Alþýðublaðið - 13.11.1926, Side 5

Alþýðublaðið - 13.11.1926, Side 5
ALEÝÐUBLAÐIÐ B staðinn, hafði þegar selst talsvert á annað hundrað aðgöngumiða. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 2 barnaguðsþjónusta, er séra Friðrik Hallgrímsson heldur, kl. 5 séra Fr. H. 1 íríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakots- kirkju kl. 9 hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 Að- ventkirkjunni kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen predikar. — í Sjómannastof- unni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir velkomnir. — I spítalakiidqu kaþólskra manna I Hafnarfirði verð- ur kl. 9 f. m. söngmessa og kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Simabilanir milli Ljósavatns og Breiðumýrar voru ekki að, fullu bættar skömmu fyrir hádegið og sambandið til Aust- fjarða og útlanda því ekki komið í lag. (Eftir simtali í dag við Gísla .1. Ölafsson símastjóra.) „Sex verur leita höfundar11 verður leikið annað kvöld. Togararnir. „Skallagrímur'1 kóm af veiðum í morgun með 900 kassa. ísfisksala. „Egill Skallagrímsson" seldi afla jsinn í Englandi fyrir 1300 sterlings- pund og „Hávarður Isfirðingur" fyr- ir 1066 stpd. Veðrið. Hiti 4—0 stig. Átt víðast norðlæg, hvöss í Stykkishólmi og snarpur vindur í Reykjavík. Annars staðar lygnara. Þurt hér um slóðir, en lítii snjókoma, þar sem til fréttist, í öðrum landsfjórðungum. Djúp loft- vægislægð fyrir suðaustan land á norðausturleið. Ctlit: Hvöss norð- læg átt. Hríð á Vestfjörðum og krapahríð á Austfjörðum og Norð- urlandi.' Crkomulítið hér syðra, en kólnar við Faxaflóa og Breiðafjörð. Skipafréttir. „Esja“ fór í gærkveldi vestur og norður um land í hringferð. Listasafn Einars Jónssonar verður opið á morgun kl. 1—3. .nheit á Strandarkirkju. afhent Alþýðublaðinu: Frá konu kr. 2,00. Skemtifund heldur unglingastúkan „Æskan“ pr. 1 á morgun. Sýningu opnar Guðmundur Einarsson á morgun á vinnustofunni, Grettisgötu 1. Sýningin verður opin til 1. dez- ember. „Bókmentir" heitir vélritað blað, sem Pétur G. Guömundsson er farinn að gefa út. Því er ætlað að flytja fræðslu um útlendar bókmentir, geta íslenzkra úrvalsbóka og flytja leiðbeiningar um val á þeim og óhlutdrægar um- sagnir. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Hljómsveit Reykjavikur heldur 2. hljómleika sína á morgun í Nýja Bíó. Athygli þeirra, senr hljómleikana sækja — og það ættu því, að hljömleikarnir hefjast kl. 3, sem flestir að gera —, skal vakin á en ekki kl. 4, eins og áður hefir verið. V ef naðarnámsskeið er nýbyrjað í húsi Listvinafélags- ins, og veitir frú Karólína Guð- mundsdóttir því forstöðu fyrir Heimilisiðnaðarfélagið eins og áður. Á námsskeiðinu eru 14 nemendur, 12 konur og 2 karlmenn. Vefa nem- endurnir þar margvíslega fagra dúka til ýnísra nota, rúmóbreiður, borðdúka, gluggatjöld, kaffidúka, handklæði og margt fleira. Ekki þarf nema að koma þarna inn til að sjá, að þar fer fram mikils- verð menningarstarfsemi. Verkakvennafélagið „Framsókn“. Deildarstjórafundur er á morg- un, sunnudaginn 14. þ. m., kl. 3 í Alþýðuhúsinu. Áríðandi er, að allar sæki fundinn. — Formaður nefnd- arinnar. Gengi erlendra mynta I dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,77 100 kr. sænskar .... — 122,07 100 kr. norskar .... — 114,59 Dollar.................- 4,578/4 100 frankar franskir. . . — 15,40 100 gyllini hollenzk . . — 183,08 100 gullmörk þýzk... — 108,56 „Kóngsdóttirin fagra“ heitir æfintýri eftir Bjarna M. Jónsson kennara í Grindavík, og er það nýlega komið út í sérstakri bók. Æfintýrið er fagurt, léttilega ritað, og er þetta því ágæt barna- bók. „Skinfaxi“ 2. hefti 1926, er kominn út og flytur m. a. kvæði eftir Jóhannes Kolbeinsson, er nefnist „Runhenda íslenzkra vormanna", grein um skað- semi vindlinga og frásögn af „Nor- egsförinni 1925“ eftir Sigurð Greips- son. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. það fram að lyftivélinni. María geklt með Smið, og ég rak lestina. Bifreið T—S beið við dyrnar, og þetta var bifreið í lagi. Húp var löng eins og vöru- vagn, smíðuð úr byssumálmi eða einhverju þess konar; risahjólin voru úr samfeldum málmi og aurspjöldin svo stór og þykk, að þetta líktist brynjaðri hermannabifreið. Auka- hjól voru sitt hvorum megin og önnur tvö voru bundin á að aftan. Bifreiðarstjórinn var í einkennisbúningi, og við hlið hans var þjónn, er ekkert gerðí annað en að opna dyrnar og heilsa þeim, er í bifreiðina sté. lnnan í var alt eins og legubekkirnir í flatn- ingshúsi madömunnar; maður féll niður í þá, og loðfeldirnir vöfðust um mann, og ánægjustuna leið frá brjóstinu: „0-o-o-o-ó!“ „Prinz-veitingahús," sagði T—S við öku- manninn, og þessi höll á hjólurn tók að hreyfast. Mér datt í hug að furÖa mig á því, að T—S skyldi ekki kunna neitt illa við það að fara með Smið inn í veglegt veitingahús. En ég gat getið mér til um hugsanir hans; allir myndu halda, að hann hefði verið við myndatöku með einhverjum stórleikara; auk þess — hvern fjandann varðaði hann um, hvað menn héldu,, Var hann ekki Abey Tszchniczklefritszch ? „Vor-r-r! Vor-r-r-r!“ urraði hornið á bif- reiðinni, og ég skildi þetta mál líka. Sagt var: „Ég er bifreið Abeys Tszchniczkle- fritszchs, konungs kvikmyndanna, framtíðar- konungs heimsins. Farið til fjandans úr leið minni!“ Við þutum í gegn um mannmörg strætin, og fótgangandi fólk fauk frá eins og lauf fyrir stormi. „Guð minn góður! IJvað ég er svangur!“ sagði T—S. „Ég hefi ekki bragðað mat frá því um morgunverð. Hvern- ig líður þér, mamma? Líður skár? Þú verður ágæt, þegar þú ert búin að fá þér eitthvað í magann.“ Við komurn nú að „Prinzinum“ og ókum að aðaldyrunum, en þar beið okkar æfintýri. Mannfjöldi var fyrir framan húsið, iðandi þyrping langt eftir strætinu, og hópur af lögreglumönnum til þess að halda í skefjum. Uppi yfir höfðum manna voru kassar, búnir tii úr gagnsæju lérefti, áletruðu, en ijós innan í. „Hæ!“ hrópaði T-—S; „hvað er þetta?" *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.