Alþýðublaðið - 20.11.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 20.11.1926, Page 3
20. nóv. 1926. ALPÝÐUBLAÐIÐ 3 gæta þeirra e;ns og svertingjanna og tartaralýðsins í nýiendunum, sem þeir mistu.“ * * * Á ítalíu heppnaðist rannsóknin ekki. Þar átti að gefa svör mjög kunnur ítalskur friðarvinur, en hann kom sér einkar kænlega hjá hvers konar tilvitnunum úr kenslubókum ftaia til þess að á- kæra ekki land sitt fyrir uppeld- isglæpi þess. Þó segir „friðarvin- Urinn“ í hjartans einlægni, að ft- alía hafi ekki fengið það með styrjöldinni, sem hún sóttist eftir. * * * í Búlgaríu, landi, sem er þjáð og þjakað af látlausum styrjöld- um, Jandi, þar sem þjóðin vakn- aði við vondan draum af alls konar bfekkingum um sjálfa sig, þar eru samt heilar barnanna eitr- aðir með svipuðum rotnunarefn- um: „Þið Serbar og Montenegro- menn svikuð oss svivirðilega. Samvizkulausir Rúmenar réðust lymskulega á land vort. Heimilið er húsbóndalaust, — lokkandi tál- beita fyrir þjófin'þ. . . . En’þján- ingar vorar taka bráðum enda. Sá dagur nálgast, að óvinirnir fái makleg málagjöla.“ — „Grikkir eru stórkostlegir hræsnarar. . . . Þegar grískum manni drepur hjarta við stail, fellur hann á kné og grátbiður sér vægðar. En und- ir eins og hann hefir aftur sótt í sig veðrið, fyllist hann grimd og hatri.“ *** Árið 1919 lýsti mentamálaráðu- neytið í Austurríki herför gegn öllum kenslubókum, er bæru ein- hvern keim af hernaðaranda, með þvi að banna notkun þeirra. Fjöldi umburðarbréfa krafðist þess, að kenslan væri reist á grundvallarreglum alþjóðlegrar samábyrgðar, að um heimsstyrj- öldina væri að eins greint frá staðreyndum, sem væru viður- kendar í öll'tim löndum, en ef getið væri urn vafaatriði, skyldi þeim lýst frá báðum hliðum. Þó að kenslan í Austurríki sé ekki enn þá fylliíega samkvæm kenningum um alþjóðlegt uppeldi, þá má samt segja, að henni þoki hröðum skrefum í þá áttina. * * * 1 Englandi, þar sem skólarnir eru með öllu fráskildir ríkinu, kappkostar einnig mikill meiri hluti kenslubókanna að innræta nemendunum virðingu fyrir öðr- um þjóðum og viðbjóð á styrjöld- um. Aðalumtalsefni þeirra er þró- un menningarinnar, en styrjalda- sögurn er ekki mikill gaumur gefinn. * * * Af þessu stutta yfirliti er auð- sætt, að í flestum löndum Ev- rópu eru sálir barnanna af- skræmdar með haturskenningum í garð annara þjóða, með því að vegsama her sinnar eigin þjóðar, hreysti hans og hugrekki. Þegar bezt lætur (í Austurríki og Eng- landi), eru þó börnin upp alin í þjóðernisanda og ættjarðardýrk- un, blönduðu saman við borgara- legar friðarhugsjónir. Mér þykir leitt að geta ekki birt hér dæmi til samanburðar úr kenslubókum ráðstjómar-Rúss- lands. En ég vona, að einhver félagsbróðir vor í Rússlandi fylli upp í þá eyðu. Þýtt úr Sennaciulo, oficiala or- gano de sennacieca ctsocio tutmonda (opinberu málgagni þjóðernislauss alheimsfélags). — Ritað í október 1926. Þ. Þ. Frá foæjarstjóruarftoidi í fyrra dag. Nú skal sagt frá því helzta, sem gerðist á fundinum, þess, er ekki var skýrt frá í gær. - Samkvæmt tillögu byggingar- nefndarinnar var ákveðið, að um næstu áramót breytist gjöld fyrir byggingarleyfi þannig, að 10 aur- ar koini á hvern teningsmetra í nýjum húsum og stækkunum á eldri húsum, þó ekki minna en 5 kr. fyrir einstakt leyfi, hvers efnis sem er. Einnig var ákveðið, samkvæmt tillögu sömu nefndar, að frá næsta nýjáH verði árslaun byggingar- fulltrúans 5 þús. kr. auk dýrtíð- aruppbótar, enda hafi hann ekki önnur störf með höndum. Samþykt vöru þessi gatnanöín: Gatan frá Hólatorgi að Bræðra- borgarstíg heiti Sólvallagata, gat- an með fram kirkjugarðinum að vestanverðu Ljósvallagata, næsta gata þar fyrir vestan, er liggur í sömu stefnu, Blómvallagata, en jiar vestur af Hofsvallagata, en gata sú, er liggur þvert fyrir Blómvallagötu og út á Hring- braut, Brávallagata. Gatan frá Öldugötu að Túngötu, næst fyrir vestan Stýrimannaskólann, heiti Hrannarstígur, en gatan milli hans og Unnarstígs Marargata. Einnig lagði byggingarnefndin til, að næsta gata sunnan Sólvallagötu, er heíir sömu stefnu og hún, yrði köliuð Þingvallagata. Það nafn fanst ýmsum bæjarfulltrúanna ekki eiga við, og var nafngjöf bennar frestað. Hallbjörn Hall- dórsson kvað betur við eiga að néfna hana Hringvallagötu, því að skamt er þaðan til Hringbrautar- innar, ef annað betra nafn yrði ekki fundið. 1 sambandi við fundargerð fá- tækranefndarinnar las Hallbjörn upp kafla úr bréfi, er hann hafði fengið frá einum af íbúum Gríms- býjar, bæjarhúsanna á Gríms- staðaholti. Var það kvörtun Gríms- býjarbúa yfir kulda í húsunum og að ekki hefði verið gert við þau, eins og ákveðið hafði verið. ’Borg- arstjórinn svaraði því þannig, að þau væru jafn-vel gerð og 'önnur sams konar hús, en að hann hefði gleyrnt þvj, að búið var að lofa að járnklæða þau. Lofaði hdnn þó, að rannsakað yrði, hvernig þau væru. Hallbjörn benti á, að skjálfsagt væri að nota tækifærið nú, á rneðan þurrviðrið héldist, til þess að járnklæða húsin; væri kvartað um, að viðurinn í þeim hefði verið blautur, og gisnuðu þau því, þegar hann þornaði. Ól- afur Friðriksson kvað gólfin rök, og héldust þau aldrei þurr. Benti hann á, að vatn þyrfti að leiða í húsin sem allra fyrst. Sérstaklega væri vatnssóknin erfið yfir mel- ana, þegar aur er, því að þá sekkur djúpt í þá- Pétur Halldórsson skýrði af hálfu fulltrúa bæjarstjórnar frá starfi nefndar þeirrar, er iðnaðar- menn, verzlunarráðið, vélstjórafé- lagið og bæjarstjórn höfðu kosið til að vinna undir forustu Jóns Ófeigssonar kennara að undirbún- ingi frumvarpa til fyrirmæla um skólasamband Reykjavíkur. Benti hann á aðalatriði þessarar hug- myndar, er Jón ófeigsson er frumkvöðull að, og hagsýni þá, :er i henni er fólgin um góðan og auðíenginn kost á gagnsamlegri framhaldsfræðslu. Einnig gerði

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.