Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 3
26. aóv. 1926. væri ætlast, og reykháíurinn þyk- ir oí viður .o. s. frv. Lögunar á þessum gölium er lrraiist, en er víst, að skipasmíðastöðin telji sér skylt að framkvæma hana á sinn kostnað eftir að aðalteikning hefir verið samþykt og skipinu síðan skilað fullsmíðuðu undir eftirliti skipasmíðasérfræðinga og án þess, að athugasemdum hafi ver- ið hreyft við móttöku, svo að vit- að sé? Að minsta kosti er trúlegt, að ef verulegra brey-tinga þarf á skipinu, þá geri smiðastöðin sig ekki ánægða með að bera þann kostnað, þó að tilboð hennar hafi raunar verið nokkru hærra en annað, sem völ var á frá Svíþjóð. Slíkar umbætur eru d ýrar, og skipið þolir enga bið af deilu um, hver greiða skuli lögunina; hún verður að vera forsvaranlega af hendi leyst, því að það má ekki eiga sér stað, að mennirnir, sem verja skulu dýrmæta landhelgina, l^éu í neinni hættu vegna galla á ■skipinu. Mistökin um fráganginn á skipinu geta því orðið útdrátt- arsöm fyiir ríkissjóð áður en lýk- ur. Þetta er því alvarlegt mál. Það er svo alvarlegt, að næsta þing verður að graiast rækilega fyrir, hvernig í því liggur, og ganga rikt eftir ábyrgð á hendur þeim, sem á s'ökina, hvort sem reynist vera, að skipasmíðastöðin hafi svikið verkið eða ráðherrann, sem samdi við hana, ekki verið mað- ur til að ganga svo frá sanmingn- um, að ekki væri opinn • gróða- Vegur fyrir skipasmíðastöðina að ganga svo frá verkinu, að hún hetði atvinnu til frambúðar af umbótum á skipinu. Enn fremur þarf að athugat hvernig stendur á þvi, hversu „Flydedokken“ verð- Ur gc??t til samninga við íslend- inga, jafnvel þótt tilboð frá henni séu dýrari en öðrum. t þessu máli verður að gera fuMkomlega hreint, svo að slík mistök, sem virðast hafa orðið um fyrsta landhelgisgæzluskip is- lendinga, endurtakist ekki um hin næstu, og ekki vakni upp ótrú á því, að isiendingar séu færir um að halda vel uppi sjálfstæði sinu á hinu mikiivæga sviði landhelgis- gæzlunnar. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjölum kl. 3Vá p. m. þessa dagana. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mýjar kosaingar í Danmðrku 2. dezember. Khöfn, 14. nóv. Ríkisþinginu er slitið, ’og nýj- ar kosningar fara fram 2. dezem- ber. Stjórnin áfrýjar gerðum sín- um til kjósenda, og skera þeir nú úr því, hvort nú verandi stjórn situr áfram eftir kosningarnar eða hvort öðrum skuli falinn sá starfi á hendur. Eins og menn vita, hefir stjórn- in stuðst við gerbótamenn í þing- inu, en þeir hafa fallið frá í mál- um, sem stjórnin heldur til stréitu, meðal annars urn tekjuskatt og fjárveitingu, 15 millj. kr„ sem styrk og lán til iðnfyrirtækja til aukinnar vinnu og framleiðslu. Til þessa vildu gerbótamenn leggja 3 millj. kr„ og tekjuskattinn vildu þeir lækka svo, að jafnaðarmenn sáu sér ekki fært aÖ ganga að þeirri miðlun. í þinginu (þjóðþinginu) ei^ flokkaskipunin þessi: 55 jafnað- arrnenn, 42 vinstrimenn, 28 hægri- menn, 20 gerbótamenn og 2 utan ’flokka. Stjórnin hefir því haft 75 atkvæði móti 72 eða þriggja at- kvæða meiri hluta. i landsþinginu eru hægri og vinstri í miklum meiri hluta. Landsjnngið er því þröskuldur sá, sem alt af hefir verið í vegi jafnaðarmanna og stuðningsmanna þeirra. Hafi það ekki felt gerðir þjóðþingsins, hefir það skorið þær svo, að oft voru þær ekki nema svipur hjá sjón, þegar þaðan kom. — Á þessu hefir gengið, siðan nú verandi stjórn tók við völdum, og hlaut að reka að því fyrr eða síðar, að stjórnin áfrýjaði til kjós- enda. En það myndi þó eflaust hafa verið talið heppilegast, að stjórnin hefði setið kjörtímabilið út, og það hefði veriö hið ákjós- anlegasta af pólitískum ástæðum. Og mjög er það vafasamt, að gleði hægri- og vinstri-manna sé mikil yfir því að eiga nú að fara að kjörborðinu. Ég skal engu spá um það að svo komnu, hvernig þessar kosningar fara, en vinstrimenn sigla þegar með rifin seglin, svo að það væri sízt að furða, þó að lendingin yrði öröug, og einhverjir kæmu ekki að landi aftur sem þingmenn þess flokks. Gerbótamenn munu sjálfsagt iíka 3 missa menn utan borðs, og er lið þeirra sízt of mannmargt fyr- ir. — Jafnaðarmenn sigla með góðan byr, enda engin ástæða til að óttast mannfall á þeim knerri. Hægrimenn bera sig karlmann- lega, þótt ekki sé ugglaust, að kurr muni og vera í þeim her- búðum. Þorf. Kr. Viðtal um vigsluneitun biskups. Alþbl. fór að hi.tta einn af þeirn mönnum, *sem er margfróðastúr hér um eðli kirkjumála. Það er Guðbrandur Jónsson, höfundur hins fróðlega rits um íslenzka kirkjuhætti á miðöldum. „Hvað getið þér sagt mér um vígsluneitun biskups?" „Hvernig í ósköpunum dettur yð- ur í hug að fara að spyrja mig um þetta? Ég er rómversk-ka- þólskur og hefi enga löngun til að fará að skifta mér af innbyrðis- þrasi mótmælenda. Mér nægir í því efni það, sem mín eigin kirkja getur veitt, og um vígslu- neitun biskups veit ég auðvitað ekkert nenta það, sem í blöðun- um hefir staðið.“ „En þér getið að minsta kostl sagt okkur eitthvað um eðli vígsl- unnar og þýðingu hennar!“ „Það get ég auðvitað gert. Rök- semdir biskupsins fyrir því að neita um þessa prestsvigslu sýn- ast fljótt á iitið vera góðar, — að það nái engri átt, að hin lút- erska þjóðkirkja fari að vígja prest til safnaðar, sem stendur á öðrum játningargrundvelli en hún, — en sé eðli vígslunnar rannsak- að, þá reynist sá styrkur, sem að dómi biskups er með því veitt- ur, vera alveg þýðingarlaus. Vígsl- ur eru með þrennu móti: 1. vígsl- ur með sakramentiseðli (benedicti- ones sacramentales), |). e. vígslur, kem í krafti sérstaks guðdómlegs umboðs veita mönnum eða hlut- um sérstakt óafmáanlegt vald éða eðli, t. d. vígsla brauðs og víns í sakramentinu (transsubstantio), vigsla biskups, prests, hjúskapur o. s. frv„ 2. vígslur, sem að lög- um og venjum (ekki að guös um- boði) veita hlutum eða mönnum sérstakt, öafmáanlegt eða að minsta kosti langvarandi, vald eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.