Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.11.1926, Blaðsíða 5
ABpÝÐUBLAÐIÐ B efnilegum, bláfátækum manni til tónlistarnáms. Var það' samþykt með lófataki. Málverkasýningar. Júlíana Sveinsdóttir hefir opnað málverkasýningu í Listvinaféiagshús- inu (rétt hjá Skólavörðunni). Mál- verkasýning Eyjólfs J. Eyfelis í Hafnarstræti verður opin á morgun í síðasta sinn. Listverkasýning Guð- mundar Einarssonar á Grettisgötu 11 verður opin á morgun. Nokkur mál- verk seldust í vikunni. Skemtunina, sem haidin verður í kvöld að til- hlutun fulltrúaráðsins fyrir fólk í verklýðsfélögunum, ætti það að ijöl- sækja. Það eflir samtökin með því, þar sem ágóði, er verða kann, renn- ur til samtakastarfsins, og svo glæð- ir það samhuginn áð koma saman og gleðjast, enda veitir ekki af að létta hugann á slíkuin tímurn sem nú eru. Jölafastan byrjar á morgun. í sáttanefnd Reykjavíkur var kosinn í gær Sig- hvatur Bjarnason, fyrr bankastjóri, með 36 atkvæðum. Næstur var Á- gúst Jósefsson með 34 atkvæði. Varamaður í nefndina var kosinn Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi með 36 atkvæðum. Næstur var Hallgrhn- ur Jónsson með 23 atkvæði. Alls voru greidd 95 atkvæði. Úr nefnd- inni gengu Ólafur Lárusson prófess- or, aðahnaður, og séra Krisíinn Dan- íelsson, varamaður. Kirkjahljömleika heldur franska söngkonan Ger- maine le Senne í fríkirkjunni ann- að kvöld kl. 8J/2-. Páll Isólfsson að- stoðar. Á morgun fást aðgöngumið- ar að hljómleikunum í G.-T.-hús- inu eftir kl. 2. „Sex verur leita höfundar“ verður leikið annað kvöld. Niður- sett verð. Alþýðufólk, sem ann leik- ■list, fær þvi kærkomið tækifæri til að sjá þenna einkennilega sjónleik. Atvinnuleysið. 110 atvinnulausír menn, sem ekki eiga framfærslusveit hér í borginni, höfðu þegar verið skráðir fjrrir há- |degi í dag. Veðrið. Hiti 6—1 stig. Átt suðlæg og aust- læg. Stormur í Vestmannaeyjum og Grindavík og víðar nokkuð hvast, en logn á Akureyri og Seyðisfirði. Regn á Suðvestur- og Vestur-landi, og hefir tekið upp snjóinn hér í Reykjavík. Þurt annars staðar. Djúp loítvægislægð á norðausturleið aust- an við Suður-Grænland. Útlit: Yfir- leitt úrkoma. Suðlæg átt, talsvert hvöss hér við Suðvesturlandið í ,dag. Regnið heldur áfram í dag á Suð- ur- og Vestur-landi, en í nótt hæg- ir, og rignir minna. „Óðinn“, strandvarnaskipið, er kominn til Danmerkur. Listaverkasafn Einars Jónssonar er opið á morg- un kl. 1—3. 15 milljónir ungverskra króna hefir borgarstjórnin í Búdapest. veitt Hungara Esperantista Societo Laborista til þess að útbreiða Es- peranto meðal verkamanna. Atvinnuleysið í Hafnarfirði. Hafnfirðingar! Nú þurfa allir að hugsa um, að plássmenn hafi sem mest að gera og sem fæstir pen- ingar fari út úr plássinu, sem hægt er. Nú er tækifæri á því að ferðast með bifreiðum frá stöð Sæbergs — að eins nýjar Buick-bifreiðar á Til Vífilsstaða 1 kr. sætið alla sunnudaga frá Rvik kl. 11 V* f. m. og 2 e m., frá Vífilsstöðum kl. 1 Va og 4 e.m. Buick- bilar fyrir vanalegt fargjald. Að eins 1 kr. sætið hvora leið með hinum þjóðfræga kassabil frá „Sæberg.“ Simi 784. Simi 784. Herluf Clausen, Sími 39. Norðurljós" eldspýtur ódýrastar í heildsölu hjá MJóSkurfélagi Reykfavíkur. hverjum klukkutíma — eða með M. Guðjónssyni. Þeir eru sannir Hafn- firðingar. Látið þá því njóta ferða- peninga ykkar. Allir aðrir koppi- nautar þeirra eru utanplássmenn. Styðjið innanbæjariðnað. Hafnfirðingur. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. hungursdauða. Börn þeirra eta gras, og mag- ar þeirra bólgna upp, og fótleggir jreirra rýrna, þangað til þeir verða eins og sópskaft. Pau reika og detta ofan í skurðina við veg- ina, og önnur börn koma og rífa hold þeirra og eta.“ „O-o-o-o-o-o-ó!“ hljóðaði mamma. Hinir gestirnir í veitingahúsinu tóku að stara á okkur. „Nei, heyrjð þið nú!“ sagði T—S, og var mikið niðri fyrir. „Ég segi ykkur, að svona er ekki sæmilegt að haga sér í miðdegis- veizlu. Mér finst það ári hart að vera gestur rrianns og gera sér svo leik að því að spilla fyrir honum ánægjunni af matnum. Ég skal segja yður, herra Smiður! hvað ég skai gera. Pér verðið nú góður og etið mat yðar, svo að hann fari ekki til spillis, en ég lofa þvi, að ég skal fara á morgun á aðalstöðvar verk- fallsmannanna og gefa þeim ávísun fyrir þúsund dollurum, og! ef þessir böivaðir leið- togar þeirra stela þeim ekki, þá geta þeir aliir fengið eitthvað að eta. Og það, sem meira er, — ég skal senda ávísun fyrir fimrn þúsundum til rússnesku samskotanna. Jæja; er það þá ekki jafnað með þessu?" „Ég get ekki sagt annað en að ég get ekki verið samvizka fyrir aðra menn. En ég skal reyna að borða til þess að sýna ekki ó- kurteisi.“ T—S nöldraði eitthvað og hélt svo áfram að snæða. Smiður reyndi að láta svo, sem hann væri að því líka, og sama gerðnm við hin. XVII. Það vill svo til, að ég er alinn upp með fjölskyldu, sem er mjög vönd að virðingu sinni. Ekkert í veröldinni fellur móður minni og blessuðum systrum hennar ver en áber- andi geðshræringar, — nema ef það kynni að vera það að vita ekki sitt rjúkandi ráð urn það, hvað eigi að taka til bragðs. Og ekki var um það að villast, að í geðshrær- inguna höfðum við komist, og nú vissum við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.