Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 1
Alþýðublaðiu Gefitt út aS Alþýðuflokknunt 1926. Föstudaginn 3. dezeraber. 282. tölublað. Atvinirabótamálið fyrir bæjarstjórnarfundi í gær. Undir eins og' fundurinn var settur var fjöldi áheyrenda koin- inn saman utan við grindurnar, svo að tó.k út úr dyrum. Það voru mest megnis atvinnulausir menn, sem komnir voru til að heyra undirtektir bæjarstjórnar- ínnar við málaleitun þeirra. Snemma á fundinum kom nefnd atvinnulausra manna, er flutti svo felda áskorun frá fundi atvinnu- lausra manna, sem haldinn var í gær: „Fjölmennur fundur atvinnu- lausra manna, haldinn í Bárubúð 2. dez. 1926, skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að hún krefjist þess af ríkisstjórn, að atvinnubælur séu hafnar strax handa þeim mönn- um, sem ekki eiga framfærslu- $veit í Reykjavík, er bæjarstjórn hefir útilokað frá peirri vinnu, sem bærinn hefir sett á stofn. 1 öðru lagi skorar fundurinn á bæjarstjórn Reykjavíkur, að hún krefjist þess af ríkisstjórn, að hún leggi fram fé úr ríkissjóði, svo að bærinn sjálfur geti sett atvinnu á stofn handa þeim, er atvinnulausir eru, ef ríkið sjálft hefir ekki nægi- legt verkefni handa svo mörgum sem atvinnu þurfa. Tillagan óskast tekin á dagskrá á fundi í kvöld. Nef ndin: Pétur Hraunfjörð, Stefán Björnsson, Arnór Sigurðsson. Til bæ>rst;órnar Reykjavíkur." Haraldur Guðmundsson og Héðinn Valdimarsson afhentu for- seta bæjarstjórnarinnar áskorun- ina. Tvívegis feldu íhaldsmennirn- Sr í bæjarstjórninni að taka málið á dagskrá á undan fjárhagsáætl- uninni. Til samþyktar á slíku þarf a/s atkvæða. Loks var málið tek- íð. fyrir, þegar klukkan var að verða 11. Fólkið beið enn. Þá flutti Haraldur Guðm. svo feldar tillögur: „Bæjarstjórn Reykjavíkur tekur undir áskorun til ríkisstjórnarinn- ar frá fundi atvinnulausra manna um atvinnubæ ur íyrir bæ^armenn, sem framfærslusveit eiga utan- Reykjavíkur," og . skorar á ríkis- Stjórnina að verða við henrii." „Bæjarstjórn Reykjavíkur skor- ar á ríkisstjórnina að veita * Reykjavíkurbæ alt að 100 000 króna lán til atvinnubóta fyrir bæjarmenn, sem ekki eiga hér framfærs'usveit. Jafnframt skorar hún á ríkisstjórnina að greiða úr ríkissjóði tvo þriðju þess halla, sem verða kann á þessari vinnu, og samþykkir að greiða þriðjung hans úr bæ^arsjóði, ef ríkis^tjórnin verður við þessari áskorun. Hluti ríkissjóðs af hallanum telst fyrsta afborgun lánsins." Síðan bætti hann við fyrri til- löguna til samkomulags, svo að hún næði frekar samþykki: ,,og felur atvinnuleysisnefnd að flytja áskorunina til ríkisstjórnar- innar." Haraldur benti á, að þeir bæjar- menn, sem ekki eiga hér fram- færslusveif, greiða jafnt og aðrir að tiltölu skatta og skyldur til bæjarfélagsins. Að meðtöldum þeim, sem komíð höfðu til skrán- ingar í Alþýðuhúsinu eftir að henni var lokið, væri kunnugt um a. m. k. 200 atvinnulausa menn, sem ekki eiga hér framfærslu- sveit. Ekki kvaðst hann trúa því, að bæjarstjórnin léti flytja fólk- ið sveitarflutningi á braut, þó að það yrði að leita fátækrastyrks. Bænum væri því í alla staði betra að verja fé til atvinnubóta en auk- inna sveitarstyrkja. Og þá kvaðst hann illa þekkja sveitaþingmenn, ef þeir áfelli landsstjórnina fyrir það, þó að hún verji fé til að forða sveitunum við auknum sveitarþyngslum. Sem dæmi um vandræði fólksins sagði hann, að matvörukaup manna í matvöru- ^erziunum borgarinnar hefðu lækkað um þriðjung í nóvember- mánuði. Svona yrði fólkið jafn- vel að spara við slg matinn. Jón Ólafsson vildi vísa tillögun- um til atvinnuleysisnefndar, en Haraldur, Hallbjörn og Héðinn mótmæltu drætti á afgreiðslu þeirra. Forsendurnar fyrir þeim væru augljósar og atvinnuleysið alkunnugt. Bæjarstjórnin gæti því ekki lokað augunum og látið eins og hún sæi ekki ástandið. Rödd frá áheyrendum: „Við skulum all- ir fylgja ykkur til stjórnarinnar." Knútur var lengi tregur, en til þess að reyna að bjarga málinu frá óhæfilegum drætti var loks samþykt viðaukatillaga, er ól. Fr. flutti við tillögu Jóns Ól., að mál- inu væri vísað til atvinnuleysis- nelndarinnar tíl afgreidslu. Verð- ur að vænta þess, að sú afgreiðsla verði fljót og góð, þvi að atvinnu- lausu mennirnir geta ekki beðið. Talsvert bar á óánægju meðal áheyrenda yfir tilraunum meiri hlutans til að draga málið. Þórbergur Þórðarson flytur fyrirlestur i Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. dezember, klukkan 8Vs síðdegis. Efnis Lifanði kristindémur og ég. Aðgöngumiðar seldir við innganginn og kosta 1 krónu. Gefins Skófatnaður fæst ekki, en fyrir mjög lítið verð fæst hann til jóla, par sem ákveðið er að selja alt upp. Skóverzlun Jéns Sfefánss€iiiar9 Laugavegi 17. „Rök jafnaðarstefnunar" fást hjá bóksölum og i af- greiðslu Alþýðublaðsins, í kápu og í.bandi. Hentug jólagjöf! Sfimi 1969. Sfimi 1969. M matarverzlnn verður opnuð á morgun á Vesturgötu 21. Þar verður daglega selt frosið kjöt, kjistfai's, fiskfars, saxað kjöt, vínarpylsur, ntedisterpylsur o. fi. Nýkomnar margar teg. af pylsnm og ostum, svo sem Ejdlamer, Gouda, Sehweizer, Roque" fort, Appetit, KIostero.fi. Sardínur i olíu og tomat. Fiskahollur og kjötmeti, niðursoðið. Asíur og Agurkur í lausri vigt. Capers, sinnep, karry o. m. fl. líaiipð íijöí til lólanna er hvergi betra að kaupa. Sérstök áherzla lögð á að hafa 1. fl. vörur með eins . sanngjörnu verði og unt er. Fljót afgreíðslal Hreinlæti í hvívetna! Virðingarfylst. Sveinn Þ^rkels^on. Símí 1969. Sfmi 1969. Atvinnnleysið. Tómlæti stjórnarinnar Forsætisráðherra sefur. Nefnd sú, er kosin var á fundi atvinnuleysingja í Bárubúð í fyrra dag, hélt aftur fund á sama stað í gær og skýrði frá svörum for- sætisráðherra,. þeim, sem Alþbl. flutti í gær, og því með, að loka- svör myndi ráðherrann gefa kl. 10 í dag. Pegar hringt var til ráðherra kl. .10 í morgun, reyndist þó svo, að forsætisráðherra var ekki 'viðmæl- andi sakir þess, ao hann uar ekki kominn á fœtur. Náðist fyrst samtal við hann á 12. timanum, og kvaðst hann þá enn ekki vera búinn að hafa tal af vegamálastjóra og húsameist- ara ríkisins, en myndi nú greiða endanleg svör'kl. 2. Þötti atvinnuleysingjum vera sýnt tómlæti af hendi stjórnarinn- ar og viðleitni til að draga málið með ,þessu og það einna mest, að ríkisstjörninni bæri ao vera vakandi, en ekki í rúminu, þeg- ar vandamál lýðsins knýja hurð- ir. Gengu nú atvinnulausir menn fylktir um lóð stjórnarráðsins til að lofa stjórninni að sjá, að hér séu raunverulega til atvinnulaus- ir menn, og eru þó fleiri en sá- úst, og fór sú ganga fram með mestu spekt og prýði. Nú er undir svörum stjórnarinn- ar komið, hvað atvinnuleysingj- ar taka til bragðs. En ekki veldur ¦sá, er varar, og varla er til ljós- ari viðvörun en brð skáldsins: ,Það eru ðgurleg ódæmahljóð, sem eru í hungruðum manni."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.