Alþýðublaðið - 23.11.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.11.1926, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f ALÞÝBUBLABlll | ■ kemur út á hverjum virkum degi. I : Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við f ; Hvéríisgötu 8 opin irá kl 9 árd. É : til ki. 7 siðd. ► Skrifstofa á sama stað opin kl. | 5 9V2 —10Va árd. og kl. 8—9 síðd. [ ■ Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ► : (skrifstofan). í • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 l ; hver mm. eindáika. { : Prentsmiðja: Aipýðuprentsmiðjan í ; (i sama húsi, sömu símar). t Ég er einn af þeim, sem hafa orðið fyrir þvi að alast upp á vegum fátækralaganna, og ætla ég þvi að segja þeim, sem minna þekkja tii þeirra, hvað kaidrana- legt það er. Ég fæddist á þorranum 1890. Ég var tekinn þriggja nátta úr rúminu írá mömmu og farið með mig 17 bæjarleiðir. Foreldrar mínir voru vinnuhjú hjá rikasta manni hreppsins. Fað- ir minn varð íyrir heilsubresti og komst þá á klaía fátækraiaganna, en öllum börnunum var dreift um hreppinn. Svo bar fátt til tíðinda, þar til ég var á sjöunda árinu. Þá fékk ég löðrung, sem ég mundi efíir, því að þá bar það íil, að húsbónd- inn kom af hreppsskilum, og fór kona hans að spyrja, hvaða með- gjöf væri með niðursetningum þar í grendinni, og svaraði hann þvl öllu. Svo spyr konan -mjög lágf, hvað væri gefiö með mér, og sagði hann sem var. Þá vakn- aði ég við vondan draum og hugsaði, að þarna væri eitthvað ilt á ferðinni, og komst furðu fljótt niður í því, hver sú svívirð- ing væri, að draga fram lífið á hreppsfé. Upp frá því varaðist ég að vera viðstaddur, þegar hús- bóndinn kom heim af hreppsskil- um, svo að ég heyrði. ekki, þeg- ar spurt væri, hvað gefið væri með mér, og svo að ég yrði ekki stunginn með homaugunum, en þau fylgdu mér eins og Gláms- augun Gretti. Þegar presturinn kom mér í kristinna manna tölu, sem kaliað er, þá voru honum börgaðar- 7 krónur íýrir hvert barn nema mig, af því að ég hafði borðað brauð af hreppnum, og fékk hann gekkert fyrir mig. Þetta var fermingargjöfin, sem ég fékk. Hvað ætli mörg börn hafi iiðið tjón á sál og líkama undir þess- um lögum? Því ætti hver og einn að svara eftir getu næsta haust, Verkamadur. íJm daglnn ©n wegliari. Næturiæknir er í Bótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. SímasRiiiband er komið á við Seyðisíjörð, en bilað par fyrir austan við syðri Austfirðina. Búist er við, að pað komist pó bráðlega í lag. (Eftir Símiali í morgun við símástjórann.) Sjómannafélagið heidur fund í Bárunni uppi annað kvöid. Árshátið verkakvcnnafél. „Framsóknar'* er í kvöid ki. 8 í Iðnaðarmannahúsinu. Skipafréttir. „Isiand“ kom í morgun frá út- löndum. „Suðuriand" fór.tií Borgar- ness í dag. Kæra fyrir landhelgistorot. Skipstjórinn á „Júpiter" hefir ver- ið kærður fyrir landhelgisbrot í Garðsjónum, en neitar að hafa verið í landhelgi. Varðskipið „Þór'1 fór í morgun til að mæla upp staðinn, sem kæran 'hljóðar um að „Júpi- ter“ hafi togað á. ' Heilsufarsfrétíir. (Eftir símtali viö landlækninn í morgun.) Hér í Reykjavík heldur „inflúenzan" áfram, og mun hún vera útbreiddari en læknar vita um, því að margir vitja ekki læknis. Á iaugardaginn var yantaði yfir 280 börn í barnaskólann aí rúmlega 1800. Einstöku börn hafa fengið iungnabólgu, en enginn dáið úr veik- inni, svo að héraðslæknir viti. Hér eru engar aðrar farsóttir nú. „In- flúenzan" er komin allvíða um Suð- urland. Fer hún par hægt yfir, líkt og hér í borginni. Hún er ekki komin til Vesturlandsins, svo að vit- anlegt sé. — Ófrétt er enn af Aust- urlandi. Kvöldvökurnar. I gærkveldi las Einar Hjörleifs- son Kvaran upp kvæðin „Nýjársósk Fjallkonunnar'*, niðurlagskvæði leik- ritsins „Hinn sanni pjóðviiji" eft- ir séra Matthías Jochumsson, og „Við Geysi“ og „Morgunn á Þing- vöihun" éftir Hannes Hafstein. Dr. Guðir.undur Finnbogáson óg Matt- hías Þórðarson fornmenjavörður Iásu kafla úr Óiafs sögu Haraldssonar f Heimskringlu, G. F. um Óttar svarta í höli Ólafs konungs og frásögnina um Ólaf, er hann fór fram hjá heim- ili Steinvarar, konu þeirrar, sem honum hafði leikið hugur á, og síðan las G. F. kvæði Stephans G. Stephanssonar um viðskifti Óttars og konungshjónanna, — um Ástríði Ólafsdóttur Svíakonungs, en M. Þ. las frásögnir Snorra um Ingigerði, sysíur hennar. — Aðgöngumiðar að kvöldvökulestrunum eru að verða uppseldir. Enn þá fást þó fáein stæði í bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Listáveikasafii Einars Jónssonar er opið á morgun kl. I—3. Að- % gangur ókeypis. Á Stokliseyri. er nú róið daglega á árabátum. Fiskast mikið af ýsu, 30—50 í hlut. Ysan er hert til freöfiskjar. Bmdindisúibreiðsluíund hélt góðtemplaiastúkan „Víkingur'* í gærkveldi. Fundurinn var vei sótt- ur, svo að miklu meira var en í „sæti í Templarahússsalnum. Togarániir. „Tryggvi, gamli“ kom í morgun af veiðum með 1400 kassa. Hann íer til Engiands í dag. „Gylfi" og „Egill Skallagrímsson“ fóru aftur á veiðar í gærkveldi. Heilresði Aiþýðublaðið vili hér með gefa Jóhanni frá Brautarholti pað heil- ræði, að' iesa „Rök jafnaðarstefn- unnar", áður en hann skrifar meira um jafnaðarsíefnuna. Greinar hans hingað til um hana eru áiíka skyn- samlegar og sú trúmálaspeki, sem hann slær frain um leið, „að ef gengið væri frá helvífistrúnni, pá væri um leið að rniklu leyti kipt fótum undan kristninni og guðs- trúnni.“ íslands Fáik“ hefir legið hér upp í fjöru til viðgerðar, pangað til að hann fór aftur á flot á sunnudagskvöldið. Enn er pó viðgerðinni ekki lokið að fullu. Æfingar fyrir bakveiklað fólk, sem auglýstar eru hér í blaðinu í dag, hefir dr. Rudolf Kiapp, prófes- sor i Berlín, fundið upp. Svo er sagt, að þær hafi náð mikilli út- breiðsiu í Þýzkalandi. Leiðrétting. 1 gær voru veðurfréttirnar hér í blaðinu pví miður ekki nákvæmar. Áhætta verklýðsins. Tvö síys urðu sáma daginn á Ak- ! ureyri laust fyrir mánaðamótin sfð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.