Alþýðublaðið - 22.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1926, Blaðsíða 2
2 ÁLPÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. « ............ .................... I Aígreiðsla i Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl 9 árd. 5 til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. j 9Va —10 Vg árd. og ki. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). j Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,00 á j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. ÍPrentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Frá bæjarstjórnarfundi 18. p. m. (Nl.) Af bréfi fræðslumálastjórans til skólanefndarinnar sést, að Knútur Zimsen er skipaður formaður nefndarinnar að eins pangaö til næst fara fram regiulegar bæjar- stjómarkosningar í Reykjavík. Veganefndin sinti ekki erindi Finns Ólafssonar heildsala um rekstur stræíisvagna, er til henn- ar hafði verið vísað. Pá flutti Har- aldur Guðmundsson tillögu pess efnis, að veganefndinni væri falið að rannsaka, hvort ekki sé unt að koma á föstum ferðum strætis- vagna um aðalgötur bæjarins. Óskaði hann þess jafnframt, að neíndin hraðaði afgreiðslu máls- ins. Tillagan var sampykt. ól. Fr. sagði: AnnaÖhvort verður að kqma á föstum strætisvagnaferð - um um bæinn eða að lengja borð- unartíma verkamanna. Héðinn Valdimarsson vítti pað, að á fjárhagsáætlun rafmagnsveit- unnar fyrir næsta ár sést ekki, hverjar tekjur rafmagnsstjóra eru áætlaðar aðrar en föstu launin, heklur er peim rugiað saman við óviss útgjöld. Á íundi rafmagnsstjórnarinnar á mánudaginn var fól hún borgar- stjóranum að krefjast landa- merkjadóms milli jarðanna Bílds- fells og Olfljótsvatns og milli Bíldsfells og eigenda vestri hluta Kistufoss í Sogi vegna vatnsréít- inda bæjarins þar. I sambandi við það mál lét Steíán Jóh. Stefáns- son þess getið á bæjarstjórnar- fundinum, að kaupsamningur bæj- arins á vatnsréítindum þessum væri eins og argasti brasksamn- ingur. Fjárhagsfrttmvarpi bæjaríns fyr- ir næsta ár var vísað til síðari umræðu. Héðinn vítti það, hve á- ætlunin væri afskapiega skorin við neglur á alla vegi; gatna- gerðinni yrði að mestu hætí sam- kvæmt henni, og laun láglaunaðra starfsmanna bæjarins lækkuðu mjög. Annars voru umræður um frumvarpið að mestu geymdar næsta fundi, og síðari umræðu um fjárhagsfrumvarp hafnarinnar var frestað, svo að þær umræður fari fram samdægurs. Kvittur um inuflutning pýzkra verkamanna. Þýzkur \'erkamaður, búsettur hér í bænum, skýrði Alþýðublað- inu frá því, að landi sinn einn, er hér var staddur, hefði sagt sér frá því, að systirjsín hefði skrifað hon- um, ab augiýst hefði verið eftir þýzkum verkamönnum til íslands. Alþýðublaðið hitti • Þ jóðverja. þennan, er þá var réít á förum héðan, og staðíesti hann þessa frásögn. Hefði auglýsingin verið í blöðurn í Rínarlöndum, en blað- ið hefði hann ekki. Að frásögn systur hans hefði verið óskað eftix 150 verkamönnum, rafmagnsverka- mönnum, vélavinnumönnum o. s. írv. Boðin hafði verið tveggja ára vinna, greiðsla ferðakostnaðar fram og aftur og 25 gullmarka kaup á dag. Gat Þjóðverjinn þess til, að auglýsing þessi stæði í sambandi við uppsetiiingu rann- sóknarstöðvar Þjóðverja á Akur- eyri, og myndi dr. Vogler, er und- irbúning þeirrar stofnunar hefði með höndum, geta sagt til um það. Alþýðublaðið gerði mann á íund dr. Voglers, og náði hann íali af honum, er hann var að íeggja af stað norður með „Novu“. Dr. Vogler tók fyrir það, að rannsóknir þeirra þyrftu nokk- urra útlendrá verkamanna. Myndu vísindamennirnii' vinna sjálfir að stöðinni og leita að eins til ís- lenzkra manna um verklega hjálp, er þeir kynnu að þurfa. Það íylgdi sögunni upphaflega, að leyíi íyrir innflutningi verka- manna þessara væri fengið, en atvinnumálaráðherra neitar, að nokkur leyfisbeiðni hafi komið slík, enda yrði slíkt leyfi ekki veitt. ÍJm ámfémki ©g Næiuriæknir (pr í nóít Níels P. Dungal, Sóleyj- argötu 3, sími 1120. Ársháiíð verkakvennafélagsins „Framsókn- ar“ verður annað kvöld (þriðjudag) 3tl. 8 í Iðnó. Félagskonur mega hafa með sér gesti. Aðgöngumiðar eru seldir eftir kl. 3 í dúg ög á morgun í Iðnó. Félagskonur ættu að láta sér ant um, að árshátíð félags þeirra verði sem allra fjölsóttast. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3>/2 e. m. þessa dagana. Kvöidvöliurnar. I kvöld lesas Dr. Guðinundur Finn- bogason, Einar Hjörleifsson Kvar- an og Matthías Pórðarson forn- menjávörður. Heilsnfarsfréttir. Á Vesíur- og Norður-Iandi er gott heilsuíar, óvenjulega gott á Vestur- landi. Taugaveikin er fyrir nokkr- um tíma alveg bötnuð á Isafirði. (Eftir símtali við landiækninn f morgun.) Þenna dag árið 1787 fæddist hinn frægi, danski málfræðingur, Rasmus Krist- ján Rask, er gekst fyrir stofnun Hins ísienzka bókmentafélags. Mælt er, að Rask hafi að lokum kunnað 55 tungumál. Hann tók fyrstur rnanna eftir því, aö ungverska og finska éru skyld mál, og sannaði þannig æítarmót Finna og Ungverja. Togararnir. „Pórólfur ' korn af veiðum á laug- ardagskvöldið með 700 kassa og fór síðan tll Englands. „Gylfi“ kom f gærkveldi og- „Egill Skallagríms- son“ í morgun, báðir úr Englands- ferð. Þýzkur togari kom hingað ( gær, litið eitt bilaður, og fór aftur, eftir að bilunin hafði verið bætt, svo og annar þýzkur togari, er leg- - ið hafði hér um hríð. Neitað am presjvígslu. Lúðvíg Guðmundsson skýrði frá því í „Vísi" á laugardaginn, að bisk- upinn hefði neitað að vígja Þorgeir Jónsson guðfræðing til prests, en Þorgeir sé ráðinn til prestsþjónustu hjá Nýja íslenzka kirkjuféiaginu í Vesíurheimi. Biskupinn iætur „Mgbi.“ skýra frá því, að neitunin sé fyrir það, að kirkjufélagið fylgl ekki jáíningu lútersku kirkjunnar. Lúðvíg Guðmundsson ætiar að flytja erindi nm þessa vígsluneitun 4 föstudaginn kémur i Nýja Bíó, svo sem auglýst er hér i blaðinu, og mun hann þá víkja að fyrri skrifum biskupsins urn trúarjátningarnar og þýðingu þmrra fyrir kristindóminn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.