Alþýðublaðið - 17.11.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 em íslaads finiistu og Mdbeztu fataefni. KTotið pau! V Hafnarstræti 17. Sími 404. Erlenct simgkejti. Khöfn, FB., 16. nóv. Kolanámudeilan enska. Frá Lundúnum er símað, aÖ námumennirnir í Suður-Wales, sem hingað til hafa verið á- kveðnastir til mótspyrnu gegn kröfum námueigenda, hafi sam- þykt sáttatillögur Baldwins. Yfirgangur ítala við Jugoslava. Frá Berlín er símað, að Jugo- slavar í Norður-ftalíu fylgi allir stjórninni í Jugoslavíu að málum út af ofsóknum Itala gegn Jugo- slövum í Triest og víðar. Mikl- ar æsingar eru víðs vegar um Jugoslavíu. Lögreglan heldur vörð við bústaði itölsku ræðismann- anna. Orðrómur leikur á, að stjórnin í Jugoslavíu dragi saman her á ítölsku landamærunum. Hljómsveit Reykjaviktir. Alþýðuhljómleikar miðvikudaginn 17. þ. m. kl. 7V-i e. h. í Nýja Bió. Georg Kiss aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlun ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar, Hljóðfæra- húsinu, Hljóðfæraverzl. Kat- rínar Viðar, Helga Hall- grimssonar ogviðinnganginn. VerS 1 króma. var tekið aðfaranótt sunnudags s. I. úr skúr undir tröppum á verk- stæði Jónatans Þorsteinssonar. — Hver, sem yrði var við hjól í óskilum, geri aðvart á verkstæð- inu eða í síma 711. Um dafpstn ©n 'Veplsui. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- strséti 3 A, símar 686 og 506. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og fjóra næstu daga kl. 3, 45 mín. e. m. Fundurinn um atvinnuleysið er kl. 8Va i kvöld í Bárusaln- um. Þér, atvinnulausu menn! Kom- ið og mætið stundvíslega. Gott heilsufar er yfirleitt í Austfirðingafjórð- ungi. Engar farsóttir þar. (Eftir sim- lali við landlækninn.) Skipafréttir. „Gullfoss'* kom í dag að vestan. Verkakvenuafélagið „Framsókn*". Góðu félagssystur! Munið allar eftir básarnum ykkar! Hann verð- ur 2. dezember. — Formáöar bas- arsnefndarinnar. Erindi um Njálu munu íslenzkunemendur við há* skólann flytja í heimspekideíld hans fyrst um sinn hvern fimtudag kl. 6—7 e. m. að tilhlutun Sigurðar pró- fessors Nordals, og er almenningi heimilt að hlusta á þau. Eru það tilmæli S. N. próf. til íslenzku- fróðra manna, að þeir gefi erind- unum gaum. Á morgun flytur Krist- inn Andrésson erindi. Efni: Hvar er Njála rituð? Guðspekifélagið. Afmæli þess er i dag. I kvöld verður stuttur afmælisfundur. Á föstudaginn verður enginn fundur í Reykjavíkurstúkunni. Álþýðuhljómleikur Hljómsveitar Reykjavíkur verður í kvöld kl. 7, 15 mín. e. m. í Nýja Bíó. Er þar gott tækifæri fyrir hljómlistarvini í alþýðustétt. *■- & :>>■ i.fe y*S, fe.il! Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,01 100 kr. norskar .... — 116,23 Dollar.....................- 4,57 V2 100 írankar franskir. . . — 15,52 100 gyllini hollenzk . . — 183,16 100 gullmörk þýzk. . . — 108,56 Veðrið. Hiti mestur 3 stig, í Reykjavík, minstur 14 stiga frost, á Grims- stöðum. Átt austlæg og suðlæg. Stinningskaldi á Suðausturlandi og Hjaría«ás smjerlikid er feesst. fieymsla á reiðfifólnm „örnin“, Laugavegi20 A, tekur reið- hjóltilgeymslu. Reiðhjól erugeymd í herbergi með miðstöðvarhita. Atfas Öll reiðhjól eru vátrygð gegn bruna, þjöfnaði og skemdum. Sfmi 1161. Síbíií 1161. sums staðar lítil snjókoma. Ann- ars staðar þurt og hægt veður. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Útlit: Austlæg átt, allhvöss og úr- koma á ‘Suðurlandi og Austf jörðum, hæg og þurt veður á Norðurlandi. Eiit merkilegt. „Mgbl.“ flytur í dag meira en tveggja dálka grein, þar sem jórtr- að er enn fráleitasta þvaðrið, sem blaðið hefir flutt til varnar legu togaranna um aðalbjargræðistím- ann. 1 grein þessari er ekkert nýtt og ekkert rétt nema það, að lega togaranna baki allri þjóðinni stór- tjón, en það er líka sterk röksemd fyrir þvi, að þjóðnýta beri togar- ana. Eitt er þó merkilegt í sam- bandi við greinina, og það er, að undir henni stendur „útgerðarmað- ur“. Virðist það öbein yfirlýsing blaðsins um það, að engin vitleysa sé svo mögnuð, að ekki megi kenna hana útgerðarmanni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.