Alþýðublaðið - 30.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ] ALÞÝÐUBLADIB [ keniur út á hverjum virkuni degi. t ---:------■ — ► Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við [ Hverfisgötu 8 opin frá kl.öárd. ► til ki. 7 siðd. í .'vkrifstofa á saina stað opin kl. ► 91 a— 101 o árd. og kl. 8 —9 siðd. > Simar: 988 (algreiðslan) og 1294 j (skrilstoian). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 f hver min. eindálka. ► Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [ (í sarna húsi, sömu simar). t Atvinnuleysið. Skráningu fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna á atvinnuláusum borgarbúum, er ekki eiga fram- færslusveit hér í Reykjavík, hefir nú verið hætt, og hafa alls gefið sig fram við hana 172 rnenn. Á skrifstoíu atvinnuleysisnefndar hæjarstjórnarinnar höfðu í gær bæzt við 78 sveitfastir menn, en við fyrstu skráningu komu fram 416. Ails hafa því látið skrá sig 666 rnenn atvinnulausir. Skýrsl- ur þessar hafa ekki enn verið bornar sanian, og munu líklega nokkrir tvískráðir, þó varla fleiri en svo seijt 23. Það er þannig komið t Ijós, að hér í borginni . er nú um liúlff sjöundo hundrnð atninnid.amru nvnnu. það er há fala miðað við ibúatölu borgar- innar, og mætti hverjum manni blöskra, en margfalt blöskran- legra er þó, bölið, sem fólgið er fcak við þessa tölu, og hverjum manni, sem skilur, hvað atvinnu- leysi giidir, hlýtur að vera Ijóst, að þar er fjnidi fólks í vqðn. AS WestfjforðuM!. r erðapistlar eftir Björn Bl.Jónsson II. Or Bolyngavík fór ég, til ísa- fjarðar og var á fundi þar í yerkamannafélaginu „Baldri“. Vinnukaupendur voru þá nýlega búnir að segja upp vinnusámningi þeim, er þeir höfðu við félagið. Uppsögnin fól auðvitað í sér kauplækkun, en félagið gerði ráð fyrir að halda sama kaupi fyrst urn sinn. Mánudaginn 11. október fór ég út í Hnífsdal ásamt Ingólfi Jóns- syni lögfræðingi o. f 1., og héldum við þar fund. Hnífsdælingar hafa mikinn áhuga fyrir því að efla félag sitt. Sérstaklega voru þar tveir áhugasamir piltar, þeir Kjartan Halldórsson og Hjörtur Hannesson, sem tóku að sér að safna körlum og konum í félagið, og mun það félag vera orðið öfl- ugt nú. Frá Hnífsdal fór ég aft- ur til ísafjarðar og ætlaði að vera á fundi í sjómannafélaginu þar, en sökum smokkfisksveiða fórst það fyrir. Vilmundur Jónsson læknir bauð mér að sjá spítalann og gamalmennahælið, og tók ég fegins hendi því góða boði hans. Guðmunclur Björnson landlæknir heíir skrifað lýsingu á spítalan- um, og er slíku jrví slept hér. Það var á hvers manns vörum á ísafirði og í grend, að ef spítal- inn hefði ekki verið koniinn, þeg ar taugaveikin kom þar upp, þá heíðu héruðin verið viðnámslaus gegn veikinni; jaínaðarmenn hefðu unnið þar eins og oftar gott og þarft verk. Þegar íhaldið ísfirzka sá, hversu afskaplega miklu tjóni jafnaðarmennirnir höfðu afstýrt með því að vera búnir að koma spítalanum upp, þá vildi það þakka sér, að spítalinn hefði ver- ið byggður. Jafnaðarmennirnir á ísafirði, sem hafa meiri hluta í bæjarstjórninni, hafa tekið gamla spítalann og breytt honum í gam- almennahæii. Það er hreinasta un- im að sjá, hvað vel fer um gamla fólkið. Þarna hefir það stór og góð svefnherbergi upphituð með miðstöðvarhitun. Alt er hreint og fágað í herbergjunum, og svo er þar dagstofa með tilheyrandi hús- gögnum fyrir gamla fólkið að koma inn í og rabba saman sér til skemtunar. Þess skal getið, að húsgögnin i dagstofuna gáfu ýnts- ir bæjarbúar. Nú mun margur ókunnugur Ityggjú- að gamalmennahælið hljóti að vera bænunt óbærilega dýrt, en svo er þó ekki, því að bærinn græðir á því stórt'é, sam- an borið við það að gefa meö ‘ þessum gamalmennum til annara, eins og sýnt skal verða. Áður þurfti bærinn að greiða 3 kr. á dag fy-rir hvert gamalmenni; en nú kostar það ekki bæinn nema 2 kr. á dag. Þarna má sjá þann mikla mun, sem er á því, að jafnaðarmenn hafi meiri hluta í bæjarmálum. Hefðu íhaldsmenn verið í meiri hluta í bæjarstjórn ísafjarðar, svo sem hér er, þá væri enn ekki kominn þar upp spítali og því síður gamalmenna- hæli, og þá væri enn þá gefið einum þriðja meira með þessum gamalmennum bæjarins, og þar að auki hefðu þau þó ekki þau hægindi á elliárum sínum, sem þau hafa nú. Föstudaginn 14. október lagði ég af stað frá ísafirði til Ön- undarfjarðar ásamt nokkrum mönnum, og fórum við, sem leið lá, gangandi yfir Breiðdalsheiði. Veður var allgott, en ófærð nokk- ur, sérstaklega að vestanverðu við heiðina. Við komum að Hvilft seinni part dags, og gisti ég þar hjá Sveini bónda Árnasyni, en samferðamenn mínir héldu áfrarn út til Flateyrar. Sveinn er fróður um marga hluti, og skýrði hann mér frá ýmsu af því, sem gerst hafði þar í firðinum á undanfar- andi árum, og meðal annars frá því, að kaupdeila hefði 'orðið þar í fyrra á milli verkamanna, sem unnu þar við s'Sólbakka-verk- smiðjuna, og eigenda hennar. Sig- fús Blöndáhl hefði þá boðist ti 1 þess að útvega nóga yerkamenn frá Réykjavík fyrir það kaup, sem boðið var á Sólbakka. Hug- ur Blöndahlanna er alt af samur og jafn til verkafólksins. Þetta var eitt af því, sem verkamönn- unum var sagt af forráða-manni eða -mönnum verksmiðjunnar. Ekkert varð nú samt úr því, að verkamenn kæmu að sunnan. En önfirzku verkamennirnir fengu s’nar kröfur franr. Þetta meðal annars varð til þess að opna augu verkafólksins fyrir því, hversu nauðsynlegt það væri að bindast sumtökum og efla sig gegn kúgun yfirráðastéttarinnar. Ncesta dag, sem var laugardag- ur, boðaði ég til fundar á Flat- eyri. Á þeim fundi töluðu með félagsstofnun Sveinn Árnason frá Hvilft og Snorri Sigfússon kenn- ari. Báðir þessir menn eru vei máli farnir. Mc:ðal annars sagði Snorri í ræðu sinni, að það væri sama að ætla sér að berjast á móti nýjuni stefnum og að ætla sér að stöðva læk, senr rynni niö- ur fjallshlíð. Fundurinn s4óð yfir fram á nótt, og félagið var stofn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.