „Þetta segir þú alt af. Gleymdu því, -mamma! Nú er alt ágætt. Þú þarft ekki að láta eiga við hárið á þér í næstu sex mánuði!" Frú T—S: „Ég verð að leggjast niður. Ég er að deyja, Abey! Svei mér þá! Lof mér aÖ komast að legubekknum." Eiginmaðurinn: „En, múmma! nú verðum við að komast til þess að borða!“ „Ég get ekkert borðað.“ „Hvað þá!“ Hræðslan var einlæg í orðum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.