Alþýðublaðið - 29.11.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 29.11.1926, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 „0, guð vors lands" á frakknesku. Næst syngur hún á föstudagskvöld- ið kl. 71/2 i Nýja Bíó. Jólasáhna fyrir slaghörpu eða orgel, sex að tölu, er Theódór Árnason hefir búið til prentunar, hefir Hljóðfærahús Reykjavíkur gefið út. Útgáfan er smekkleg og pó ódýr. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar ..... 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk pýzk. kr. 22,15 - 121,64 - 121,88 - 116,59 - 4,571/4 - 16,73 - 183,00 - 108,56 Kvöldvökurnar. I kvöld lesa Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, séraÁrni Sigurðs- son og Baldur Sveinsson. Lestrun- um verður viðvarpað. tsfisksala. Togarinn „Þórólfur" hefir selt afla sinn i Englandi fyrir 1235 sterlings- pund. Togararnir. „Hannes ráðherra" fór á veiðar á laugardagskvöldið. „Gyllir" kom úr Englandsför og fór á veiðar í gær. Landskjörsatkvæðin að austan, sem ókomin voru, munu hafa komið með „Nonna", en atkvæðin úr Barðastrandarsýslu eru væntanleg bráðlega með „Þór". Heilsufarsfréttir. (Eftir simtali við landlækninn í morgun.) „Inflúenzan" gengur um alt Suðurland, en hefir hvergi verið mannskæð, svo að landlækni sé kunnugt, og ekki vita héraðslækn- arnir í Reykjavík og Hafnarfirði til manndauða af hennar völdum nú. Engar aðrar farsóttir eru á Suður- landi. I Blönduósshéraði er ,j£ik- hósti". Hann er vægur, en virðist hafa leynst 1 héraðinu alt að tveggja mónaða tíma. Ófrétt af Vestur- og Austur-landi. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund í kauppingssalnum á morgun kl. 8Va- Kosnir fulltrúar til sambandspings. Félagarl Fjölmennið. Lyftan i gangi. Félagsmenn einir hafa aðgang að fundinum. „ Veslingarnir “ eftir Victor Hugo, 2. páttur, eru komnir út, sérprentaðir úr „Lög- réttu". Togari tekinn. „Þór“ tók nýlega útlendan togara við Vestfirði og kærði fyrir land- helgisbrot. Búist er við, að dóm- ur falli í tíagl í málinu. Erindi um esperanto flutti Þórbergur Þórðarson á skemtun verkafólksins 1 fyrra kvöld og las fyrstu versin i bibliunni á pvi móli. „V arðar“«rökf ræði. „Vörður" íhaldsstjórnarinnar hefir nú fundið upp pá rökfræði, að sá, er segir frá einhverri frétt, hljóti að vera ánægður með hana. Sami „Vörður" segir frá pví, að strand- varnarskipið „Óðinn" hafi reynst verra sjóskip en við var búist, og að eitt sinn hafi pað komíð fyrir, að pað lagðist alveg á hliðina undan veðri. Samkvæmt hinni nýju „Varð- ar"-rökfræði er hann ánægður nieð pað. Læknisembættin i Grímsness- og Hróarstungu-hér- uðum er auglýst laus. Umsóknar- frestir eru til 1. febrúar. Sigurmund- ur Sigurðsson, læknir i Grímsness- héraði, hefir áður fengið veitingu fyrir Reykdælahéraði, par sem hann var áður læknir. Nú er ekkert hérað á landinu læknislaust. „Gunnhildur drottning og fleiri sögur“ eftir Fr. Ásmundsson Brekkan er komin út fyrir norðan, I pýðingu eft- ir Steindór Steindórsson. Bókin er frumsamin ó dönsku og kallaðist par „De Gamle fortalte" (Sögur gamla fólksins). Efnið er sumpart úr íslenzkum fornSögum og pjóðsögum. Kápumynd eftir Tryggva Magnússon listmálara prýðir bókina hið ytra. „Bí bi og blaka“ nefnast kvæði nýútkomin eftir Jó- hannes úr Kötlum, ungan mann, að dæma eftir mynd við bókina. Ekki parf nema að lita snöggvast i kvæð- in til að sjá, að maður pessi er ljóð- skáld, sem létt er um að yrkja. T. d. er par Háttalykill, ortur undir 50 bragarháttum. Mentamálastjórn Grikkja hefir í opinberu bréfi hvatt til að kenna esperanto við kennaraskóla, miðskóla og almenna lýðskóla og skipað sérstakan esperanto-prófessor til pess að hafa á hendi yfirstjórn. kenslunnar. Alpýðubiaðið er bezta fréttablaðið. Upton Sinclair,: Siniður er ég nefndur. ekki, hvað til bragðs ætti að taka. Og þarna sat ég og braut heilann um eitthvert efni, er hægt væri að tala um. Ég mintist þess, að T—S hafði tekist nokkuð vel með „Sög- una um borgirnar tvær“ sem umræðuefni, svo að ég byrjaði: „Það, sem þér fáið að sjá í kvöld, herra Smiður! er mjög markvert frá listarinnar sjónarmiði. Einn af mestu leiksviðslistamönn- um Parísar heíir málað leiksviðið, og beztu dómarar telja það verulegt stórvirki, nýtt landnám í heimi kvikmyndalistarinnar." „Segið þér mér frá því,“ sagði Smiður, og ég var þakklátur fyrir, hvað mikinn áhuga hann sýndi. , „Satt að segja veit ég ekki, hvað mikið þér vitið um myndatökur —“ „Ég held, að það sé bezt, að þér skýrið alt.“ „Jæja; herra T—S hefir reist stórt svið, sem á að vera eftirlíking af stræti í Parísar- borg fyrir einni öld. Hann hefir ráðið þúsund manns —“ „Tvö þúsund !“ greip T—S fram í. „1 auglýsingunum?" sagði ég brosandi. „Nei, nei; alls ekki," sagði hann. „Það er satt, að það séu tvö þúsund. 1 auglýsing- unum eru það fimm þúsund.“ „Hvað um það," sagði ég; „þessir menn eru í búningum, sem T—S hefir látið búa til handa þeim, og þeir eiga að leika skríls- hóp. Þeir hafa verið að æfa sig allan daginn, og nú vita þeir, hvað þeir eiga að gera. Þarna er maður með hljóðauka og hrópar til þeirra fyrirskipanir, og óhemjulega miklu ljósmagni er varpað á þá, svo að menn með Ijósmyndavélar geti tekið myndir af leikn- um. Það er mjög fjörmikið, og sem sögulegt sýnishorn er það mjög mentandi." „Og þegar því er lokið, — hvað verður þá um mennina?" Gersamlega gagnslaust! Aftur vorum við komin að efni, sem ekki mátti tala um! „Við hvað eigið þér?“ fór ég undan í flæmingi. „Ég á við það, á hverju þeir lifi.“ „Þeir fá sína fimm dollara eða hvað?" sagði T—S. „En naumast endist það lengi. Hvað kostar þessi miðdegisverður, sem við erum að eta?“ Kvikmyndakóngurinn horfði framau 1 Bpyrjandann og brast svo í hlátur. „Ha, ha, ha! Þetta var fyrirtak!" Ég flýtti mér að segja: „Herra T—S á

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.