Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ að ég vegna vanskila yrði þaðan út rekinn. En það held. ég, að mér sé óhætt „að segja, að þangað sé ég jafn-velkominn og hr. sýslu- maðurinn. Hvað viðvíkur brigqii sýslu- manns um hræðslu rnína, skai ég fátt segja. En þó get ég tjáð hon- um, að hættuiegri síundir hefi ég lifað en það að klifra upp á hús- kofa sýslumannsins á Patreksfirði, énda held ég, að honum • farist ekki, að brigzla mönnum um ■hræðslu, því að komið hefir það fyrir, að hann héfir hætt við smá- ferðalag vegna hafgælu, er lagði inn fjörðinn. Þá talar hann um úttekt skips- ins. Segist hann hafa deilt henni í sex staði eða eftir tölu skip- verja. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta rangt og viðgengst víst hvergj nema hjá sýslumanni. Því þó að alt sé tekið k félagi um borð í skipið, þá hefir hver sinn reikning yfir það, sem hann not- ar, og sýndi ég honum r'eikning yfir það, er ég hafði tekið út um borð. En um það viðhafði sýslu- maður þau orð, „að sér kæmi það ekkert við; hann vildi fá sitt.“ Á þessu sést, hvað dómarinn er rétt- látur og sanngjarn. Þá spyr hann um vikt og út- komu á fiskinum. Þvi skal ég svara með því að birta reikning, er hann sjálíur hefir skrifað. Pro. 4 skpd. 93 kg. fiskur kr. 214,82. An. Vs frá . kr. 71,61. — 2/s af salti og verkun. . . kr. 61,94. An. 7» olía . — 8,22. Úttekt hjá Ó. Jð’n. og kjöt . . kr. 49,80. — 192,07. kr. 22,75. Fengið i peningum . . •— 15,00. Innieign................kr. 7,75. Úttektin er 18 krónum hærri heldur en ég hefi tekið, en það vildi hann ekki lagfæra þrátt fyr- ir það að vera búinn að lofa því að lagfæra þetta, er skipstjóri kæmi heim. En þegar ég ásamt skipstjóra fór heim til hans, þver- neitaöi hann, og fékk ég ei ann- að en skammir í stað uppbótar, en skipstjóri misti kjarkinn til þess að framíylgja réttláiri kröfu minni, sem honum þó bar skylda til. Þá skal ég geta þess, að ég lauk við að þurka og „raga“ fisk af mb. „Hreggviði" með samþykki sýslumanns. Við það starf var ég 'hluta úr 5 dögum og tók 90 aura um klukkustund. Samtals var vinna mín kr. 31,25, og færði ég honurn reikning yfir það, sem hann þverneitaði að greiöa. Á ég þvi inni hjá sýslumanni samtals krónur 49,25 — segi og skrifa fjörutíu og níu krónur, tuttugu og fimm aura — að viðbættum kr. 7,75, sbr. reikninginn frá sýslu- manni. Hvað hegðun minni viðvíkur, þori ég óhræddur að leggja hana undir dóm þeirra manna, er ég hefi verið með, og munu þeir ekki vera ómerkilegri menn en sýslu- maðurinn á Patreksfirði. Að öðru leyti vísa ég öllurn hans fúkyrðum heim til föður- húsanna, en þau sýna bezt, að sýslurn. hefir verið reiður, er hann reit þau, og sannar jrað hið forn- kveðna, að „sannleikanum verður hver sárreiðastur.” Hafnarfirði, 20. nóvember 1926. Eyjóljur Eyjólfsson. Uns daginn ocg veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900, og aðra nótt Kon- ráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575. Næturvörður er næstu viku i lyfjabúð Reykja- víkur. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum i dag kl. 3Ve e. m., en næstu viku kl. 3Ví e. m. ,,Móðurást“, listaverk Nínu Sæmundsson, verð- ur 61 sýnis í Alþingishúsinu á inorg- un frá kl. 1—3 e. m. Fræðslufundur „Dagsbrúnar“ verður kl. 2 á morgú^i í skrifstofu hennar. Jólapóstarnir fara héðan úr Reykjavík norður og vestur 1. dez., en austur 5. dez. Messur ó morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 2 heldur séra Friðrik Hallgrímsson barna- guðsþjónustu, kl. 5 séra Fr. H. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðs- son. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hómessa, kl. 6 e. m. guðsþjónuíta með predikun. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. predikar séra O. J. Olsen um „Faoir vor ‘. — 1 Sjómannastof- unni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir velkomnir. — í spítalakirkju þaþólskra manna í Hafnarfirði verð- ur kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Skráning atvinnulausra manna, sem ekki eiga framfærslusveit í Reykjavík, en eiga heima í borg- inni, fer fram þessa dagana í Al- þýðuhúsinu kl. 10—12 f. m. og 1—5 e. m. Þeir atvinnulausu menn, sem hér eiga framfærslusveit, snúi sér til fulltrúanefndarinnar í skrifstof- unni fyrir atvinnulausa menh' í Suð- urgötu 15, kl. 1—4 e. m. 30 ár eru i dag, síðan skáldið Grhnur Thomsen andaðist. „Bátsenda-pundarinn“, kvæði Gríms Thomsens, verður nú orðið oft til þess að minna á Krossanessför Magnúss Guðmunds- sonar, sem andstæðan atburð Báts- endaför Skúla fógeta. „Júpiters“-málið. Skipstjórinn á togaranum „Júpí- ter“ hefir verið sýknaður af ákær- unni um landhelgisbrot. Fyrirlestur Lúðvígs Guðmundssonar í gær- 'kveldi um vígslun:itun biskupsins var svó vel sóttur, að Nýja-Bíó- salurinn var þéttskipaður í sæti og margir stóðu. Viínaði hann einkum í rit Jóns biskups Helgasonar frá fyrri árum gegn því, að neitun hans um að vígja Þorgeir Jónsson hafi verið réttmæt og í anda islenzku kirkjunnar. Jón biskup hafði sagt í „Vísi“, að söfnuðurinn ves(ur-ís- lenzki, sem Þ. J. er ráðinn prestur hjá, hefði ekki óskað vígslunnar, og að sá söfnuður stæði alls ekki á sama jálningargrundvelli og þjóð- kirkjan íslenzka, — hinum evang.- lúterska. Fyrir því hefði hann ekki séð sér fært að vígja hann. Nú benti Lúðvíg á, að J. H. hafir áður haldið því fram, að islenzka þjóð- kirkjan haíi engin lögfest játningar- rit og að andi evang.-lúterskrar kii kju væri á móti öllum játningum. Eftir vígsluneitunina hafoi Þorgeir spurt biskup, hvort hann myndi hafa vigt sig til heiðingjatrúboðs, ef hann hefði óskað þess. Því hefði biskup svarað jáíandi. Þess vegna spurði Lúðvíg: Hvar eru þeir evan- gelisk-Iútersku heiðingjar, sem myndu éska að fá Þorgeir Jónsson fyrir prest með vígslu í anda játn- inga íslenzku þjóðkirkjunnar, sem ekki eru til? — Eftir að L. G. ihafði talað nokkuð á aðra kl.stund, hafði hann enn ekki hálfnað fyrir- lesturinn og frestaði því framhald- 'ilfu, en mun flytjá það bráðlega. Að lokum bað hann áheyrendurna að ákveða, til hvers ágóðanum af er- indinu skyldi varið, og stakk upp ó, að honutn væri varið til styrktar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.