Alþýðublaðið - 25.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.11.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Englandi. — „Mgbl.“ er álíka ná- kvæmt í frásögum og alloft áður. Þar segir, að „Ólafur“ hafi verið „með 13 kitti". Hættur veiðum er togarinn „Belgaum'* og hefir verið fluttur inn i sund. Bætist enn við í dugnaðarsýningu stórútgerðar- félaganna. Áhættu verkalýðsins Einn verkamaður bæjarins var í fyrri viku að höggva klaka. Hrökk þá stykki frá jarðhögginu og í auga mannsins. Að einum degi liðnum var hann fluttur á sjúkrahús og augað tekið úr honum. Maðurinn heitir Hannes Sigurðsson og á heima i Ánanaustum hér i Vesturbænum. Hann hefir fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Meiðsl af árekstri. Drengur, sem var á reiðhjóli í gær og kom niður Bankastrætis- brekkuna, rakst á gangandi mann í Austurstræti og var þó á hægri ferð. Féllu þeir báðir, og varð drengurinn undir. Maðurinn meidd- ist ekki, en drengurinn lá eftir og var fluitur, í bifreið til læknis. Hafði hann fengið vott af heila- hristingi, en mun ekki hafa meiðst hættulega. Alhvitt af snjó gerði hér i borginni um miðdegið í dag. Skipafréttir. ' Tvö fisktökuskip, „Sollund" og „La France", eru nýkomin hingað. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 1 stigs frost. Átt suðiæg og vestlæg. Snarp- ur vindur á Seyðisfirði. Annars stað- ar lygnara. Þurt veður. Loftvægis- lægð yfir Grænlandshafi á norðaust- urleið. Útlit: Vestlæg og suðvestlæg átt, allhvöss í dag á Vestfjörðum. Éljaveður víða. Hér og yfirleitt við Suðvesturland kólnak; skúra- og élja-veður. Njáluerindi. I kvöld kl. §—7 flýtur Kristján Andrésson erindi. Efni: Hvar er Njála rituð? Erindið verður flutt í heixnspekideildarsal háskólans. AIÞ ir veikomnir. tt# Aá PS Wi Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,70 100 kr. sænskar .... — 121,95 100 kr. norskar .... — 116,84 Dollar . ..............— 4,571/3 100 frankar franskir. . . — 16,06 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 100 gullmörk þýzk. . . — 108,56 íhaldsmenn öfgamenn. „Mgbl.“ segir j dag frá úrslitum kosninga í Saxlandi á Þýzkalandi, er hafi orðið „þau, að öfgaflokk- arnir tveir, kommunistar og svæsn- ustu hægrimenn unnu á, en mið- flokkar allir töpuðu fylgi." Þegar þess er gætt, að þessir „svæsnustu hægrimenn“ era íhaldsflokkurinn í Saxlandi, sams konar stjórnmála- flokkur og íhaldsmenn hér, er þarna fengin viðurkenning „Mgbl.“ fyrir því, að þeir séu öfgamenn. Það lítur út fyrir,- að „Mgbl.“ sé að lagast, því að þetta er rétt hjá „Mgbl.“ og meira að segja líka það, að komið hafi fyrir, að vinnuteppan við ensku kolanámurnar hafi verið kölluð „verkfall'* í Alþýðublaðinu, þótt það sé ekki rökrétt, en við það er ekkert óheiðarlegt, þar sem jafnframt hefir verið skýrt frá þvi, L ‘LIND H O L M -orgelin eru beztu orgelin, sem hingað flytjast.. Hljómfegurð og útlit óviðjafn- anlegt að dómi allra þeirra, er séð hafa. Af mðrgum, er komu fyrir skömmu, er ekkert óselt, en það borgar sig að hafa biðlund því að þau koma aftur þ. 12. dezember. Nótna> og Hljóifæraverzl. lelga lallgrf mssonar LælíJargötK 4. Sfml 311.. Mme Gemame le Senne, söngkona frá Operunni i París, heldur hljómleika i Nýja Bió í kvöld kl. e. h. Emil TficroödseM aðstoðar. Aðgöngumiðar seldír í Bóka- 'veizlun ísafoldar, Sigf. Eymunds- sonar, hljóðfæraverzlun frú K. Við- ar og Hljóðfærahúsinu og kosta kr. 2,00, 3,00 og 5,00. að námueigendur væru valdir að hexmi með ójöfnuði sínum við r.ámu- verkamenn. „Mgbl.“ hefir aftur á. móti notað orðið „verkfall" í þeim tilgangi að ófrægja námumennina í augum þeirra, sem litinn skiíning hafa á aðstöðum í vinnudeilum, á. líkan hátt og það hefir kent námu- mönnunum um það tjón, sem enska: þjóðin hefir beðið við verkbannið. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. með hnífnum og gafflinum. „Herra Smiður! Etið þér matinn yðar! Etið þér, segi ég!“ Það var alveg eins og hann væri að eiga við einn af litlu T—S-unum. Og þótt undarlegt megi virðast, þá hlýddi Smiður. Hann tók upp lítinn brauðmola og borðaði ögn af honum, og T—S tók til starfa aftur. Nú varð aftur fimm minútna þögn, og þá hætti kvikmyndaltóngurinn aftur að snæða, og nú var skelfing í andliti lians. „Guð minn góður! Hann er að gráta!“ Þetta var rétt. Tvö stór tár streymdu niður kinn- ar mannsins og ,drupu á brauðið, sem hann var að eta! „Heyrið þér nú, herra Smiður!" andmælti T—S. „Eru það þessir verkfallsmenn —T „Mér þykir fyrij þvi —“ „Já, en, í isaunleika sagt, hvers vegna skyld- uð þér vera að spilla matfriði yðar fyrir þesSa fjandans letingja-slána ?“ „Abey! Að þú skulix nota annað eins orð- bragð í miðdegisveizlu!“ greip mamma fram í. Og þá tók María Magna alt í einu til máls. Það var furðulegt, þótt ég tæki ekki eftir því fyrr en á eftir, en María, sem aldrei gat ótalandi verið, hafði naumast sagt :þitt einasta orð frá því, er við fórum úr íegnmar-stofunum. María, sem ávalt var lífið og -sálin í veizium, sat þarna eins og kona, sem séð hefir afturgöngu barns; hún horfði stöðugt á Smið og virtist niðursokkin í að geta sér til um hugsanir hans. „Abey!“ sagði hún, og var meira niðri fyrir og á annan hátt heldur en ég hafði nokkru sinni séð hjá henni áður. „Láttu matinn eiga sig eitt augnablik. Ég þarf að segja dálítið. Hér er maður með hjartað fult af elsku til fólksins, — en við gerum ekkert annað en að hugsa um, hvað við getum náð út úr því! Hér er maður, sem í raun og veru hefir trú, — og þú ert að reyna að gera hann að kvikmyndabrúðu! Reyndu að koma þessu inn í höfuðið á þér,. Abey!" Hinn mikli maður starði á hana. „Hvað í ósköpunum gengur að þér, María?“ Og alt í einu æpti hann því sem næst upp yfir sig: „Hamingjan! Er hún ekki líka farin að gráta!“ „Nei; ég er ekki að því,“ sagði María og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.