Alþýðublaðið - 02.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1926, Blaðsíða 1
Alpýðublaðið Gefið út af Alþýðuflokknum 1926. Fimtudaginn 2. dezember. 281. tölublað. Atvinnuí ey singj af unduri nm Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Eeykjavík hélt fund í gær kl. 1 í Bárubúð með atvinnulausum mönnum, sérstaklega - þó með þeim, sem ekki eiga sveitfesti í bænum. Voru sæti öll fullskipuð. Til máls tóku Sigurjón Á. Ólafs- :son, Héðinn Valdimarsson, Felix Guðmundsson og Pétur Hraun- fjcrð. Fundurinn var á einu máli um það, að ekki mætti við svo búið standa um atvinnuleysið, og yrði að koma á bráðum bótum. Sam- kvæmt skýrslu þeirri, er verklýðs- félögin létu gera til viðbótar :skýrslum þeirn, sem bærinn lét gera, hafa bæzt við 175 manns, sem ekki eru sveitlægir hér, en auðvitað eru þejr fleiri. Af þess- um 175 manns eru tveir þriðju f jölskykíumenn með 400 börn. Bak við þessar tölur stendur auðvitað mikill manngrúi, og má ætla, að hann sé að minsta kosti hálft áttunda hundrað, og þegar öll kurl koma til grafar um.þá menn, sem enn eru vanskráðir, þá mun talan óefað verða 1000 eða meira. Fái þetta fólk ekki vinnu, pá liggur ekki annað fyrir- því en að þiggja af sveit, og fari svo, er ekki nsma tvent til, annaðhvort, :að Reykjavíkurbær verður að greiða þriðjung styrksins eða þá, ,að fólkió verður sent eins og skepnur á framfærslusveit sína. Þó að bændur að vísu kvarti undan fólksekiu til sveita og vilji mannflutning, er vanséð, hvað þakklátir þeir kunna að vera siikri fólkssendingu á þennan hátt um hávetur. Samþykt var að kjósa þriggja manna nefnd atvinnulausra til þess að ganga á fund ríkisstjórn- arinnar og krefjast þess, að hún ráði fram úr þessum vandræðum, annaðhvort með því, að hún láti sjálf hina atvinnulausu vinna ein- hver verk, sem henni mega að gagni kóma, eða þá að hún veiti bæjarfélaginu einhvern styrk til slíkra verka. Þess má vænta, að þingmenn — og jafnvel bænda- þingmenn — vilji heldur láta at- vinnulausa menn vinna einhver nytjaverk sér og sínum til fram- færis en að verða að þiggja sveit- arstyrk í aðgerðaleysi. Kosningu hlutu í nefndina Pét- ur Hraunfjörð; Arnór Sigmunds- s:n og Stefán Björnsson, og munu þeir ganga fyrir ríkisstjórnina í dag. Nýjustu fréttir af atvinnubóta- kröfunum. Neínd sú, er kosin var á Báru- íundinum í gær til að tala við stjórnina, haíði tal af forsætis- ráðherra i morgun. Svaraði hann 'kröfum hennar á þá leið, að engin fjárveitíng væri til til atvinnubóta, og lofaði hann að hafa tal af atvinnumálaráð- herra, vegamálastjóra og húsa- meistara ríkisins til að vita, hvort að þeir réðu yfir nokkurri vinnu, sem nú mætti grípa í, en sjálf- urkvaðst hann enga úrlausn geta veitt. Svars hér um mætti vitja á morgun. / ð því, er til styrks til bæjarfé- iagsins kæmi ti! atvinnubóta, gæti e'.ki kcmið til mála að veiía hann, nema bærinn æskti; þá gæti það komið til álita. Nú er eftir að vita, hvort þetta verður annað en skrifstofuhjal og embættisbréfaskrjáf. m Atvinnubætur i Hafnarlírði. (Úr 'bréfi.) Hafnarfirð5, 30. nóv. 1 sambandi við erindi frá verka- rnannafélaginu „Hlíf" ákvað bæj- ^rstjórnin á fundi sínum í kvöld að byrja nú þegar á uppfyliingu kring um nýja barnaskólann, á- samt framlengingu svo nefnds , Skólavegar". Samkvæmt áætlun bæjarverkfræðingsins kostar þetta 12 þúsund kr. Einnig var samþykt að gera fyrirhleðslu í Hvaleyrar- ós. Kostnaðaráætlun er 4 þús. kr. Enn fremur kom fram tillaga um að verja 25 þús. kr. til uppfyll- ingar á lancli hafnarsjóðs. Var þeirri tillögu vísað til hafnar- nefndar, og skal hún skila áliti sínu fyrir fund, er haldinn verð- ur næsta þriðjudag. Telja má víst, að þetta verði samþykt, þótt föð- urlegra þætti að vísa. því fyrst til við komandi nefndar. Amerísk verklýðssamtök og vald burgeisa á trúf élögunum Eftir áramót verður tekið til óspiltra mála að fá verkamenn bifreiðaiðnaðarins ameríska til að ganga í „Samband amerískra verkalýðsfélaga"; en fram að þessu hafa þeir ekki verið í sam- F. ..Framsókn" heldur sinn árlega bazar fimtudaginn 2. dezember í Ungmennafélags- húsinu. Allir deildarstjórar félagsins eru beðnir að mæta þar stund- víslega kl. 2 eftir hádegi þann dag. Einnig eru allar félagskonur beðnar um að styrkja bazarinn og koma munum sínum þangað þann sama dag eða til deildarstjóra. Bazarinn verður opnaður kl. 9 e. h. Verða þar margir ágætir og eigulegir munir seldjr fyrir hálfvirði og minna. Karlar og konur! Munið að fjölmenna. Danz á eftir. Formaður bazarsnefndar. Erlnd um þjóðmála~ og f járhags^ástandið og leið~ ina út úr ógöngunnm flytur Stefán B. Jónsson í Bárunni annað kvöld (föstudag) kl. 8V2. Aðgöngumiðar verða seldir i dag og á morgun á 1 krónuí bókaverzl- unum ísafoldar og Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar og við innganginn. Kven-hússkór 2,75, 3,75, 3,90, 4,50, 5,75. Kven-götuskór 6,50, 7,75, 9,50, 10, 11, 12. Karlmannaskór 12, 15,75, 16,75, 18,75, 21. Barnaskófatnaðnr alls konar. Alt nýjar og góðarvörur. Verðið sýnir sigsjálft. Sköverzl. IL Stefáfissonar, Laugavegi 22A* Alls staflar ern AtsOlnr en samt gerið þér beztu kaupin á karlmannafðtnm í Branns-verzlnn. bándinu. Er búist við tveggja ára harðri baráttu. Það var því álitið mikilsvert, með slíka baráttu fyr- ir augum, að fulltrúar S. A. V. héldu þessa árs þing sitt í De- troit, sem einmitt er miðstöð bif- bifreiðaiðnaðarins, og sú borg í Bandaríkjunum, sem fjölmennust er að samtakalausum verkamönn- um. Að eins 20 000 þeirra, af 700 000, eru í félagsbundnum samtökum, og verkamenn bif- reiðaiðnaðarins í alls engum, enda biðu þeir lægra hlut í verk- falli, er þeir gerðu s. 1. vor. — Svo sem nærri má geta líta burg- eisar Detroitborgar óhýrum aug- um á ákvörðun verkalýðsforingj- anna að félagsbinda verkamenn þar. Má á því marka, hvern hug þeir bera til verklýðshreyfingar- innar, að þótt í 7 ár hafi verið venja að bjóða fulltrúum sam- bandsins að halda ræður, fundar- L'association francaise d'es- pansion et d'échange artistique Hme Ge le Senne frá operunni í París, heldur hijómleika næstk. föstudag kl. 7'/o í N^a Bió. Viðfangsefni: Sigfús Einarsson, Árni Thorsteinsson, Kaldalóns, Massenet og Carmen (Bizet). — Emil Thöroddsen aðstoðar. Aðgöngumiðar á kr. 2,00,3,00og5,00 (stúkusæti) á venjulegum stöðum. sunnudagana, í kirkjum þeirra borga, er þeii héldu þlng sín í,. þá þorðu forráðamenn kisknanna í Detroit og formaður „K. F. U. M." þar í borg eigi annað en að afturkalla boð sitt, sökum ofríkis burgeisaana. Landkjörsatkvæðin. Þegar blaðið var afgreitt til prentunar voru tölurnar þessar: A-listi 3 740. B-listi 3 400. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 10 mál eru á dagskrá. Þar á meðal eru síðari umræður um fjárhagsfrumvarp hafnarinn- ar og Reykjavíkurbæjar fyrir næsta ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.