Alþýðublaðið - 06.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ •a feri innj, enginn aðgangur að eld- húsi og ekki ferþuml. stór blettur af geymslurúmi neinsstaðar í hús* inu eða lóðinni. Herbergið verður því helzt undir sama dóm og gamli Golíat, að vera alt þar sem það er sáð. Því finst mér að nefnd- in vera nokkuð ónærgætin við aumingja herbergið mitt með leigu- málann, með því að hafa hann fullum V4 meiri á því allslausu, heldur en jafnstóru rúmi á neðri hæð með ölium sínum gögnum og gæðum, svo eg nefni nú ekki hin- ar loftibúðirnar, sem Iíka hafa sín eðlilegu og vanalegu aukahiunn- indi, en sömuleiðis hafa fullum V4 minna í leigu, Eg hefi áður getið þess að núverandi mánaðarleiga ails loftsins er 59 krónur, en tasíunnar niðri 55 krónur. Éftir því er árs- leiga tasíunnar 48 kr. minni en ársleiga loftsins. Hér getur nefndin næstum sagt: „Kemur engum við“. Þar sem hægt er að láta mig, svona í kyrþey, borga um árið rúml. 2/3 þeirrar upphæðar, sbr. 32 kr. 16 aura, þá verður V3 hverfandi meðal margra. En auð- vitað er samt, að það stingur ekki vel í augu almennings, svona eitt ót af fyrir sig, að vita bezta og hlunnindamesta plássið í húsinu standa jafnvel, með leigumála sía- um, í þakklætisskuld við eigend- urna sína, á sama tíma og hin lélegu og allslausu eru máske lát- in langt yfirborga sig. Að síðustu setla eg hvorki að telja sjálfum mér né öðrum trú um það, að svona löguð mistök, því hér sýn- ist vera beint um þau að ræða, hafi getað átt sér stað undir stjórn og samvinnu hr. prófessors Einars Arnórssonar, sem víst að makleg- leikum er talirm með nákvæmustu og gætnustu mönnum þjóðar sinn- ar. Nú óska eg að fá einhverja skýringu, mér er sama hvaðan hún kemur, eg tek alt af því tagi fyrir góða og gilda vöru. Bara að skýringunum verði ekki troðið svo ört ofan í mig að eg kafni, því mig langar að njóta blessaðrar fátæktarinnar og umkomuleysisins svolítið lengur í heiminum, en þó Omfram alt ánægjunnar af skýring- yöum á þessu ináli. Reykjavík í febrúar 1920. Pórður Sigurðsson. Um dagiirn 09 yeginn. £ösklega af sér vikið. „Vísir" skýrir frá því í gær, að Sigurbjörn Jónsson, formaður á bátnum „Kolosalt", hafi dregið af grunni franska botnvörpunginn, sem strandaði! Hraustlega af sér vikið I Gerið betur piltar. íslenzkt sanðaket í Noregi. íslendingur, sem er nýkominn frá Noregi, segir að þar sé saltað ís- lenzkt sauðakjöt nú selt á 1 kr. 85 aura pundið. Ekki meira af því tóbaki! Einn þingmaðurinn, sem greiddi atkvæði gegn þingmannafjölgun- inni, sagði, að hann hefði gert það af því, að það væri nóg að hafa einn Jakob í þinginu. Hann hefir verið ókunnugur í Reykjavík, þingmaðurinn sá. Hann hefir ekki vitað að Jakob á sér hér engan sinn líka. rX'il leiðbeiningar l> erklav.nefndinni. (Aðsent). Sannarlega er það gott, og enda skylda dagblaða vorra, að hreyfa því, sem almennings heill varðar og betur má fara, og víst er það, að þau gera það oft, en þó ekki nógu oft, og svo duglega, að ein- hver árangur af því sjáist. Enda er það heilög skylda hlutaðeigenda hvers eins, að taka tafarlaust til greina bendingar til hins betra. Veslings Reykjavík, höfuðstaður hins fullvalda ríkis, og sem á að ganga á undan í öllum fögrum gæðum, má heita alveg stjórnlaus og eftirlitslaus á öllum sviðum, og virðist sem menn hafi tekið sjálf- stæðið fyrir sjálfræði. Það er gott að taka hið fagra og góða eftir útlendingum, en lofa hinu, eins og skrípalátum og þess háttar, eiga sig. Lögreglan í þessum bæ er hörmuleg og helzt engin, bæði of fá og fákunnandi. Nú eru alvar- legir tímar á mörgum sviðum, og þess vert að þeim sé gaumur geflnn. Bað er alls ekki rétt að láta hvern og einn, karl og kouu,. lifa og láta eins og það vill. Það er ekki ætíð bezt, sem barninu þykir. Allir vilja lifa sem frísk- astir, ungir og gamlir, konur og karlar, ríkir og fátækir. Þó er ým- islegt látið hér viðgangast stjórn- laust og átölulaust, sem fyrsta stigið er til allskonar sjúkdóma og styttir aldur mannsins um fleiri ár. En hvað gerir það til? Fólkið vill það. Eins og kunnugt er, þá er hinn háskalegi sjúkdómur, berklaveikin, að ágerast hér svo mjög, að til vandræða horfir, ef ekki allir sem einn leggjast á eitt með lækna og yfirvöld í broddi fylkingar, að sporna við sjúkdómi þessum, sem viss flokkur manna útbreiðir yfir þjóð sína með þessum skrípaleik, dansinum. Vei þeim, sem það gera. Það er þyngra böl en svo, að það taki tárum, sem þessi dans hefir leitt og leiðir yfir þjóðina. Jafn- framt því, sem dansinn er ein- hver hin leiðinlegasta, dýrslegasta og mest siðspillandi skemtun, sem hugsast getur, og sem ekki hefir gram af fegurð eða list til að bera, þá er enginn efi á því, að hann er fyrsta stigið til sótt- næmi, og eru sannanir nægar fyrir því, að af honum mun ein- göngu stafa hin mikla berklaveiki, sem og líka er vel skiljanlegt, — auk annars ósóma, sem af þess- um dansi leiðir og síðar mun verða upp gefið. Hver sá læknir, sem segir að dansinn sé hollur, fer með rangt mál, annaðhvort af þekkingarleysi eða þá af tómu smjaðri við þessi dansandi „fartöj “. Öll önnur skemtun, t. d. skauta- ferðir, göngur að morgni dags o. fl. er dansinum hollari. Hverjum skynbærum manni gefur að skilja hve hollur þessi dans sé, sérstaklega kvenfólkinu, sem vanalega mætir á þessum skrípaleikjum, — auðvitað að nóttu til, því ella mundi gamanið lítið. Sagax judex. Aths. Ritstjórn Alþbl. er ósam- þykk þessari grein í mörgum at- riðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.