Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 3
27. nóv. 1926. ALÞÝÐOBLAÐIB S út úr búð í uppsprengdum vörum. Það verður þvi eitt af fyrstu verk- um verklýðsíélagsins að heimta laun greidd í peningum, eins og landslög mæla fyrir um. (Frh.) Espepniito pingið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. (Frh.) 16. Fólkið. Ekki má skiijast svo við þetta mál, að ég fari eigi nokkruin orð- um um fólkið sjáift. Má skifta því í tvo flokka: esperantista þá, er þingið sátu, og Skota eða þann hluta skozku þjóðarinnar, sem ég hafði nokkur kynni af. Fyrst er þá að minnast á es- perantistana. Þeir voru þarna langt á tíunda hundrað, eins og áður er sagt. Má nærri geta, að útlit þeirra var með ýmsumóti, þegar þess er gætt, að þeir voru frá 37 þjóðum. Þar voru menn af norrænu kyni og suðrænu og austrænu. Helzt stungu sumir Ja- panarnir í stúf við það fólk, sem maður á að venjast. Er það þó sannast að segja, að sumir þeirra eru alira laglegustu menn, þó vit- anlega sé alt af nokkur Mongóla- svipur á þeim. Þarna voru rnenn á öllum aldri, börn yngri en 10 ára og öldungar á áttræðisaldri. Esperanto á alls staðar fylgismenn, eins og eðli- legt er og sýnt hefir verið. Þrátt fyrir það, að svona margir og ólíkir menn voru þarna saman komnir, þá var þó eitt, sem ein- kendi þá aila, og það var ánœgj- an. Allir \taru þarna kátir, léku við hvern sinn fingur og gerðu að gamni sínu. Samúð ríkti þar, og er óhætt að fullyrða, að flestir eða allir fundarmenn hafa orðið snortnir af hugsjón Zanienhofs, friði og bróðerni milli allra manna og allra þjóða, enda vaknar sú þrá næstum ósjálfrátt í brjóstum manna, þegar þeir læra að skilja aðra menn, en það er esperantist- um auðvelt. Þessi heilagi andi er svo ríkur á allsherjarfundum þeirra, að hans gætir miklu mest og setur sinn svip á alla samkom- una, og áhrifin verða þau, að trú manna á framtíð mannkyns- ins og sigur hins góða eykst og eflist. Má j>aðan rekja margt, er þýðingu hefir síðar fyrir líf fund- armanna og margra annara. En ég hefi minst nokkuð á þetta áður. Skozku þjóðinni kyntist ég að vísu ekki mikið, því aö ég dvaldi að eins hálfan mánuð í Edinborg og eyddi þó annari vikunni að nrestu meðal esperantista. En auö- vitað hlaut ég þó að hafa nokkur skifti við Skota. Er það skemst af að segja, að mér geðjaðist á- gætlega að þjóðinni. Varð ég þar ekki var við annað en kurteisi og greiðvikni. Þurfti ég þó alloft að leita ýmissa upplýsinga, spyrja til vegar o. s. frv. Snéri ég mér þá vitanlega helzt til lögregluþjón- anna. Man ég sérstaklega eftir því, að einhvern dag að þinginu loknu var ég á leið að heimsækja Þórberg, en hann bjó langt suður í borg. Ég var ókunnugur leið- inni og spurði því lögreglumann einn til vegar. Hann sagði mér af hið ljósasta. Þegar ég svo, all- löngu síðar, fór til baka, kallaði þessi sami maður til mín og s'purði mig, hvort ég hefði fund- ið stað þann, er ég hafði ætlað til. Ég kvað svo vera og bauð honum brjóstsykur, sem ég hafði af hendingu í vasa mínum. — Svipaðir voru menn víðar. Oft gerði einn eða annar borgari sér ómak til að vísa mér til vegar. Vera má, að Esperanto-stjarna mín hafi heldur orðið til að hjálpa mér, því að flestir þektu hana og munu hafa viljað greiða götu esperantista. Að minsta kosti sagði stúlka ein, senr ég hitti i nratsöluhúsi nokkru og spurði mig, hvernig mér geðjaðist að þjóðinni, en ég lét vel yfir og mintist á kurteisi marina og greið- vikni —, nú, hún sagði, að þessi hefði e. t. v. dugað mér, og benti á stjörnuna í barrni mínum. Yfirleitt virtust mér Skotar vera mjög svipaðir íslendingum, og íyrir kom það, að menn héldu mig vera skozkan, af því að ég var í hópi með Skotum. Og það verð ég að játa, að ef blandað væri saman nokkr- um stúlkum úr Princess Street og öðrum úr Austurstræti, þá væri það ekki á mínu færi að greina þær svo í sundur, að eng- in skozk slæddist með þeirn ís- lenzku eða gagnkvæmt. Auðvitað er það, að búning þann, sem sér- kennilegur er fyrir ísland, hittir maður ekki í Edinborg. Þó eá ég þar eina stúlku með fléttað hár, og lét hún það hanga niður á bakið. Það var ljóst, og var alt yfirbragð meyjarinnar þannig, að mátt hefði ætla, að hún væri heimasæta norðan úr Skagafirði, en hefði lagt niður upphlutinn og farið í léttan sumarkjól. Þessi stúlka var samt áreiðanlega skozk. Hún er esperantisti. Annars báru flestar stúlkur hárið sett upp í hnút í hnakkanum eða þá stýft, álveg eins og reykvískar tízku- meyjar. Og eins sá ég það í Edinborg og Reykjavík, og þótti jafnljótt í báðum stöðum, að stúlkur förðuðu sig svo óspart, að nefin á þeirn Iitu út eins og þær hefðu rekið þau ofan í hveiti- poka. En þó sá ég mörg heiðar- lega sólbrend andlit í Edinborg, ég held að tiltölu fleiri en í Reykjavík. En sem sagt fólkið er svipað. Þetta er ákaflega ófullkomið, sem ég hefi nú sagt. En það verður að nægja að þessu sinni. Ég vil að eins taka það fram, að ég veit ekki, að hvoru mér gazt betur, landinu eða fólkinu, og fara þó Skotar vissulega með rétt mál, þegar þeir segja' „bonnié Scot- land“*). (Frh.) Nokkur orð til Einars sýslum. Jénassonar. Herra ritstjóri! Út af grein hr. Einars Jónasson- ar, sýslumanns á Patreksfirði, í blaði yðar frá 13. þ. m., leyfi ég mér að biðja yður um rúm fyrir eftir farandi línur. Einar Jónasson sýslunraður á Patreksfirði sendir mér tóninn í Alþbl. í þeim anda, sem vel hefði mátt búast við af illa upplýstum götustrák, en ekki hálærðum emb- ættismanni, og skal ég í örfáum orðum svara ýmsu í grein hans. Sýslumaður byrjar grein sína á því að tala um flækinga. Sýnir það Ijóslega, hvað hann er velvilj- aður þeim mönnum, sem reyna á heiðarlegan hátt að útvega sér at- vinnu. Þá minnist liann á dvöl mína í gistihúsinu á Patreksfirði og það, *) „Skotland fagra'1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.