Alþýðublaðið - 04.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 Andlitslj ó smyndir og landslagsmyndir sýnir Loft- ur Guðmundsson i dag og á ^norgun í gluggum verzlunar Eg- ils Jacobsens. Safnaðarfundur ' pjóðkirkjusafnaðarins í Reykja- vik verður haldinn í dómkirkj- unni kl. 5 á morgun. Rætt veröhr um að reisa nýja kirkju í Reykja- vík og um heimilisguðrækni. Sig- urbjörn Á. Gíslason hefur umræÖ- ur. „Sex verur leita hðfundar" verður leikið annað kvöld. Nið- ursett verð. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson. I frikirkjunni kl. 2 séra Árni Sig- urðsson, kl. 5 Haraldur prófess- or Níelsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. 1 Aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. predikar séra 0. J. Olsen um bókstafstrú. — 1 Sjómannastofunni verður guðs- þjónusta kl. 6 e. m. Allir vel- komnir. — í spítalakirkju ka- þólskra manna í Hafnarfirði verð- ur kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Togararnir. „Egill Skallagrfmsson“ fór i gær áleiðis til Englands. Skipafréttir. Fisktökuskipið „La France" fór í nótt áleiðis til Spánar, en ann- að íisktökuskip, „Union" kom hingað í nótt frá Hafnarfirði. Lít- íll selfangari norskur kom inn hingað í morgun. íslendingur lendir fjórum sinn- um í skipreika. Á norska skipinu „Nystrand“, sem strandaði um daginn við Skaftárós, var einn skipverjanna íslendingur, Björgvin Stefánsson. Hann er s jnur Steiáns Loðmfjrrðs hér i borginni. Björgvin komst ásamt öðrum manni í land á báti, og urðu þeir fyrstir þeirra 10, sem björguðust 25. nóv., á öðr- um degi eftir að skipið strandaði. Petta er í fjórða skiftið, sem Björgvin hefir lent í skipreika. Stjörnufélagið heldur fund á morgun kl. 3V2- Fyrirlestrar tveir verða fluttir á morgun kl. 3. Annan flytur Margrét Símonar- dóttir frá Brimnesi. Talar hún í Iðnaðarmannahúsinu um konur og menningu nútímans Hinn flytur dr. Guðmundur Finnbogason. Tal- ár hann í Nýja Bíó um „bölv og ragn og þjóðnýtingu þess“. Reikningur Reykjavikurbæjar liggur frammi í skrifstofu bæj- argjaldkerans næstu 14 daga frá síðasta bæjarstjórnarfundi að telja. Hljómleikar Mme le Senne i Nýja Bíó voru sæmilega sótt- ir, en hefði þó mátt betur. Það er peningaeklan og neyðin manna á milli, sem veldur, en ekki söng- konan, þvi að hún söng hvert lag- ið öðru betur og tókst sérstaklega upp á lagi eftir Massenet, sem hún varð að tvítaka. Var söng frúarinnar tekið með svo miklum fögnuði, að hún varð að syngja eitt lag utan skrár. Meðferð henn- ar á íslenzku lögunum var ágæt. Nú er öldin önnur en fyrr, því að áður urðu Islendingar að fara ut- an til að kynnast listum umheims- ins, en nú vaða þær hér uppi í landsteinum. Þenna dag árið 1861 fæddist Hannes Haf- stein. Eitt af síðustu stórmálun- um, sem hann barðist fyrir, var einkasala ríkisins á kolum og salti. Nýtt tuugl kemur í fyrra málið kl. 5 og 12 mín. 135 ár eru á morgun, síðan tónskáldið fræga, Wolfgang A. Mozart, and- aðist. Grétar Ó Fells. flytur erindi um helgisiði i kvik- myndahúsinu i Hafnarfirði á morg- un kl. 4 e. m. Aðgöngumiðar seldir við innganginn og kosta 50 aura. Formaður Læknafélags Reykja- vikur er nú Halldór Hansen. Áður var Ólafur Þorsteinsson hálslæknir lengi formaður þess. Njáluerindi Ólafs Marteinssonar i fyrra dag var um það, hvernig sögurnar hafi geymst í minni manna. Var þar margt vel athugað. í næsta erindi sínu heímfærir hann þær athug- anir nánar upp á Njálu. Þórbergur Þórðarson flytur erindi sitt: „Lifandi krist- indómur og ég“ í G.-T.-húsinu í tíaínarfirði annað kvöld kl. 8y2. Byggingaleyfisbeiðnirog„Morg- unblaðið“. „Mgbl." segir, að 16 byggingar- leyfisbeiðnir hafi legið fyrir sið- asta bæjarstjórnarfundi. Þær voru raunar að eins 7 um byggingu nýrra íbúðarhúsa, og auk þess þrjár breytingar á húsum, þar af ein á kvisti og önnur til að gera hús kjallaralaust, og loks þrjár um geymsluskúra. Liðirnir í fund- argerð byggingarnefndarinnar voru hins vegar 16, en fljótfærnin hjá skrifurum „Mgbl.“ var eins og oftar nógu mikil til þess, að þeir hafa ályktað, að hver liðurinn um- Leikfélag Reykjjavíkor, Lnigi Pirandello: Sex verur leita hðfundar, leikrit, sem œttl að semja, verður sýnt í Iðnó sunnudaginn 5. þ. m. kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir i Iðnó i dag frá kl. 4 — 7 og á morgun kl. 10 —12 og eftir kl. 2. Niðursett verð. mr Börn fá ekki aðgang. W ATH. Menn eru beðnir að rnæta stundvislega. Simi 12. Simi 12» Viðgerð á Granunofðnum. Allir varahlutir, svo sem Regúlatorar- Regúlator-fjaðrir, öxlar, Fjöðurhús, drifhjól, fjöðurhús-hjól, driföxlar, stopp- fjaðrir, allar stærðir. Beztu Grammofón~fjaðrir úr sænsku stáli. Hljóðdósir, Grammofón-verk, hljóðarmar og plötudiskar. Fulkomin ábyrgðfyrir fyrsta flokks vinnu. Alt sótt og sentheim. 99 Örninn** Laugavegi 20 A. Sími 1161. Sími 1161. Alls staðar eru útsölur en samt gerið þér beztu kaupin á karlmannafotum i Branns-verzlun. Maniðuriðfnun Skrá yfir aukaniðurjöfnun útsvara, sem fram fór 24. f. m., liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu bæjargjaldkera, Tjarnar- götu 12, til 15. þ. m. að þeim degi meðtöldum. Kærur yfir útsvörum séu komnar til niðurjöfnunarnefndar á Laufás- vegi 25 eigi síðar en 31. þ. m. Borgarstjórinn í Reykjavik, 3. dez. 1926. K. Zimsen. Hlntavelta með danz á eftir er í kvöld á Seltjarnamesi. Fastar ferðir frá Steindðrl. sig væri byggingarleyfisbeiðni, án þess að hafa fyrir að lesa þá. Eða halda „Mgbl.“-ritararnir, að tillaga um götunafn eða annað þvi líkt sé byggingaleyfisbeiðni ? En svona nákvæmar eru fréttirnar oft og tíðum í blaðinu því. Veðrið. Hiti mestur 2 stig, minstur 13 stiga frost á Grímsstöðum. Átt Ljósmsndasýnmfl. LOFTUR — í Nýja Bíó — sýnir í dag og á morgun nokkrar and- litsmyndir — einnig landlagsmyndir. Það borgar sig að sjá pessa sýningu í gluggum verzl. Eglll Jacobsen. Gleðlleg Jéi stendur á fallegum postu- lins-bollapörum. Verzlun Jóits Mrðarsonar. Margrét Stmonardóttir frá Brimnesi flytur erindi um konur og menningu í Iðnö sunnudaginn 5. dez. kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun ísafoldar og Eymundss. og við innganginn. ýmisleg. Hvassviðri i Vestmanna- eyjum. Annars staðar þurt veð- ur. Sennilega djúp loftvægislægb við Suður-Grænland á austurleið. Otlit: Hægviðri á Norðurlandi og í dag á Austurlandi. Allhvöss austan- og suðaustan-átt á Suður- og Suðvestur-Iandi, og sums stað- ar úrkoma, — hér í nótt. Snjó- koma á Vestfjörðum i nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.