Alþýðublaðið - 24.11.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 24.11.1926, Page 3
ALÍ>ÝÐUBLAÐIÐ 3 \ Samkvæmt beiðni lögreglustjóra Reykjavíkur verða eftirtalin gjöld tekin lögtaki: Tekju- og eigna-skattur, fasteignaskattur, iestagjald, hundaskattur og ellistyrkt- arsjóðsgjöld, sem féllu í gjalddaga á manntalspingi 1926, kirkju-, sóknar- og kirkjugarðs-gjöld, er féllu í gjald- daga 31. dezember 1925, og bifreiðaskattur, er féll í gjalddaga 1. júlí 1926. Lögtakið verður framkvæmt að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 22. nóv. 1926. Jéh. Jéh^nnesson. Sálarrannsóknafélag íslauds heldur fund i Iðnó annað kvöld kl. 8i/2) og flytur Sveinn Sigurðsson, ritstjóri „Eimreiðarinnar", þar erindi um lækningaundrin f Lourdes. íþökufundur verður í kvöld. Togararnir. „Arinbjörn hersir" kom af veiðum i gær með 1000 kassa og fór með aflann til Englands. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 5 stiga frost. Att víðast austlæg eða logn. Hvassviðri i Vestmannaeyjum. Deyfa sums staðar sunnanlands. Annars staðar þurt veður. Loftvæg- islægð fyrir suðvestan land. Otlit: Austlæg átt, hvössust við Suðvestur- landið. Regn á Suður- og Suðvestur- landi, dálítið hér í grendinni í dag, en nteira i nótt og þá hvassara veð- ur. Hægviðri og að mestu þurt ann- ars staðar á landinu. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3V2 e. m. þessa dagana. Dánarfregn. Látinn er nýlega að heimili sinu, Hala i Suðursveit, Þórður Steinsson, áöur bóndi þar, um sjötugt að aldri. Hann var faðir Þórbergs Þórðarson- ar rithöfundar og þeirra bræðra. „Mgblí1 afsakar síg af misnotkun orðsins „verkfall'" um kolanámudeiluna ensku með þvi, 'að í „topinberum skeytum, sem Eng- lendingar senda út mn heim til birtingar" sé vinnuteppan kölluð „verkfall" (strike), en skeyti þessi eru ekki hlutlaus í frásögn, og „Mgbl." er jafn-óheiðarlegt fyiir því, þótt það sé í þessu ef til vill ekki óheiðarlegra ea auðvaldsstéttin enska, sem dreifir út áðurnefndum „opinberum" skeytum. Til saman- burðar má geta þess, að blöð verka- manna i Englandi, svo sem „Daily Herald", nefna deiluna að staðaldri „lockout", og rétt þýðing á þvi er „verkbann". Býður nokkur betur? Fæstum hefir þótt nokkuð bresta á, að „Morgunblaðið" hafi verið broslegt, síðan núverandi ritstjórn tók við. En efalaust hafa útgefend- urnir komist að því, að lesendurnir séu þvi sólgnari I blaðið, því fleirl skripagreinar sem koma í þvi. I lesbók blaðsins siðast liðinn sunnu- dag er verðlaunum heitið fyrir 10 kátlegustu klausurnar, sem ritstjórn- inni berast næstkomandi mánuð. Verður fróðlegt að sjá, hvort kát- legri skrif fást en heimilisiðnaður ritstjóranna. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar . . . . — 121,95 100 kr. norskar .... — 117,63 Dollar..................— 4,571/2 100 frankar franskir. . . — 16,61 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 100 gullmörk þýzk. . . — 108,56 Listdójnari „MorgunbIaðsins“. Jón Björnsson, sem „Káinn“, vest- ur-islenzka skáldið, áleit að skrifað hafi vitlausustu söguna, sein samin héfir veriö á íslenzku, kemur alt af öðru hverju fram sem listdómari í „Mgbl.“ Eitt af síðustu „meistara- stykkjum" hans í því gervi er svo alger misskilningur á efni leikrits- ins „Sex verur leita höfundar", sett- Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. Hvert er heimilisfang hans?‘ Og Lipsky segir: ,Þeir segja mér, að hann sé á stað, sem er nefndur Westminster Abbey, í Englandi.1 ,Jæja,‘ segi ég; .sendið honum símskeyti, og komist eftir því, hvort hann vilji selja einkaleyfi tíl þess að sýna myndina.* Sím- skeytið var sent til Charles Dickens, West- minster Abbey, Englandi, en við fengum ekkert svar, og þá kom í ljós, að strákarnir í kvikmyíidahúsinu höfðu verið að leika á Abey gamla, því að þessi Dickens var uppi fyrir löngu síðan, og þetta Abbey er staður- inn, þar sem hann er graíinn. Jæja; lofum þeim að skemta sér. Hvernig í fjandanum á maður eins og ég að fá tíma til þess að fræðast um rithöfunda? Það eru ekki nema tólf ár síðan, að mamma hérna og ég vorum að aka hjólbörum og selja brækur, og við vissum svei mér ekki. hvað sneri upp eða niður á bók. Er það ekki satt, rnarnma?" Mamma kannaðist við, að svj væri, þótt mér fyndist það ekki gert með eins miklum áhuga eins og hjá eiginmanninum. Fimm Utlir T—S-ar voru að alast upp og studdu að tilhneigingunm til þess að láta það gamla vera gleymt og grafið, annaðhvort í West- minster Abbey eða einhvers staðar annars staðar. Þjónninn kom með matinn og lagði hann á borð fyrir okkur. Og T—S festi þurkuna upp undir bæði eyruK greip hnííinn annari hendi og gaffalinn hinni, andaði djúpt að sér og sagði: „Verið sælir, góðir hálsar! Við hittumst seinna!“ Og hann tók tii starfa. XVI. 1 fimni minútur heyrðist ekkert annað hljóð en þegar matur þessa eina manns var að komast inn 0g komast niður. Þá hætti hann alt í einu, studdi báðum höndum á borðið með hnífinn og gaffalinn beint út í lofáð og sagði: „Herra Smiður! Þér borðið alls ekkert!“ Ókunni maðurinn, sem sýnilega haíði ver- að í vökudraumi, rankaði aftur við sér í veit- ingahúsinu. Hann horíði á birgðarnar af mat fyrir framan sig. „Ef þér einungis vilduð leyfa mér aö taka eitthvað af þessu með mér út til mannanna fyrir. utan!“ Það var innileg bón í jröddinhi. En T—S sló skipandi ófan í borðið bæði

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.