Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ eöli, t. d. kirkjuvígsla, altaris- vígsla, nunnuvígsla og munka o. s. frv. Eru þessar vígslutegundir einu heiti nefndar benedictiones constitutivæ af því, að með þeim er skapað óbreytanlegt ásiand; svo er t. d. að vísu hægt að taka af manni, sem slíka prestsvígslu hefir, leyfið til að nota hana, en fremji hann engu að síður prests- verk, er það gilt, þó óheimilt sé, því að vígslan deyr með mann- ipum, og eins er um sakramentið; það er hold og blóð Krists, þó að efni þess sé orðið skemt og ó- neytandi. En þessar constitutiv- vígsiur eru ekki til í þjóðkirkj- unni íslenzku, heldur eru allar vígslur þar með þeim hætti, 3. að þær veita út af fyrir sig ekki vígðum hlut eða manni neitt ó- afmáanlegt eð!i eða vald, held- ur eru það guðrækilegar fyrir- bænir, sem ekkert ástand skapa. Þær eru því neindar bænavígslur (benedictiones invocativæ), og það, sem fyrir vígslunni varð, er óbreytt eítir sem áður. Þessa vígslu fær altarissakramentið í þjóðkirkjunni; brauðið og vinið tekur engum eðlisstakkaskiftum í vígslunni, heldur er Kristur í því, með því og undir þvi, ef þess er neytt (consubstantiation), og sést þetta bezt á því, að það, sem af- gangs verður af brauði og vini, notar prestur aftur í næsta sinn og vígir þá aítur. Á sama hátt er og prestvígslu þjóðkirkjunnar farið, enda segir kirkjuskipan Kristjáns III., að „prestvígslan sé ekkert nema kirkjusiður, með hverjum menn eru kallaðir til þjónustu orðsins og sakrament- anna, en enginn getur tekið að sér kirkjuþjónustu eða tekið brauð, nema hann sé löglega skipaður." Þetta er því ekki að eins rökrétt skilgreining, heldur einnig kenn- ing þjóðkirkjunnar, enda þarf nú á dögum í raun rét ri ekki annað til þess að vera prestur í þjóð- kirkjunni en kosningu'safnaðarins og s'aðfestingu stjórnarinnar. Og þó siður sé, að vígslan sé framin, hefir hún ekki frekari þýðingu en t. d. Idrkjuleiðsla kvenna, enda ef það alkunnugt, að þeir, sem vígðu hina fyrstu lúíersku presta, höfðu ekkert vígs’uvald um fram hvern óvígðan mann. Eftir þessu getur kandídatinum, sem hlut á hér að máli, á sama staðið, hvort hann fær vigslu biskups; hann er jafnt prestur fyrir því í skiln- íngi lúterskrar kirkju, ef hann er kosinn af söfnuði og hefir stað- festingu stjórnar, þar sem þess þarf méð. Hins vegar virðist mér það, þó að mér komi það ekki við, þarfleysa af biskupi að vera að halda í vigsluna, sem ekkert er og prestinum getur að engu liði komið. Og hreint fráleitt er það, þegar biskup er að líkja sér og sinni vígslu við kaþólska bisk- upa og kaþólskar vígslur, því að auðvitað er hann ekki biskup, þó nafnið beri, i sama skilningi og þeir; hann hefir enga constitutiva biskupsvígslu þegið eins og þeir, heldur er hann biskup í krafti konungsveitingar fyrir embættinu, og sú vígsla, er hann veitir, ekki annað en góðar fyrirbænir, sem geta verið fult eins kröftugar hjá öðrum en honum. Ég býst við, aÖ yður þyki ég hafa talað nóg um þetta efni. Annars virðist þetta mál svo lítilfjörlegt, að varla hefði orðið neitt veður úr því, ef ekki væri eins almenn andúð .gegn biskupi innan þjóðkirkjunnar milli leikra og lærðra eins og sagt er. En sem sagt, rifrildi innan þjóð- k'irkjunnar kemur ekki mál við mig.“ InBilend tfðiisdl. ísafirði, FB., 24. nóv. Aflabrögð eru nú við Djúp meiri en, menn muna, einkum á út-Djúpinu. Smá- vélbátar hafa fengið alt að 10 þús. pund á 50 lóðir, mest stórfisk. Stærri vélbátar hér eru að byrja veiðar. Tíð og heilsufar. Tið mild, ep óstöðug. Heilsufar gott. V. Rökstutt svar óskast. 1 dag birtist i „Morgunblaðinu" grein um fyrirlestur Þorsteins úr Bæ, þann er hann hélt á sunnu- daginn var, og átti hún, eins og vænta mátti, lítið skylt við sann- leikann eða réttan skilning þess, er hún fjallaði um. Höfundur greinar þessarar fyltist heilagri vandlætingu út af því, að Þor- steinn úr Bæ skuli hafa leyft sér að taka til nokkurrar athugunar framferði Jóns Helgasonar, síðan hann varð biskup landsins, og kemst að þeirri niðurstöðu, að gagnrýning hans hafi verið „ó- rökstudd og óskammfeilin um- mæli“, sem ekki megi láta ómót- mælt. Ekki virðist þó þessi ihalds- ritstjóri hafa góðan málstað að verja fyrir hönd biskups, því að þótt honum sé það ljóst, að gagn- rýning Þorsteins á atferli Jóns Helgasonar þurfi mótmæla við fyrir hans hönd, þá kemur hann ekki fram með neinar varnir fyr- ir kirkju og biskup. Nú eru það tilmæli mín, að „Morgunblaðið'* mótmæli opinberlega ummælum Þorsteins úr Bæ um Jón biskup eða berjist fyrir því, að Jón Helga- son afsanni sjálfur það, sem Þor- steinn úr Bæ ákærir hann um að hafa gert og látið ógert, og færi ástæður fyrir framferði sínu frammi fyrir alþýðu landsins. Reykjavík, 25. nóv. 1926. AjcK. Um daginn og veginn. Næturlæknír ibt í nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Veðrið. ' Hiti mestur 3 stig, minstur 5 stiga frost. Átt vestlæg og suðvestlæg, fremur hæg. Haglél í Reykjavík og litil snjókoma í Jjrindavík. Þurt veð- (ur á fjarlægari stöðvum. Loftvægis- lægð á’ norðausturleið við Suður- Grænland. Svipað útlit víðast. Hér við Suðvesturlandið vaxandi suð- austanátt í nótt og sennilega úr- koma. „Systrafélagið Alfa“ heldur „Bazar" til ágóða fyrir góðgerðastarfsemi sína þriðjudhginn 30. nóvember í Ingólfsstræti 19 (út- byggingunni). Húsið verður opnað kl. 4 e. m. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. — Stjórnin. Mme. Germaine le Senne, söngkonan franska, hélt fyrstu söngskemtun sína í gærkveldi við fagnaðarsamlegar viðtckur áheyr- enda. Ekki sízt glöddust þeir, er hún söng að lokum aukalega vísurn- ár „Bí, bi og blaka“ á lýtalausri ís- lenzku. Næsta sinni- syngur hún í frikirkjunni á sunnudaginn trúarleg lög með aösíoð Páls Isólfssonar. Söngkonan er hér á vegum opin- berrar nefndar lýðveldisins franska

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.