Alþýðublaðið - 08.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.03.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Frá lan Sem stendur er að eins ritsímasamband við Austur-, Norður- og Vesturland og stöðvarnar hinumegin við Hvalfjörð. Að likindum kemst talsímasambandið í lag eftir nokkra daga. Ekkert samband við Vestm.eyjar fyrst um sinn — sæsímaslit. Auglýst verður ef unt er að afgreiða skeyti þangað yfir skip áður en viðgerðinni á sæsímanum verður lokið eða beinu loftskeytasam- bandi verður komið á. Auglýsin Til varnar gegn útbreiðslu innflúenzu, skal öll- um skólum (almennum og einstakra manna) nú þeg- ar lokað, ennfremur eru bannaðir almennir mann- fundir, opinberar skemtisamkomur og aðrar sam- komur (dansleikir, brúðkaupsveislur og þess háttar), þar sem margir koma saman í sama húsi. Einnig eru bannaðar messur og líkfylgdir. Matsöluhús og kaffihús mega veita föstum kost- göngurum og aðkomumönnum til kl. 8 að kvöldi, en þá skal þeim loka til kl. 8 að morgni. Lögreglustjórinn í Reykjavík 7. marz 1920. Jón Hermannsson. Xoli konnngur. Kftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Þar voru þeir fyrir Mike, sem komið hafði fyrstur, og Tom 01- son. Frú Davíðs, smávaxin, svart- eyg kona, sem ætíð var símasandi, var að taka til. Hún var á nálum, og var alveg ómögulegt að halda kyrru fyrir. Þessi hjón voru kom- in frá Wales fyrir einu ári og höfðu flutt með sér allar brúð- kaupsgjaflrnar til nýja bústaðarins — myndir, smáglingur og borð- búnað. Þetta var snotrasta heim- ilið, sem Hallur hafði enn þá séð, og frú Daviðs setti það alt í hættu, af tómri gremju yfir því, að maður hennar hafði neyðst til þess, að fara úr verkamannafélag- inu, sem hann var i, til þess að fá vinnu í Amerfkul Ungi ítalinn Rovetta kom, þá Jón gamli Edström. Vegna þess, að ekki voru nógu margir stólar til, hafði frú Davíðs setta kassa meðfram veggjunum og breitt yfir þá klæði. Hallur tók eftir því, að þeir settust allir á kassana, en létu þeim sem síðar komu eftir stólana. Sérhver, sem kom, kink- aði kolli til þeirra sem fyrir voru og settist svo. Enginn sagði orð. Næst kom Mary Burke. Hallur sá það á svip hennar og látæði, að hún var f gamla örvæntingar- hamnum. Hún settist meðal maur- anna, eins og Edström gamli hafði sagt að hún myndi gera, en ekki vildi hún láta bera á því, að hún vonaðist eftir því að komast yfir um, yfir á hinn tjarnarbakkann. Hún settist út í horn og horfði á. Þá komu þau Rósa og Jerry, Wresmak-feðgar og pólverjarnir tveir. Hallur horfði af einu á ann- að, á bogin bökin og hrukkuð andlitin, sem sýndust enn þá þung- brýnni og útsognari í rökkrinu, en endrar nær. Honum skyldist það, hvflíkum erfiðleikum það væri bundið að kenna þessu fólki að gera uppreist. Því Jík smán, að þurfa að kenna því það! Það var þó komið til undralandsins Ame- rfku, fult eftirvæntingar og vonar um betri kjör, en í gamla landinu. í þeirri von var það komið, að þar í landi væri alt eins og það ætti að vera. En svo varð það fyrir vonbrigðum — tómum von- brigðum. Það varð að læra gamla sannleikann, að þrælar hafa hvergi í heimi hér frelsi, fyr en þeir hafa sjálfir barist fyrir þvf og á þann hátt öðlást það. Einhver, sem misskilið hafði boðin, barði á aðaldyrnar. Hallur veitti því athygli, að allir hrukku við. Það minti á sögurnar frá Rússlandi um byltingalifið þar. Hallur var nærri búinn að gleyma því, að þeir karlar og konur, sem hér voru saman komin, eins og sakamenn, kröfðust einkis frekar en réttar síns, sem landslögin á- byrgðust þeiml Erlend iiiyiit. Khöfn 27. febr. Sænskar krónur (100) — kr. 124.50 Norskar krónur (100)—kr. 114.75 Þýzk mörk (100) — kr. 7.00 Pund sterling (1) — kr. 22.68 Dollars (100) — kr. 668.00 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.