Alþýðublaðið - 20.11.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1926, Síða 2
z ALÞÝÐUBLAÐIÐ | ilLfíÝÐUBLASIIB [ j Ketnur út íi hverjum virkum degi. » ) Aigreiösla i Aiþýðuhúsinu við { j Hverfisgðtu 8 opin frá kl. 9 árd. ) til kl. 7 siðd. <! J Skrifstofa h sama síað opin kl. )' 9Va—10V2 árd. og kl. 8—9 síðd. : j Sintar: 988 (afgreiðsian) og 1294 > ) (skrifstofan). í j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; j rnánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I J hver rrim. eindáika. ) Prentsmlðja: Alpýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu símar). S>Jéðrækni i „ópólitiskum“ skólum. „Skólarnir eiga að vera ópóli- tískir," segja borgaraiegir upp- eidispostuiar, .fullir hræsni. Með þessari kröfu láta þeir orðið „pólitík" tákna dálítið sérstakt: rólitík er andstæða ríkisins. í skóluin einveldisríkja er þann- ig ieyfilegt og ber jafnvel skyida til að vegsama blessun einveldis- stefnunnar. Það er ekki pólitík. En vei þeim ofríkissegg, er dirf- ist að fara lofsamlegum orðum um kenningar, sem eru andstæðar einveldinu. „ ,Pólitík‘ má ekki eiga sér stað í skótá. . . .“ Við skulum athuga, hvernig borgaraskólarnir sneiða hjá póli- tík, þegar þeir tala t. d. um styrj- öldina miklu 1914—1918 í kenslu- bókum sínum. NorðuráEumiðstöð Carnegie-sjóðsins hefir einmitt rannsakað þetta efni í nálega öll- um iöndum heimskringlunnar. Níöurstöður rannsóknar sinnar hefir hún birt í stórri bók, er hún kaliar „Rannsókn á kenslubókum eftir sfyrjöldina“ (Enquéte sur les livres scolaires d’aprésguerre. Vol. I. Paris 1925). Fyrsta bindi þessarar bókar, er út kom síðast liðiö ár, fjallar um meginríki Evrópu. Þetta inerkiiega heimildargagn verðskuldar athygii allra sannra alþjóðasinna. Það sýnir sannan svip borgaraskólanna, svip, sem er afskræmdur af grimd og heimsku. Rúmið leyfir að eins ör- lítinn útdrátt úr efni þessarar stór- merku bókar. * * * Dýpst hefir pólitíkin fest rætur í þýzkum skólum. í 148. gr. Wei- mar-stjórnarskrárinnar er svo fyr- ir mælt, að kensla í öllum þýzk- um skólum eigi að vera samkvæm „anda binnar þýzku þjóðar og alþjóðafriði". Til þess aö kom- ast bjá að framfyigja síðustu orð- um greinarinnár („og alþjóða- friði“) er notast við kenslubækur, sem eru eldri en stjórnarskráin og byltingin. Á kenslubókum, sem út hafa komið, síðan styrjöldinni lauk, stendur, að þær séu prent- aðar 1917. Ártalið er faisað, tii þess að komast hjá aö segja frá ósigri Þýzkalands og lýðveldinu. í kenslubókunum drottna keis- araveldiskenningar Mommsens og Treitschke. Þar er margtíságt um Moltke, Blúcher og Ktupp, en varla eða alls ekki minst áGoethe, Kant og Beethoven. Oft er taiað um guð, bjargvætt þýzks hern- aðaranda, sem refsi óvinunum grimmilega. ® Kenslubækurnar viðurkenna ekki ósigur Þýzkalands. Aitur á móti segja þær frá Wilson, tala um bolsivíkaguli, sem hafi hrundið af stað byltingunni, og þar fram eftir götunum. Um lýðveidið er fáít sagt. í kenslubók, sem út kom nýiega, er svo að Orði komist: „Byltingin eyðilagði herinn og skipaflotann. . . . Keisaraveldinu, þessari stoltu byggingu Bismarks, var breytt í lýðveldi 48 árum síð- ar.“ Hér er sýnishorn úr kenslubók, sem gefin var út fyrir styrjöld- ina og kend er enn þann dag í dag: „Styrjöld er ekki eyðiieggj- andi, heldur skapandi kraftur, sem eflir þjóðfélög. Einveldistilhneig- ing er lögmál mannlegrar nátt- úru.“ Og hér eru uinræðuofni í rit- smíðar, tekin úr einni kenslubók: „Yfir 800 umtalsefni um heims- styrjöldina 1914—1918“: „fall- byssuframleiðsla Krupps í Essen“, „vaxandi öfuncl Englands til Þýzkalands", „hvers vegna er Frakkland svarinn óvinur vor“, „skelfing Englendinga, á meðan þeir sáu loftskip Zeppelinsi. . . .“ Og til þess að reka smiðshögg- ið á þessa fögru mynd tilfærum vér hér að lokum tvö erindi úr lestrarbók handa börnum, sem út kom 1915: Óvinirnir fela sig hér í skotgröf- unum. Ráðumst á þá bugrakkir. Þessir stórhundar skulu ekki ætla, að við fyrirgefum þeim í dag. Drepum hvein og einn, sem biður fyrirgefningar. Drepum alla hundana. Á þessari stundu, stundu hefnd- arinnar, skulum við drepa marga óvíni. * * * Frakkiand er engu betra. Hér má sjá, hvernig ein kenslubók frönsk kemst að orði: „Vér tölum ekki um hatur og hefnd, jafnvel ekki í garð harð- snúnustu óvina vorra. Hatur og hefnd myndi niðuriægja oss og gera oss þeim líka. Það er ein- ungis vegna hættuleysis vors og virðingar, að vér reisum milli þeirra og vor ógieyinanlegt minn- ismerki um hatursverk þeirra og glæpi.“ Hér koma lestraræfingar, sem ætlaðar eru byrjendum, teknar úr víðlesinni kenslubók eftir Four- nier. Fyrst er iýst skothríðinni á Reims, og síðan segir: „Þjóðverj- ar drápu . . . Þeir strádrápu . . . Þeir brendu til ösku . . ." Eyð- urnar er nemandanum ætlað að fylla. Rússneska byltingin vakti enga athygli meðal höfunda franskra kenslubóka. ❖ * * Vísindafélagið belgiska úthlut- aði verðlaunum fyrir bók, er hét „Ágrip um líf og menningu belg- isku þjóðarinnar." Bók þessi er skrifuð af tveimur mikils metnum típpeidisfræðingum. Eftir farandi tilvitnun sýnir nægilega anda þessa rits: „Þýzkur iönaður og verzlun sigruðu með líkum hætti og inn- brotsþjófnaður og þorparaskapur. . . . Þjóðverjar eru hlutfalisiega heiðarlegir sín á inilli og hlýða hörðum aga líkt og félagsbræður í ræningjahóp. En þeir eru æru- lausir og halda engin loforð við néinn, sem ekki er Þjóðverji." 1 annari belgiskri kenslubók er Þjóðverjum svo lýst: . „Þjóðverjar eru enn þá eins og Cæsar lýsti þeim fyrir tuttugu öldúm, ræningjaþjóðflokkur, þjóf- ar og morðingjar. Burt með þessa giæpaseggi úr Þjóðabandalaginu. Þaö ætti að skoða þá eins og þjóð, sein ekki væri fær um að stjórna sjálfri sér, heldur fetti að

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.