Alþýðublaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ'ÝÐUBL AÐ IÐ 3 Fregnirnar frá Rúmeniu. Frá Berlín er símað, að mikið ósamræmi sé í fregnum þeim, sem berast frá Rúmeníu. Líðan kon- ungsins virðist betri. Innlend tíðindi. Kirkjubæjarklaustri, FB., 30. nóv. Strandið við Skaftárós. Strandmennimir af „Nystrand" lögðu af stað í gær. Engu hefir verið hægt að bjarga úr skipinu. Þáð er farið að hallast í sjó, og alt útlit fyrir, að pað sökkvi í sand og sjó án þess, að unt veröi að bjarga nokkru úr því. Uffi daginn ocj veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3, 15 mín. e. m. þessa viku. Njáluerindi flytur Ólafur stúdent Marteins- son í háskólanum á morgun kl. 6. Er það annar fyrirlestur af tveimur um Njálu og skemti- sögur. Leikfélagið leikur „Tengdamömmu'1 annað kvöld kl. 8V2. Aðgöngumiðar eru með niðursettu verði, svo nú ættu menn að nota tækifærið til að sjá þetta leikrit. Bát vantar. Vélbátinn „Baldur" héðan úr bænum vantar með f jóram mönn- um. Fóru þeir út til veiða á mánu- daginn. „Nonni" fór út í gær að leita bátsins, en gat ekki að gert, þar eð skipið var alveg farmlaust, en s óveður ilt. Kom það því bráðlega aftur, en í morgun fór „Suðurland" út að leita bátsins. Skipið var ekki komið aftur úr leitinni, þegar biaðið var afgreitt til prentunar. Talning landkjörsatkvæða fer fram á morgun, ef allir at- kvæðakassarnir verða komnir, svo sem við er búist. Talningin fer fram í lestrarsal alþingis og byrj- ar kl. 10 að morgni. Atkvæðatöl- urnar verða sýndar í gluggum Alþýðuprentsmiðjunnar, Alþýðu- brauðgerðarinnar á Laugavegi 61 og Baldursgötu 14, kaupfélagsins í Aða stræii 10 og á Laugavegi 43, HljóðfærahúSjins í Austurstræti 1, á Veslurgötu 29 og bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Laugavegi 4. Fulltrúa á sambandspingið kaus Jafnaðarmannafélag Is- lands í gær þau Nikulás Frið- riksson, Felix Guðmundsson, Ingi- ELEPHANT CIGARETTES Ljúffengar og'kaldar. “Wl Fást alls staðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ i ♦ björgu Friðriksdóttur og Kristján H. Bjarnason. — Verkamannafé- lagið á Siglufirði hefir kosið þá Stefán Jóh. Stefánsson, Guðgeir Jónsson bókbindara og Ólaf Mar- teinsson stúdent. Atgeir Gunnars á Hlíðarenda var einn þeirra gripa, er sukku í Breiða- fjörð með Eggerti Ólafssyni, að því, er sagnir herma. ísfisksala. „Tryggvi gamli" seldi afla sinn í fyrra dag í Englandi, rúmlega 1300 kassa, fyrir 1319 sterlings- pund, og „Ólafur" í gær, 1330 kassa, fyrir 1297 stpd. Tvö jafnaðarmannafélög eru nýstofnuð hér i borginni. Heitir annað „Einherjar", en hitt „Sparta". Umsækjendur um Breiðabólstað í Fljótshlíð hafa ekki bæzt fleiri við, en séra Guðbrandur í Viðvík hefir tekið aftur umsókn sína. — Séra Guðbrandur er Björnsson. Verkamannafélagið „Hlíf“ í Hafnarfirði heldur fund um kaupgjaldsmálin á morgun kl. 4 í kvikmyndahúsinu þar. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn í inorgun.) „Inflúenzan" er komin til Isafjarðar, en er væg og fer hægt yfir, eins og hér. Að öðru leyti er gott heilsufar á Vestur- landi. Ófrétt er enn af Austur- landi. „Brúarfossi“, hinu nýja skipi Eimskipafélags- ins, verður hleypt af stokkunum í Kaupmannahöfn í dag. Skipafréttir. Fisktökuskip kom í gær til „Ed- inborgar“-verzlunar. Kom það frá Hafnarfirði og er að taka síðasta hluta farmsins hér. Fer það í dág Herluf Clausen, Simi 39. JÓLITRÉ afar-þétt og falleg, heppilegar stærðir, koma 12. dezember. —■ Pantanir mótteknar í siina 1683. Amatorverzlun Þorl. Þorleifsson. til Spánar. „Suðurland" hætti við Borgarnessför í morgun sökum leitarinnar að bátnum. „Þór" er væntanlegur í dag að vestan og með honum Iandskjörsatkvæðin úr Barðastrandarsýslu. „ípaka“ heldur skemtifund í kvöld. Togararnir. „Skallagrímur" er væntanlegur í dag frá Englandi. Þýzkur tog- ari kom inn hingað í morgun til að vitja um veikan mann. Veðrið. Hiti mestur 2 stig, minstur 2 stiga frost. Átt suðlæg og vestlæg, víðast hæg. Snjókoma við Suð- vesturland. Annars staðar þurt veður. Loftvægislægð fyrir norð- an land og önnur við Suður- Grænland á austurleið. Útlit: Lík vindstaða. Gott veður á Au tijiirð- um og víðast úrkomulaust á Norðurlandi. Nokkur snjóél í dag við Suðurland, en minni á Vest- Til jólanna er bezt að kaupa Clgarettur. Elephant, Capstan, Westminster. Reyktóbak. Waverley Mixtnre, Capstan — Capstan pressað, Glasgow Mixture, Garrick — Richmond — St. Brunos Flake, Mix, i] Feinr.|Shag, EÍéphant Birdseye, Moss Rose." Vlndla. Jón Signrðsson, Bjarni frá Vogi, Carmen, Lioyd, Hamburg, Fantasia, Advokat, Bridge, Havanavindla, ýmsar teg. Smávindla. Flenr de Paris, Flenr de Luxe, London, Bristol, Edinhurgh, Mignon, Perla, Patti cerut. Munntóbak og Hjól frá Brifdr. Braun, Chr. Augustmits, C. W. Obel. Skorið neStóbsnk frá. E. Nobel. Ofantaldap fe - undir fást i sðlu h|á Tóbaksverztun islands Lf. urlandi. Hér við Suðvesturian.iið hvessir í nótt á sunnan og varð- ur þá snjókoma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.