Alþýðublaðið - 06.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 Stórt urval af kjólaefnam nýkomið. Kápntau frá 5,95 pr. mtr. Morgunkjólatan frá 2,40 í kjólinn. Handklæði frá 0,75 stk. Léreft, Bróderingar, Sokkar. Golf- trcyjur á börn og fullorðna og alls konar bómullarvara. 10 — 20% afsláttnr af ollum vörum. Verzlun K. Benedíkts, Njálsgðtn L rnátt, getum við haft áhrif á ger- vallan heiminn, verið þjóðunum fyrirmynd og bent þeim á leiðina út úr því öngþveiti, er þær hafa nú lent í. Við getum það með því að gera bræðlaiagshugsjónina að veruleika í íslenzku þjóðlífi og halda kyndli hennar svo hátt á lofti, að gervallur heimur sjái ljósið. Menn hræðast ýmislegt, er þeir kalla öfgastefnur í þjóðmálum, og margir eru svo smeikir, að þeir þora ekki einu sinni að kynna sér málið, heldur dæma það á skóg- gang strax. Slíkt hugleysi megum við aldrei láta henda okkur. Við verðum að gagnrýna alt, rann- saka alt og halda því, sem gott er. Á bak við þær stefnur ,er mestum stormunum valda, eru oft háleit- ustu hugsjónirnar fólgnar. Mann- kynið er á þroskabraut, og ein- hvern tíma renna upp þeir tímar, að ytri storminn Iægir og hug- sjónin, sem á bak viö liggur, fær að njóta sín. í dag er afmælisdagur Eggerts Ólafssonar, og í dag er líka af- mæli fullveldisins. Nú ætti því að vera tilvalin stund að spyrja sjálf- an sig: „Á hvern hátt ætlar þú framvegis að vinna að heill fóst- urjarðar þinnar ?“ Við getum lært margt af okkar eigin þjóðarsögu. Sagan um landnámsmennina, sem þorðu að yfirgefa óðul sín, af því að þeim fanst þjóðskipulag það, er þeir áttu við að búa, óréttlátt, — sem þorðu, segi ég, að yfirgef'a óðul sín, sigla á opnum skipum yfir íslandshaf og setjast hér að í óbyggðu landi. Sagan sú á að efla hjá okkur brautnjojendah ug og trausti'd á sjálfa okkur. Saga Sturlunga á að vera okkur til við- vörunar, sýna okkur, hvernig fer, ef að eigingirni og vcildasýki eru sterkustu hvatir þjóðarleiðtog- anna. Og saga Eggerts Ólafsson- ar og annar endurreisnarmanna á að fylla okkur heilögum eldmóði, svo að við stígum á stokk og strengjum þess heit að gerast trúir merkisberar þeirra manna, sem við eruin sannfærðir um að hafi unnið fyrir fósturjörð sína eins og góðir og fórnfúsir synir fyrir göíuga móður. Á einum stað í ljóðum sínurn segir Þorsteinn Erlingsson: „Og gott er, þú sækir þá sigur í stríð, ef sæmd eða drengskapur kalla, og vel fer um þig eftir harðsótta hríð hjá heitunum þeirra, sem falla. Þeir öftustu koma þar ósárir heim, en enginn er ríkur af sonunum þeim.“ Petta er skírnarsálmur sonar hans, og hann ætti að vera sung- inn yfir hverjum íslendingi. Ef við höfum eignast einhverjar hug- 6jónir í sambandi við ættjörð okk- ar, þá munum það, að Island á enga sólbjarta framtíðarbraut, ef við þoruin ekki að leggja út í baráttuna fyrir hugsjónir vorar. Engar hugsjónir rætast án baráttu, og að þora ekki að berjast fyrir hugsjónir sínar, er að svíkja þær. , Þeir öftustu koma þar ósárir heim, en enginn er ríkur af sonunum þeim.“ Island mun aldrei verða talið ríkt fyrir þá syni og dætur, ér hlífa sér við að þola högg og sár í göfugri baráttu fyrir heill lands sins. Á minningarspjöldum sög-‘ unnar hafa aldrei staðið og munu aldrei standa nöfn þeirra — nema þá sem viðvörun —, er bregð- ast sjálfum sér, landi sínu og þjóð með því að draga sig í hlé, þegar mest á ríður. Einkunnarorð Jóns Sigurðssonar voru: „Aldrei að uíkja!“ Einkunn- arorð íslenzku þjóðarinnar ætti framvegis að vera: Aldrei ad svikja, — aldrei að svíkja hinar hreinu hugsjónir, er svífa ofar dægurþrasi og nábúakrit, — aldr- ei að svíkja sæmdina og dreng- skapinn. Þá mun þess ekki ýkja- langt að bíða, að hér verði „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, er þroskast á guðsrikis braut.“ Innlend tíöindi. Kirkjubæjarklaustri. FB„ 5. dez. Strandið við Skaftárós. Dálitlu af smádóti hefir tekist að bjarga úr »Nystrand« með miklum erfiðismunum. Hefir að- eins verið hægt að vinna að björguninni um fjöruna. Undan farna daga hefir skipinu hallað til austurs i sjó, en er nú komið á hliðina, og er útlit mjög ilt, að unt verði að bjarga meiru úr því. Er nú hætt við, að það sökkvi þá og þegar. Flugvélarflak(?) rekið. Sagt er, að á Svinafellsfjöru í Öræfum hafi fyrir alllöngu fundist stórt aluminium-»hylki« eins og með vængjum, og liggur annar vængurinn hjá, brotinn af. Finn- endur vissu ekki hvað þetta var, en gizkuðu á,- að þetta væri flug- vél á hvolfi. Hefir þetta ekki verið rannsakað nánar. ísafirði, FB. Togarasekt. Þýzki togarinn Franz frá Geestemiinde, sem „Þór“ tók í Bolungavík með veiðarfæri í ó- lagi, hefir verið dæmdur í 2000 gullkróna sekt. Um dafgiim og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3A, símar 686 og 506. . Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3 e. m. frá deginum í dag til áramóta. Minningarsýning Guðm. sál. Thorsteinssons var opnuð á laugardaginn var í hinu nýja verzlunarhúsi Jóns Björns- sonar & Co. við Bankastræti. Afmæli. Einar Hjörleifsson Kvaran skáld er 67 ára í dag. Pröfsmiðisgripir fjögra húsgagnasmiða eru til sýnis í búðarglugga sama húss. Eru þeir prýðisvel gerðir og myndu erlendir smiðir ekki gera betur, nema síður væri. Sérstak- lega er orð á tveimur mahogni- skattholum gerandi. Eru í þau mjög haglega greyptar myndir úr öðrum viði. Mme le Senne heldur hljómleik í Nýja Bíó kl. 71/2 annað kvöld. Emil Thorodd- sen aðstoðar. Togara rekur á land. Togarinn „Kári“ slitnaði upp af Eiðsivík í gær og rak upp í Geld- inganes. Hann náðist út aftur í gærkvéldi. Mun bráðlega verÖa rannsakað, hvort hann hefir nokk- uð skemst. Kvöldvökurnar. I kvöld lesa frú Theodóra Thor- oddsson, Árni Pálsson og Sigurð- ur Nordal prófessor. Togararnir. „Egill Skallagrimsson" var á veiðum aftur, áður en hann fór til Englands. Kom hann inn á laugardaginn til að fá sér kol og hafði þá 1000 kassa. „Gylfi“ kom þá líka af veiðum með 1000 kassa, og fóru þeir báðir á laugardags- kvöldið áleiðis til Englands. ,.Skallagrimur“ kom frá Englandi fyrir helgina og fór á veiðar. Von er á „Gulltoppi“, „Tr\'gg\'a gamla“ og „Arinbirni hersi" í dag úr Englandsför. Leit að norsku skipi á að fara að gera héðan. Norska selveiðaskipið, sem hingað kom fyrir helgina, hafði verið sent til Grænlands til að leita að norsku skipi, sem hafði skemst, og gat því ekki komist hjálparlaust til Noregs. Var selveiðarinn koininn á leið með það í eftirdragi, en þá slitnaði það aftan úr honum í ofviðri og stórsjó, en hann varð sjálfur fyrir nokkrum áföllum. Gat hann ekki fundið skipið aftur. I morgun var verið að búa togar- ana „Ara“ og „Austra", og ætla þeir að fara i leit að skipinu. Loftskeyti voru send til að biðja um, að af skipum, sem kynnu að fara þar fram hjá, er skipsins er helzt von, væri svipast um eftir því. Farfuglafundur verður í kvöld kl. 8 í Iðnaðar- mannahúsinu uppi. Allir ung- mennafélagar, sem staddir eru í bænum, eru velkomnir þangað. Erindi Margrétar Símonardóttur frá Brimnesi var að mestu um heim- ilislíf og móðurstarf kvenna. Sú setning vissi mest fram á leiðr að hún vonaði, að með aukinni menningu komi uppeldisstofnan- ir í stað hegningarhúsa. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn í inorgun.) Hér í Reykjavík er „in- flúenzan“ óðum að þverra. Einn barnaveikisjúklingur er hér frá síðustu viku, og grunur er á um, áð einn hafi „kikhósta". Ófrétt úr öðrum stöðum. Bæjarstjórnarfréttir. Framhald þeirra verður að bíða morguns sökum þrengsla. — Stúdentagarðslóðin nær frá vænt- anlegu Skólavörðutorgi að fram- lengingu Barónsstígs. Sjötti orgelhljómleikur Páls ísólfssonar verður næsta miðvikudag. Axel Vold Qg Óskar Norðnrann aðstpða. Aðgöngu- miðasala er byrjuð. Husasmiðir. Byggingarnefnd Reykjavíkur hefir viðurkent trésmiðina Símon Daníel Beck, Vesturgötu 40, og Olgeir Sigurðsson, Njálsg tu 42, fullgilda til að taka að sér húsa- smíði í borginni. Veðrið. Hiti mestur 6 stig, minstur 2 stiga frost. Átt víðast suðlæg. All- hvast hér við Suðvesturlcndið og lítið regn; hvassast í Grindavík. Lítil snjókoma á Isafirði. Ann- ars staðar þurt veður. Djúp lofí- vægislægð við Suður-Græn and á norðausturleið. Útlit: Regn a Suð- ur- og Vestur-landi í dag og hvöss sunnanátt, en sennilega hvöss suðvestanátt með sknrum í nótt. Hláka á Norður- og us ir landi og vaxandi sunnan ttt i a , og hvessir enn meir á :uðv.. í an i nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.