Alþýðublaðið - 01.12.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 01.12.1926, Page 1
Alpýðublaðíð Uefið út af Alþýðuflokknum Alþýðublaðið ernú orðið rúmra 7 ára gamalt. Það hefir átt mikl- úm og vaxandi vinsældum að fagna, kaupendatala þess aukist ár frá ári. Nú um langan tíma hafa kömið mjög ákveðnar óskir frá Alþýðuflokksmönnum og öðr- um lesendum biaðsins urn, að það yrði stækkað svo, að það gæti fiutt meira og fjölbreyttara les- mál, stjórnmál, fréttir og almenn- an fróðleik. Stjórn Alþýðusam- bands íslands tók málið til ná- kvæmrar unrhugsunar í árslók 1925, og árangurinn var sá, að efnt var til almennra samskota fvrir prentsmiðju handa blaðinu, til þess að hægt væri að gera blaðið betur úr garði og ódýrara í prentun en áður hafði vérið. Síö- an hafa safnast tií Alþýðuprent- smiðjunnar tæp 20 piisund krón~ ur, og ber það greinilegan vott um áhuga alþýðu fyrir málinu, að svo rnikið fé hefir safnast meðal fátækustu stéttarinnar hér á landi. Alpýduprentsinidjan tók til starfa 1. febrúar 1926 í húsi Alþýðuflokksins, sém þá var nýlega bygt við Hverfisgötu hér i bænum. Auðvitað þurfti einnig á lánsfé að halda, en þessi 20 þúsund kr. hafa þó hjálpað blað- inu mikið, og sjá allir lesendur þess, að frágangur þess og letur hefir siðan verið í prýðifegu lagi. En þá var eftir enn stærra skreiið, að stækka blaðið. Þetta ár heíir verið n'otað til [>ess að koma prentsmiðjunni og vinnu- brögðum þar í fult lag. Blaðiö hefir verið stærra en áður, bæöi leturþéttara og oft komið auka- blöð, en þó er fyrst nú ráðist í stækkunina á broti blaðsins, er sýnt þótti, að preritsmiðjan gæti afkastað því. Með þessu tölu- blaði á fullóeldi deíjinum i ru ósk- ir kauþmdanna uppfyltar. Al- pýiubladid stœkkur um helminy eða 50" ii. En jafnframt stækkuninni er nauðsynlegt að sjá blaðinu fyrir auknum tekjum til að standast þann kostnað, sem af þessu leiðir. Fjárhagur blaðsins hefir ekki ver- ið góður undan farið og því ekki hægt að ráðas; í að stækka blaðið, gefa kaupendunum meira og fjöl- breyttara eíni, nerna tneð því að fá meiri tekjur af blaðinu. Þvi er áskrifíarverð blaðsins eíhnig hækkað hlutfallslega, upp í 1 kr. 50 aura á mánuði. Það er áreið- anlegt, að allir kaupendur blaðs- ins eru ánægðir með það að fá Alþýðub'aðið steekkað, þó að þeir þurfi að greiða 50 aurum meira fyrir það á mánuði. Jafnaðar- mannablöðin eru í öllum löndum borin uppi af áhugamönnum, kaupendum. blaðanna, og eru þau oft jafnvel eitthvað dýrari en í- haldsblcðin, sem mestmegnis lifa á auglýsingum. En jafnaðar- mannablöðin eru því líka óhád blöd, sem eingöngu berjast fyrir hagsmunum alþýðunnar, og þess vegna þykir henni mikils um vert að styðja þau á allan h'ált, kaupa þau, lesa þau, greiða þau og út- breiða þau. Alþýðublaðið hefir farið sömu leiðlna og önnur jafnaðarmanna- bþöð. Það vex í broti og að efni og verður þannig hæfara til áð berjast fyrir málstað alþýðunnar. En jaínframt skorar það á alla Alþýðuflokksmenn og aðra karip- endur blaðsins að styðja það í stáríinu. Þess er vænst, að þeir greiði nú blaðið ekki síður skilvís- lega en fyrr, fylgist með efrii [ress og útvegi því nýja kaup- endur. Þá verður ekki langt þess að biða, að Aljrýðubiaðið verði enn stærra og fjölbreyttara að efni. Öll samtaka um Aipýdubl ,d:d! Eggert ó'.afsson er fæddur i Sveíneyjúm á Breiðafirði 1. dez. 1726. Faðir hans var Óláfur Gunn- laugsson bónii, merkur maður og skáld. Eggert var settur í Skál_ holtsskóla og útskrifaðist þaðari 1746. Eftir það dvaldi hann tvö ár við nám við háskólann í Kaupmannahöfn. Árið eftir að hann útskrifaðist kom út fyrsta bók Eggerts (Enar- rationes historiæ de Islandiæ na- tura et constitutione) um náttúru og rnyndun Islands. Er þar margt iróðlegt um íslenzka náttúru. í fyrsta kafla bókarinnar kemst hann að þeirri niðurstöðu, að eldsumbrot muni hafa átt aðal- þáttinn í myndun landsins. 1750 fengu þeir Eggert og Bjarni Pá'sson styrk úr sjóði Árna Magnússonar, og um sumarið ferðuöust þeir um suðvesturhluta landsins og gengu upp á Heklu fyrstir manna. Árið eftir kom út bók enn á ný eftir Eggert, þar sem hann gerir tilraun til að sýna fram á, hvern þátt eldfjöllin hafi (átt í myndun þjöðtrúarinnar. 1752 hófu þeir félagar enn á ný ferðalag um landið til rann- sókna. Höfðu þeir aftur fengið styrk úr sjóði Árna Magru'issonar og til viðbótar úr ríkissjóði. Ferð- 7. sambandsþing Alþýðusambands fslands verður sett í Kaupþingssalnum föstudaginn 3. dez. 1926 kl. 2 siðdegis. — Dacgskrá: Þingsetning. Prófun kjör- bréfa og kosning nefnda ef tími vinst til. Reykjavík, 30. nóv. 1926. JkipýdnsisiMtoaiid Islands. Jón Baldvinsson. Pétur G. Guðmundsson. 9* Hlíf“ í Hafnarfirði, heldur fund 2. dez. ki. 4 e. h. í Bíóhúsinu. Fundarefni: Kaupgjaldsmálin. Félagar mega hafa gest með sér á fundinu, þó að eins verkamenn. — Sjómannafélagar og verkamannafélagar eru vel- komnir á fundinn. Stjórnin. uðust þeir nú um alt landið og gengu meðal annars upp á Snæ- íellsjökul fyrstir manna. Nokkru síðar var Bjarni skipaður land- læknir, og ritaði nú Eggert einn um ferðalagið. Var það mikil bók ög hið merkasta af verkum Egg- erts. Hún korn út 1772 og var nokkru seinna þýdd á þýzku, enslui og frönsku. Bók þessi hefir mikinn fróð- leik að geyma. Uppruna surtar- braridsins skýrði hann fyrstur manna, er hann fann í honum leifar blaða og trjástofna. Auk náttúrulræðinnar er og nákvæm íýsing á þjóðinni, atv.'nnuvegum hennar, lifnaðarháttum og menn- ingu. í samræmi við tíðarandann er meira rætt um h ð hagnýta en hið hrein-vísindalega. 1767 kvæntist Eggert frænd- konu sinni, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, og um vorið fórust þau bæði með voveiflegum hætti á Breiðafirði. Um þann sorgarat- burð heíir Matthías Jochumsson kveðið snildarlegt kvæði. Með Eggerti fórust mikii og stórmerk gögn til nýrra rita um náttúrufræði; t. d. hafði hann í hyggju að rita um íslenzka íugia og skordýr. — Hvers vegna minnumst vér Eggerts Ólafssonar nú, er 200 ár eru liðin frá fæðingu hans? Fyrst og fremst af því, að harin var fyrsíi náttúruvísindamaður þessarar þjóðar. En hann var líka meira. Hann var skáld og brautrvðj- andi. Skáldinu he.ir Jónas Hallgrítns- Veggfó^ur. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Úrvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú. Komið! Skoðið! Kaupið! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20B Simi 830 Sími 830. (Gengið frá Klapparstíg.) son reist óclauðlegan minnisyárða með Hulc'uljóðum. A dögum Eggerts Óiafssonar heíst íslenzk endurreisn. Hið þjöð- félagslega, pólitíska og menning- arlega helzt í héndur eins og æf- inlega. Stéttabarátta var hafin ' milli íslenzkrar alþýðu annars vegar og dansks embættismanna- og kaupmanna-valds hins vegar. Hinn pólitíski foringi var Skúli Magnússon landfógeti, hinn menn- ingarlegi Eggert Öiafsson. Ágæt- is-jarteikn þess, sem var að ger- ast, voru deilur íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Sá flokkur, sem Eggert fylti, nefndist „Bændasýn- ir" og hafði á stefnuskrá sinni efiingu íslenzks þjóðernis og sjálfstæðis félagsiega og menn- ingarlega. Hinir íhaldssömu, and- stæðingarnir, voru kallaðir „Bislc- uissönar-flokkur". Eggerti Ólafssyni er bezlur s’mi sýndur með minningu vorri, sem nú á tímum hefjum merki fram- sóknarinnar. Eggert var í liði með þróuninni eins og vér. Brynf. BjurnaSon.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.