Alþýðublaðið - 07.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4 kemur út á hverjum virkum degi. 2 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við | Hverfisgötu 8 opin irá kl, 9 árd. ^ til kl. 7 siðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. í 9Va —10J/a árd. og kl. 8—9 siðd. 5 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 2 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. * Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan 2 (í sama húsi, sömu símar). Frá bæjarstjórnarfundi 2. pessa mánaðar. (Frh.) í ár voru útsvaratekjur bæjar- ins áætlaÖar kr. 1 529 229,20, en nú kr. 1 146 404,00 (eða kr. 1106- 404,00 ef skattur samvinnufélaga og annara samkvæmt sérstökum lögum er ekki talinn með). Héð'inn Valdimarsson talaði gegn lækkun útsvaranna á peim, sem rnest hafa efnin, svo sem var í ár, og Ól. Fr. benti á, að við síðustu niðurjöfnun var hækkað á flestum bæjarbúum, að meðaltali um J/s hluta, en lækkunin var öll á nokkrum útgerðarfélögum. Flestir Reykvíkingar hafi þannig verið látnir skjóta saman til að borga útsvarið fyrir h.f. „Kveld- úlf“. E:*;ki mintist þó Ólafur þess að hafa séð samskotalistann birt- an í blöðunum, svo sem venja er til um sum önnur samskot, þó að minni séu. Héðinn benti á, að það er hlægilegt, að leggja einar 1000 kr. á togarafélag í út- svar eftir efnum og ástœðum, þó að harðni í einu ári. Bæjarfélagið þurfi á sinu fé að halda. Einmitt þegar illa árar eða krepputímar eru, ætti bæjarfélagið aö láta vinna sem allra mest, til þess að auka atvinnuna í bænum, en ekki að ieggja nú á kreppuári niður verklegar framkvæmdir. Þau uifi- mæli kvað Ól. Fr. vera nauðsyn- legustu orðin, sem sögð hefðu verið í bæjarstjórninni. Ágúst Jós- efsson benti einnig á, að ef út- svör teknamannanna yrðu lækk- uð, þá myndi sú lækkun koma hart niður á alþýðunni, einkum þeim tekjuminstu. Haraldur Guðmundsson benti á, að í fjárhagsfrumvarpinu væru flestir gjaldaliðirnir lækkaðir frá því, sem er þetta ár, nema tveir einir væru hækkaðir, svo að telj- andi væri; en það eru laun borg- arstjórans og framfærslufé af sveií. Lý. ti hann því, hve óheppi- leg og ómannúðleg sú stefna er að íáta menn fara á sveitina í stað þess að verja sama 'fé til að framfleyta þeim án sveitar. Fjár- hagsfrumvarpið gerði ekki ráð fyrir neinum þeim framkvæmdum, sem framtíðurnot væru að. Kvað hann alveg ójarft að lækka útsvör togarafélaganna enn á ný; en út- svaraíúlgan þyrfti jaínvel ekki að lækka svo mjög, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, þó .að þau væru alveg strikuð út, því að þau væru orðin smámunir. Ólafur Friðriksson minti á, að áður fyrr var algengt hér á landi, að mikill hluti þorpsbúa fór á sveitina, þegar illa áraði. Það kom til af því, eins og hann sagði, að verkamenn höfðu engan félags- skap með sér, og kaup þeirra var svo lágt, að hve nær sem út af bar, þá var ekkert fyrir hönd- um annað en sveitin. Þá benti hann á, að heppilegra væri að bæta lífskjör fjöldans, heldur en að freista manna til að drýgja glæpi út úr neyð, setja þá svo í fangeisi og sleppa þeim það- an aftur út á götuna athvarfs- lausum, sem oft yrði til þess, að þeir drýgðu glæpi á ný. — Fjárhagsnefndinni hafði borist erindi frá Starfsmannafélagi bæj- arins, þar sem það óskaði, að dýrtíðaruppbótin, sem greidd er á laun þeirra, yrði ekki lækkuð meira en í 57 %. Tók K. Z. mála- leituninni ekki ólíklega, en kvað fjárhagsnefndina eiga eftir að at- huga hana á ný. Síðar rninti Ág. Jós. hann á, að vonandi verði þá úr því, að erindið verði tekið til ;,greina. Héðinn sýndi fram á, að dýrtíðin hefir ekki lækkað að sama skapi og uppbótinni er ætl- að að gera, og munar það mestu, að húsaleigan er ekki tekin með í reikninginn. Ól. Fr. skoraði á fjárhagsnefndina að leiðrétía þetta við starfsmenn bæjarins og að láta barnflestu mennina halda launum sínum óbreyttum. Stefán Jóh. Stefánsson tók dæmi af því, hve illa lækkunin kæmi niður á Jögregluþjónunum, sem hvorki geta geíið sig við öðrum störf- um né heldur er ætiað að gera það. Eftir nýjárið yrðu mánaðar- laun þeirra urn 300 kr., ef upp- bótin yrði að eins 44°/o. Nú yrðu sumir þeirra að greiða alt að helminginn af þeirri uppnæð í húsaleigu; og hvernig ætti þá stór fjöískyida að geta lifað af hinurn helmingnum? Tók hann undir á- skorunina til fjárhagsnefndar um að sinna erindinu eða bæta starfs- mönnunum upp lækkunina, og snéri hann máli sínu einkum til formanns hennar, borgarstjórans. Þá benti hann á, að hátt verð á lóðum og innlendu byggingareíni væri einn af aðalþáttunum í að gera húsnæðið í bænum svo dýrt, sem það er, og að þá væri fé vel varið, ef bæjaríélagið notaði það til að lækka byggingarkostnaðinn með því að útvega þeim, er byggja vilja, ssm allra ódýrast innlenda byggingarefnið, sand og grjót, og veita þeim kost á ó- dýrum lóðum til leigu. Héðinn og Ágúst sýndu fram á nauðsyn þess að koma upp al- menningssalernum í borginni, og að það er hreinlætis- og siðmenn- ingar-mál. Haraldur benti á, að eitt af því nauðsynlegasta og hagkvæmasta, sem bærinn getur látið fram- kvæma, er- ræktun bæjarlandsins, og myndi aukin ræktun m. a. verða til að minka dýrtíðina. Þá sýndi hann fram á, að beinn fjársparnaður er að koma upp heimilum fyrir munaðarlaus börn og gamalmennahælum. Með því að bæta þeirri upphæð, sem jafn- aðarmennirnir ætlast ti', við gam- almennahælissjóðinn, þá væri fengip sú upphæð, sem frakkneski spítalinn myndi vera falur fyrir. Ól. Fr. lýsti nauðsyn elliheimilis, sem Reykjavíkurbær eigi, og kvað það að sínu áliti ekki eiga að vera fyrir utan bæinn, því að flestir bæjarbúar kjósi að vera áfram inni í bænum, gamalmenn- in líka. Um styrkinn til styrktarsjóðs verkanranna- og sjómanna-félag- anna benti Héðinn á, að þar eð alþingi hefði veitt slíkan styrk skilyrðislauit, þá aetti bæjarstjórn- in að geta það engu síður, enda hefði sjóðurinn komið mörgum bæjarmanna að haldi. Ól. Fr. skýrði nauðsyn þá, sem er á byggingu sundhallar í bæn- um. Nú þegar húsnæði fjölda manna væri miklu minna heldur en því svaraði, sem læknisfræðin krafðist fyrir hundrað árum, þá veitti ekki af að hafa sundhöll til að varðveita heilsuna, enda muni ekki af veita, ef menn eigi að geta haldið heilsu til að vera á togurunum, eins og sú atvinna er rekin hér nú. Flutti hann tillögu úm, að á fjárhagsáætlun næsta árs verði veittar 50 þús. kr. til sundhallarbyggingar. Kemur sú tillaga síðar til atkvæða eins og hinar. Haraldur mintist og á þetta mál og nauðsyn þess, að bæjar- félagið geri eitthvað til þess að hvetja almenning til að iðka ýms- ar hreinlætis- og heilbrigðis-regl- ur. Ól. Fr. beindi því til veganefnd- arinnar, að hún þyrfti að flokka götur borgarinnar eftir því, hve þær eru og munu verða fjölfarn- ar, og væri síðan mest vandað til þeirra fjölíörnustu, og svo koll af kolii þannig, að hver gatna- flokkur heíði sína gerð í hlut- falli við notkunarþörfina. Tók Jón Ásbj. undir það með honum. Annars kvað J. Ás. garnan að vera með ýmsu, sem til fram- fara horíir, svo sem gatnabótum, — ef ekki væru örðugir tímar, o. s. írv. — alt þetta, sem kunn- ugt er úr venjulegum íhaldsræð- um. Og Pétur Halldórsson vildi jaínvel heldur láta bæinn veita vinnulausum mönnum vaxtalaus lán en vinnu, hvernig svo sem hann hefir ætlað þeiin að geta endurgreitt þau. Loi s hélt liallgrímur Benedikts- son afsökunarræðu fyrir ihalds- mennina í bæjarstjórninni, sem hann forðaðist raunar að kalla íhaltísmenn, heldur að eins and- stæðinga ja.naðarmannanna. Lauk hún í lofsöng um tvö stærstu togara élögin, — ,;sem vér eigum áð fagna að eiga hér í bænum“, eins og hann komst að orði —, „Kveldúlf“ og „Alliance". Eigend- ur þeirra hefðu, sagði hann, oft gert „rneira en þeir gátu til að veita öðrum vinnu“(!). Hitt slepti hann alveg að minnast á, hve miklu alþýðan hefir fórnað fyr- ir þau og önnur stórútgerðarfé- lög, og þær skyldur, sem á þeim hvíla við verkalýðinn, bæði sjó- rnenn og landverkamenn, ef rétt- lætið er tekið með í reikninginn. Jón Ásbj. komst inn á að tala um, að nauðsynlegt sé að knýja þá menn til vinnu, sem ekki vilja vinna. Héðinn kvað nú liggja nær að hugsa um að láta þá mörgu fá að vinna, sem óska þess, held- ur en að bollaleggja að eins um hina fáu, sem ekki vilja vinnæ Atvinnubæturnar. I morgun átti einn maður úr nefnd þeirri, sem atvinnulausir menn kusu um daginn til að finna stjórnina, tal við atvinnumálaráð- herra. 1 Hafði ráðherra hin beztu orð; lofaði að láta sækja mulningsvél- arnar hið bráðasta og setja þær niður í grend við bæinn, þar sem bezt gegndi, svo og hitt, að leggja til skýli yfir fólkið og lána verk- færi. Hinu lofaði hann og, að sjá svo til, að verkamenn bíði ekki neinn halla af því, ef vinnuaðstað- an væri sérstaklega óhagstæð. Sömuleiðis Iofaði hann að láta byrja á skurðgrepti við lands- spítalann þegar, er hann hefði átt tal við húsameistara ríkisins. Virtist ráðherra sanngjarnast við verkamenn, að það yrði tíma- vinna, en ekki samningsvinna. Loks lofaði ráðherra að gera alt hið bezta í þessu efni, sem hann gæti. Atvinnuleýsi og örbirgð. „Öreigarnir geta engu tapað nema fjötrunum, en þeir getct unnið alla veröldina.“ Karl Marx. Veturinn er genginn í garð með 'óvenjulega miklurn frosthörkum. Skammdegismyrkrið grúfir yf- Ir vel upplýstum skrauthýsum og glingurbúðum auðmannanna og skuggalegu og köldu kjallarahol- um hungruðu og klæðlitlu öreig- anna. Auðvald og burgeisadót í há- borg íslenzkrar menningar situr nætur og daga í leikhúsum, á hljómieikj'um, „klíku“-þingum og kaffihúsum, þvaðrandi urn hé- góma, þtandi og drekkandi langt fram yfir það, sem almenn, heil- brigði krefst. Þar er krónum kastaö. Verkalýðurinn í röku og Ijös- vana kjallaraholunum og köldu og óvistlegu hanabjáikaloftunum hímir kaldur og kvíðandi yfir þjargarlausum heimilum, beygð- 'ur af erfiði og áhyggjum fyrir til-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.