Alþýðublaðið - 30.11.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 30.11.1926, Page 3
30. nóv. 1926. aö meö 22 körlum og konum. Pess skal getið, aö hópur manna var á ísafirði, sem ætlaöi að vera með í félagsstofnuninni. Eitt pótti mér alleinkennilegt, og p>að var, hve margir af kjós- endum þingmannsins Ásgeirs Ás- geirssonar spurðu mig urn það, hvort hann væri að ganga yfir í Ihaidsflokkinn. Ég svaraði þessu þannig, að eitthvað hefði ég um það heyrt, að Ásgeir væri veikur fyrir Ihaldsflokknum eða einstöku mönnum úr honum, en um sönnur á því vissi ég ekki. I Mosvallahreppi hefir ekki ver- ið barnakennari í tvo síðustu vet- ur og því kent um, að ekki hafi verið hægt að fá barnakennara. Að minsta kosti hafði nú verandi og þá verandi formaður fræðslu- nefndar, Kristján Jóhannesson í Hjarðardal, kent því um við sett- an fræðslumálastjóra, Ásgeir Ás- geirsson. Pví var það, aö Ásgeir bauð Kristjáni að útvega barna- kennara til hreppsins, svo að barnafræðsla þyrfti ekki að leggj- ast niður af þeim ástæðum. Ás- geir efnir orð sín, sem vænta mátti, og sendir Kristjáni sím- skeyti um það, að hann hafi ráðið kennara handa þeim, og lrann konri með næstu ferð eða næstu ferðum. En hvað verður? For- maður fræðsluneíndar, sá, er Ás- geir hefir nýskipað, sendir sím- skeyti aftur og segist ekkert vilja hafa með kennarann að gera, og kunnugir segja, að hann hafi einu sinni ekki borið þetta undir með- nefndarmenn sína. Önfirðingar biðu með eftirvæntingu eftir því, hvernig Ásgeir snérist í þessu máli. Allflestir báru svo gott traust tii Ásgeirs, að þeir létu sér ekki detta í hug, að börn Mosvailahrepps yrðu að vera án barnakennara af þessum ástæðum. Þess má geta, að Kristján þessi kvað vera rannnur íhaldsmaður og þar að auki vel eínaður maður, sem getur kostað fræðslu á sinum börnum af eigin ramleik. (Frh.) Kvennaheimilið h.f. Samkvæmt skýrslu gjaldkera nemur inn kontið hlutafé nú kr. 27 717,34. i Reykjavík hafa verið keyptir ALÞÝÐUBLAÐIÐ hlutir fyrir kr. 14 245,00. Þá eru hæstar þessar sýslur: N.-ísafjarð- arsýsla kr. 2 255,00, S.-Múlasýsla kr. 2 200,00. S.-Þingeyjarsýsla kr. 1 110,00, N.-Múlasýsla og Gullbr,- og Kjósar-sýsla kr. 975,00 hvor. Aðrar sýslur eru lægri. Þó hefir nokkuð af hiutum verið keypt í öllum sýslum landsins. Þess má geta, að ein kona í Reykjavík (frú Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi) hefir keyþt hluti fyrir kr. 1600,00. Mörg kvenfélög og sambönd þeirra hafa lagt fram hlutafé. Eru þar hæst: Bandalag kvenna og Lestrarfélag kvenna í Reykjavík, hvort kr. 1000,00, Thorvaldsens- félagið, Reykjavík, og „Líkn“, Vestmannaeyjum, hvort kr. 500,00. Hið íslenzka kvenfél. kr. 300,00, Samband norðlenzkra kvenna og Kvenfélag fríkirkjusafnaðarins, Reykjavík, hvort kr. 200,00. Mörg önnur félög kr. 100,00. Margar konur hafa lagt mikið á sig við söfnun og innheimtu hlutafjár og sýnt hugmyndinni um Kvennaheimilið á ýmsan hátt skilning og vinarhug. Öllum þess- um konum kann stjórnin beztu þakkir. Langt er frá, að enn sé tak- markinu náð, og heitir því hluta- félagið enn á aðstoð ailra góðra manna. Þér, sem á einhvern hátt vilduð vinna fyrir h.f. Kvennaheimilið, gerið stjórninni aðvart; hún svar- ar greiðiega öllum fyrirspurnum. F. h. stjórnarinnar. Steinunn H. Bjarnason, p. t. ritari. Utanáskrift: H.f. Kvennaheimil- ið. Box 686, Reykjavík. Hugsjónir ihaldsins. Steingrímur læknir Maithíasson var staddur á ítalíu í vor, þegar keriingin skaut í nefið á einveldis- harðstjóranum Mussolini. Skrifaði hann pistla um för sína og lét í ijós — ef ég man rétt — lotn- ingarfúila aðdáun á harðstjóran- um og stjórnmálastefnu hans. Nú hefir læknirinn hitt heima í héraði sínu aðra fyrirmynd þjóð- skipuiags, þar senr er nautgripa- hald Bergsteins bónda í Kaup- angi. Fer hann svo feldum orðunr um heimsókn sína í fjósið (sbr. „íslending“ 5. nóv. s. 1.): S „Þegar ég leit yfir kúahjörð- ina Bergsteins, varð ég ekki var við annað en einlæga vellíðan og ánægju. Þær jórtruðu allar kýrnar og boli með og sleiktu út um báðum megin, og sunrar sleiktu hvor aðra við og við. Þær jórtruðu allar í einu, takt- fast en stillilega, og einkennilegur, viðkunnanlegur, dimmur og dunk- andi niður fylti rúmið og steig eins og þagmælsk þakkargjörð upp í rjáfrin. Hér var í sannleika friður á jörðu og veiþóknun yfir skepn- unurn. Hér var enginn byltinga- hugur né öfundsýki, brauðníð né bölsýni. Hér mátti líta hvort tveggja í senn, bæði einveldis- og jafnaðarhugsjón vera komnar bók- staflega í framkvæmd. Bergsteinn er einvaldinn, sem stjórnar með föstum tökum, ráða- neytislaust og án ails þingræðis. En hér njóta kýrnar og boli fulls jafnréttis og réttiætis og fá það, sem þau þurfa, án þess að þurfa einu sinni að baula. Hér berst þeim matur og drykkur fyrir- hafnarlaust. „Vér erum fullar og feitar, og fóðrið oss brestur ei,“ geta kýrnar sungið líkt og ame- rísku kýrnar, sem Káinn kveður um. Bergsteinn er voldugur. Hann á bola og allar kýrnar með húð og hári. Hann getur sagt líkt og Loð- vík 14.: „Ríkið — það er ég sjálf- ur.“ En kýrnar og boli geta rólega reitt sig á ríkisins jarðnesku for- sjón og þurfa hvorki að hugsa fyrir sér sjálfar né hugsa um neina æðri heimsins stjórn.“ Þessi háíleygi framtíðardraum- ur læknisins þarf engrar skýring- ar við. Almenningi er ætlað hið góða hlutskifti nautgripanna í fjósinu hjá Bergsteini, sem , geta rólega reitt sig á ríkisins jarð- nesku forsjón og þurfa hvorki að hugsa fyrir sér sjálfar né hugsa um neina æðri heimsins stjórn," þurfa ekki „einu sinni að baula'1. Hinir fáu útvöldu, þeir, sem einhver auraráð hafa, eiga að skamta í stailinn og — lúrða nytina. X. Vígsluneitun biskupsins. Lúðvíg Guðmundsson fiylur fravn- hald erindis síns um það efni á fimtudaginn kl. 7!,?2 e. m. í Nýja Bíó.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.