Alþýðublaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ J ALÞÝÐU6LAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl,9árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va— 10V2 árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 hver mm. eindáika. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi,-sömu simar). Fnllveldið 09 |afnaðarstefnan. í dag er fullveldinu fagnað. Um pað hafa staðið orrustur bæði íyrr og seinna. Þeirri hnútu hefir oft verið kastað til jafnaðarmanna, að þeir væru litlir þjóðernissinnar og slakir sjálfstæðismenn. En ásök- un þessi stafar ýmist af fáfræði eða öðru enn verra. Jaínaðarstefnan er sjálfstæðis- stefna. Um öll lönd leggja jafn- aðarmenn kapp á að rétta hlut hinna undirokuðu þjóða. Þeir berjast gegn kúgun og yfirdrottn- un stórþjóÖanna, en uppörva á- nauðugar þjóðir og styrkja þær í frelsisbaráttunni. Og það mun engin tilviljun vera, að fslending- ar fengu sjálfstæði sitt viðurkent, þegar frjálslynd stjórn sat að völdum í Danmörku, studd af jafnaðarmSnnum. fhaldsflokkarnir dönsku höfðu þá um langt skeið seíið yfir sjálfstæði voru og illa tekið i allar málaleitanir. Fn jafnaðarmenn eru lausir við þjóðernishroka og rembing. Þess vegna er það eitt af stefnuskrár- atriðum Alþýðuflokksins að „efla vinsamlega samvinnu og viðskifti við aðrar þjóðir, en sporna af alefii við ásælni og yfirgangi er- lends valds, auðs eða yfirdroítn- unar“. Jafnaðarmönnum er það ljóst, „að mennimir eru bræður og eiga að starfa sem samverkamenn, en ekki sem keppinautar". Jafnaðar- menn vilja því hafa góða sam- vinnu og samstarí við Dani jafnt sem Norðmenn, Þjóðverja sem Englendinga. Um leið og jafnaðarstefnan vili vernda rétt og sjálfstæði kúgaðra þjóða vill hún spoma við missætti og baráttu þjóðu í mil i. „Alþjóða- samband verkamanna og jafnað- armanna" (Labour and Sodalist Iniemational) hefir meðal annars sett það að stefnumarki sínu að útrýma orrusíum milli þjóða og landa og láta skera úr ágreiningi með gerðardómstólum. Allar þjóðir í Evrópu eiga nú fulltrúa í Jæssu alþjóðasambandi nema Is- lendingar einir. En þó jafnaðarmenn vilji bæði sjálfstæði og s'á'fiákvörðunarrétí smáþjóðanna og bæta og efla samvinnu milli allra þjóða, þá er þeim það þó fyllilega ljóst, að stjórnarfarslegt sjálfstæði og góð samvinna þjóðanna er ekki allra meina bót. Á meðan mikill meiri hluti þegnanna er háður kúgun og oki auðvaldsins, — á meðan mik- ill hluti þjóðarinnar „veit ei mat til næsta máls“, — á meðan stórir hópar verkamanna og kvenna bjóða fram vinnu sína, en fá ekki að vinna þrátt fyrir það, þó flest sé óunnið hér á landi, — á meðan er ekki hægt að tala um sjálf- stæði islenzkrar þjóðar. Jafnaðarmenn vilja því einnig auka og efla sjálfstæði þjóðar- innar í ’fjárhagslegum efnum. Þeir vilja því afnema það þjóðskipu- lag, er þrælbindur fjölda fólks undir ánauðarok fárra manna. Þeir vilja gefa öllum jafnt tæki- færi til þess að lifa lífinu án sultar og seyru, gefa öllum tæki- færi tii þess að mentast og mann- ast. Þeir vilja afnema það ástand, er veitir fáum mönnum rétt til þess að lifa á vinnu þeirra manna, er naumast hafa í sig og á. Þeir vilja afnema auðvaldsskipulagið, alla þá kúgun og yfirdrottnun, á- nauð og þjáningu, sem því fylgir. Þess vegna eru jafnaðarmenn- irnir hinir sönnu sjálfstæðismenn og jafnaðarstefnan hin sanna sjálfstæðisstefna. St. J, St. 20® ára afmsell Eggerts álafssonar. KomiÖ er í dag á markaðinn minningarrit um Eggert eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason magister. Er ritið hið myndarlegasta á að sjá, 440 bis. að stærð, myndum prýtt og prentað á ágætan pappír, sem fátítt er um íslenzkar bækur. Er efni bókarinnar þetta: Eggert og endurreisnin, ætt og uppvöxtur, háskólaárin í Höfn, sakir og sektamenn (stúdentafélagsskapur í Höfn), ferðalagsárin, búfræði í Sauðlauksdal, málfræði og fom- fræði, „um vegleik og vanda skáldskaparins", „alþjóðleg kvæði“, Búnaðarbálkur, ferðabók- in, náttúrufræðin, þjóðareðli og þjóðarhagur, Iögmannsdæmið og landsmálin, brúðkaup og brúð- kaupssiðir. „Allir tala um Eggerts skip —“, — Það er ágætt að fá svcna rit um einstök atriði úr sögu landsins (monographiur); þær þurfa að koma; fyrr er ekki hægt að rita heildarsögu, svo að neinu gagni sé. Vilhjálmur á skil- ið þakkir fyrir verki'ð; hann er af- kasíamaður, en sýnist þó kunna að stilla afköstunum betur viö hóf en sumir aðrir, og ættu verk- in ekki að versna á bvi. Ritið kostar 10 kr. Af öðru, sem gert vérður í minningu dagsins, má geta þess, að stúdentaráðið efnir til skemt- unar í Nýja bíó kl. 4 í dag, og rennur ágóðinn í Eggertssjóð. í stúdentablaðinu, sem selt verður í dag, er og grein um Eggert eftir Pál E. Ólason prófessor, og seld verða einnig Eggerts-póstkort og Eggerts-merki á götunum i dag til ágóða fyrir sjóðinn. Esperan to pl ngið* Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. (Frh.) 17. Gjaldþrot. Ég gat þess í 14. kafla, að ég myndi eigi hirða að segja frá ,.fjármálastússi“ Walters skálds Scotts. En ég hefi séð mig um hönd, og hér kemur árangur aft- urhvarfsins í ljós. Scott fékk ekki mikið fé að erfðum eftir foreldra sína. Var hann og enginn auðmaður á fyrri hluta æfi sinnar. En er hann tók að rita bækur, þá græddist honum skjótt fé. Hann var og talsvert riðinn við ýms fjárgTÓðafyrirtæki. Þannig átti hann mikinn hlut i félagi einu, sem gaf út bækur hans og seldi bæði þær og aðrar. Það gaf út öll rit Scotts og græddi drjúgum. Ekkert yar látið uppi um samband hans við það, því að það þótti varla eða ekki sæma slíku skáldi að fást við þau fyrirtæki, er rekin voru í gróðaskyni. Ekki lagði Scott stund á að saína auði að eins vegna hans sjálfs. En hann var kominn af að!i að langfeðgatali og fýsti mjög að vinna sér og Ætt sinni þá nafnbót áð nýju. Og þá gat honum ekki dulist, að rikur maður stóð fátækum betur að vigi til að ná þeirri upphefð að öðru jöfnu. Þar kom að lokum, að Scott var gerður að baróni og gefið tignarnafnið Sir (sör, herra). Keypti hann þá landflæmi mikið og reisti þar kastala í íniðaldastí1. Liiði hann þar að hætti forfeðra sinna, Mæra-aðalsins, og barst talsvert á. Var það hvort tveggja, að mikið kostaði að byggja kast- alann og að mikið fór í súginn á ýmsan hátt, enda fór því fjarri, að búskaj urinn bæri sig. En Sir Wal- íer hugði fjárhag sinn standa föst- um fótum. Þá varð bókafélag það, er hann átti hluta í, a'it í einu gjaldþrota. Ollu því ýms óhöpp, sem og fjártjón sumra helztu viðskiiía- vina þess. Komst þá alt upp um mök Scotls við félagið. Sá hluti skuldanna, sem stóð í samræmi við eign hans í fyrirtækinu, var að uophæð 13 ! þúsundir :te lings- punda. Þetta var í ársbyrjun 1826. Sir Waiter Scott lýsti því jaín- skjótt yfir, að hann tæki að sér að greiða sinn hluta skuldanna, og á næstu tveimur árum galt hann 40 þúsundir punda. En inn- an sex ára hafði hann lokið greiðsiunni að fullu. Þetta var ekki gert með sitjandi sældinni. Scctt vann afarmikið á þessum árum. Hvert ágætisritið rak annað. Það er óttúlegt, hve miklu hann afkastaði. Sem dæmis má geta þess, að Woodstock — löng skáldsaga — er rituð á 2’ mánuðum. Hún seldist fyrir 8000 pund. En hann gekk fram af sér með þessu. Heilsan bilaði, og 1832 dó hann, að eins 61 árs gamáll. En skuldin var greidd að fullu. Það er fróðlegt að bera háttalag íslenzkra fjársýslumanna saman við þetta, sem nú hefir verið sagt af Sir Walter Scott. Og þá mun svo reynast, að þeir standi eins og ívið lægra í siðferði heldur en. hann. Ekki er það tiltökumál, að flest fyrirtæki — einkum hin stærri — eru rekin fyrir fé alþýðunnar án þess, að hún fái því á nokkum veg ráðið, hvernig því ér varið, og hún fær ekki ágóðann, þó að vel gangi." En ef óhöpp koma fyrir„ fær hún að borga brúsann. Það virðist vera ríkjandi venja,, að þegar eitthvert fyrirtæki verður gjaldþrota, þá ganga eigendur þess frá með svo og svo miklar eignir. Og þeir byrja jafnskjótt aftur á einhverju fyrirtæki, en það er rekið undir nýju nafni. Síðan verður það gjaldþrota, og svo koll af kolli. Ekki er það síður venja, að eigendumir flækja svo reikning- ana áður en gjaldþroti er lýstP að lítt eða ekki er mögulegt að botna í þeim. Sjálfir ganga þeir svo frá með hundmð eða þúsund- ir króna. Auðvitað er þetta hreinn og beinn fjárdráttur, þjófnaður, og það er sú tegund óráðvendni, sem lítilmótlegust er og svívirði- legust, þjófnaður úr sjálfs síns hendi. Sú skoðun er orðin talsvert rikP að einhver vissasti vegurinn til að græða fé sé að byrja á ein- hverju fyrirtæki — verzlun eða útgerð — og verða gjaldþrota. En hafa menn gert sér hitt ljóst,. hvað hér liggur bak við? Sjá menn ekki, að svona fjár- gróði felur í sér þetta þrent: lygi,. svik og þjófnað? Er siðferðistilíinning íslenzku þjóðarinnar orðin svo lasburða og sljó, að hún finni ekki til sársauka af því, að þetta athæfi skuli vera eins algengt og raun ber vitni um ? (Frh.) Erlend sfimskeytl. Khöfn, FB„ 30. nóv. Vinátta Breta við ítali. Frá París er símað, að út af væntanlegu tilboði Englendinga um að veita Itölum yfirráðin yfir Kenya-nýlendunni segi Rómaborg- arfregnir tilgang Chamberlains þann að styrkja vináttuna á milli ítala og Breta, en það vaki einnig fyrir honum að beina atnygli ítala frá nýlendum Frakka í Afríku norðanverðri og koma með því til leiðar, að vinskapur haldist á milli Frakka og ítala.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.