Alþýðublaðið - 08.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 kemur út á hverjum virkum degi. ] Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við < Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9>/s—lOVs árd. og kl. 8-9 siðd. j Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 1 (skrifstofan). 3 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ] mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. ] Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (í sama húsi, sömu símar). Gamalmennahæli. Bæjarstjórnin á isafirði hefir látið reisa fullkomnasta spítalann á landinu, en hinum gamla spítala bæjarins hefir hún breytt í gamal- mennahæli. Ráðstöfun þessi hefir mælst mjög vel fyrir, enda er nú feng- in reynsla fyrir því, að hún gefst vel. Líður gamalmennum þeim, sem bærinn á fyrir að sjá, betur á heimilinu en meðan þeim var 'komið fyrir hjá einstökum mönn- um, að minsta kosti flestum, því áð fáir einstakir menn eiga kost á að láta vandalausum gamal- mennum líða eins vel og þeim líð- ur á elliheimilinu. Þessi ráðstöfun ísfirzku bæjar- stjórnarinnar var gerð til þess að gamalmennum liði betur, en á- rangurinn heíir jafnframt orðið sá að spara bænum fé. Bæjarstjóm Reykjavíkur ætti hér sem fyrst að feta í fótspor bæjarstjórnar ísafjarðar. Enginn þarf að efa, að þetta yrði fram- för í vellíðan fyrir allflest þau gamalmenni, er bærinn nú sér fyr- ir, og reynslan aö vestan er búin að sýna, að þetta er svo sem ekki að stofna fé bæjarins í voða — þvert á móti. Á síðasta bæjarstjórnarfundi mintist ég á þetta mál; drap þá einn ræðumaður á, að gamla fólk- ið myndi ekki geta felt sig við „agann“ á slíku heimili, og mint- ,5st á, að sum gamalmenni heíðu af þeirri ástæðu farið af „Grund“. Trúlegt er, að einn og einn kunni betur við sig þar, sem vaninn er búinn að rótiesta hann, en á öðr- um stað, ólíkum þeim, sem hann á að venjast, þótt aðbúnaður sé þar í raun og veru bstri. En við- víkjandi „aganum“ á elliheimil- um, þá á hann enginn að vera, því að ekki kalla ég það aga, þó borðað sé á ákveðnum tima eða ekki megi syngja eða hafa há- ‘reysti eftír að svefniími er kom- inn. En hitt á.ekki við að fara að öðru leyti að leggja gömlu og lúnu fólki lífsreglu.nar. Það verð- ur að fá að hafa það háttarlag, sem hver og einn hefir tamið sér viðvíkjandi fótaferð, háttatíma o. s. frv. Ef það er ekki svo, er álls ekki unr gamaim nnahæli að ræða né elliheimi i, heldur verð- ur það, sem átti að vera það, eins konar gamahnennafangelsi. Eru þá hausavíxl orðin, eins og stundum vill verða; garnla fólk- ið er þá fyrir hælið, en hælið ekki fyrir fólkið. í þessu sambandi má geta þess, að þaÖ ætti ekki við á elliheimili, sem bærinn kæmi upp, að skylda íbúana (beinlínis eða óbeinlínis). til þess að hlýða á húslestra. Þeir, sem óska að gera það, geta látið lesa lestur í ein- hverju herberginu eða stofunni, ef það þykir betra en að hver lesi fyrir sig. Bærinn á 79 þús. kr. í sjóði til gamalmennahælis, og tillaga ligg- ur nú fyrir bæjarstjórn um að veita á næsta ári 30 þús. kr. af bæjarfé í þessu skyni. Til mála hefir komið að kaupa franska spítalann til þessarar notkunar. Hann fæst nú fyrir 105 þús. kr. Þyrfti þá líklegast að taka um 50 þús. kr. lán til viðgerðar og annars kostnaðar við að koma upp elliheimili þar. Líka gæti komið til mála að gera spítala þennan að farsóttaspítala, en nota hús það, sem nú er haft til þess, sem gamalmennahæli. Ef til vill væri bezt, að bærinn byggði gam- almennahæli. Gæti herbergjaskip- un með því móti orðið sem heppi- legast fyrir komið, og líka yrði þá um dálitla atvinnu að ræða. Gamalmenni, sem búin eru að vera hér lengi eða kann ske að ala hér allan aldur sinn, kunna ekki við sig utan við bæinn. Það ætti því að vera óþarfi að taka fram hér, að elliheimili, sem bær- inn setur upp, á að vera hér í borginni, en ekki uppi í sveit, eins og sumir hafa haft á orði. Ólafur Friðriksson. Mussolint qq fjárhapr ítala. Það er nú liðið fast að því ár, síðan Mussolini sagði það af svöl- unum á Paiazzo Chigi, að 1926 skyldi verða Napoleons-ár fyrir Italíu, og að þá myndi Rómaríki hið forna rísa úr rústum og Mið- jarðarhafið verða tjörn í róm- verska ríkinu. Nú er árið að fjara út, og Mið- jarðarhafið er sama sem það var í ársbyrjun. Frakkar og Englend- ingar leyíðu Mussolini ekki að leika Napoleon þar. Það var og eitt, sem gerast átti Napóleons-árið, að lírann átti að verðfesta, og verzlun og iðnaður skyldi blómgast. En niðuritaðan var, að alt koðn- aði niður í höndum Mussolinis og svartliða. Hann byrjaði geyst. Hann bann- aði verkalýðsfélögin og sagði, að þau spiltu fjárhag landsins. Og íhaldið var í sjöunda himni. En verkamönnum lofaði hann að afnema atvinnuleysið og skip- aði með það fyrir augum iðnrek- endum að stækka verksmiðjurn- ar og veita fleiri mönnum vinnu. Og þegar heimtaðir voru pening- ar til fyrirtækjanna, skipaði hann bönkunum að selja ný hlutabréf fyrir þau. Enginn gat þó keypt, því að peninga á almenningur ekki til, og fyrir bragðið sitja ít- alskir bankar nú uppi með óselj- anleg Mussolini-hlutabréf fyrir 9 milljarða líra. Atvinnuleysið er því verra en fyrr og auðvitað standast bankarnir þetta ekki og fara á hausinn hrönnum saman. En af líranum er það að segja, að það átti að verðfesta hann við 50 centimes, en hann féll í stað þess um lOOþo Napóleons-árið. Það er von, að íslenzkir lág- gengismenn hafi mætur á Mus- solini. Þeir ættu að fá hann lán- aðan hingað. Dansk-isiandsk Kirkesag heitir tímaritskorn, sem félag með sama nafni gefur út, og myndi Alþbl. ekki minnast á það, ef það væri með sama efni, eins og við væri af því að búast eftir nafni félagsins, — hugvekjur og hjálpræðisleiðbeiningar. Slíkt efni er að vísu nokkuð í ritinu, en hitt er þó aðalefni þess, að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum, að viðurgerningur Dana við ís- lendinga hafi alt af verið afsak- anlegur, og að við stöndum í eilífri þakklætisskuld við þá, og að allar misfellur á stjórn Dana á landinu hafi verið gerðar af heilum hug o. s. frv. Það er svo langt frá Alþbl., sem einmitt öskar þess heitast af öllu, að allar þjóðir vinni saman í bróðerni öllu mannkyninu til gagns, vilji fara að ala á nokkrum kala milli ís- lendinga og Dana eða nokkurra annara þjóða, en hér fer svo klunnaleg tilraun til að ota að Is- lendingum dönskum sjóndeildar- hring, auðsjáanlega í pólitískum íilgangi, að sjálfsagt er að átelja það, og það því fremur, sem nokkrir íslenzkir menn eru með hjákátleg fleðulæti utan í Dani í riti þessu. Og nóvemberheftið, sem blaðinu hefir verið sent, gef- ur sérstaklega tileíni til athugun- ar. I heftinu segir meðal annars ritdómur um „Prestafélagsriíið'1 1926 um nokkrar greinar þar, að þær séu svo vel ritaðar, „að það sé leitt, að þær séu ekki ritaðar á dönsku“, alveg eins og það, sem vel s;é ritað af íslenzkum mönnum, fari lakara á vorri tungu ’en Dana. I dómi um rit Jóns Helgasonar: „Þýðing Kaupmanna- hafnarháskóla fyrir lsland“, sem hefir orkað mikils tvímælis, segir, að ritið lýsi „sambandi því milli Danmerkur og Islands, sem um liðnar aldir sótti kraftinn í nám íslenzkra stúdenta við háskólann í Höfn.“ Þetta er gullsatt, því að í íslenzkri embættisstétt urðu þeir, oem í Höfn höfðu numið, lífakkeri danskra yfirráða hér, en auðvitað á setningin í ritinu ekki við það. En hins er ekki að dyljast, að vér eigum á liðnum öldum þeim mentamönnum mest að þakka um varðveizlu íslenzkrar menningar, sem ekki höfðu stundað nám við Hafnarháskóla, og það eru ís- lenzku prestarnir, sem langflestir höfðu numið á Hólum og í Skál- holti. Um þá getur þó hvorki Jón í riti sínu né ritdómarinn í dóm- inum. Enn fremur segir í þess- um dómi: „Vonandi mun það þö verða svo áfram, að íslenzkir stú- dentar, sem leita til erlendra há- skóla, laðist sérstaklega að Hafn- arháskóla." Þetta er dálagleg von. Okkur bráðliggur á að fá beztu erlendu menningarstrauma hing- að beina leið' þeir batna ekkert frekar en útlendu vörurnar á þvf að flytjast fyrst til Hafnar og svo hingað. Við þurfum að kynn- ast, öllum þjóðum, en ekki Dön- um einum; þá þekkjum við. í ritinu er og sagt frá því, að Jón biskup Helgason hafi (með 200 kr. styrk frá „Dansk-islandsk Kirkesag") verið við 1100 ára minningarhátíðina um Ansgar í Rípum og þar meðal annars sagt: „Hið stjórnarfarslega samband f meira en 500 ár veldur því, að vér erum í meiri skuld við Dani en nokkra aðra þjóð fyrir menn- ingarverðmæti, sem oss hefir ver- ið fengið. Því látum svo vera, að sambandið hafi verið með göllum, — það er ekki hægt að stinga skóflu í jarðveg íslenzkr- ar menningar án þess að finna. þræði, sem tengja við Danmörku.“‘ Á næstu blaðsíðum á undan í heftinu er þessu „menningarverð- mæti“ lýst í ritdómi um danska þýðingu á „Einokunarverzlun á íslandi" eftir Jón Aðils á þennan veg: „Danska einokunarverzlunin á íslandi er svartur kafli í sögu; danskrar stjórnar.“ „1 ritinu er ekki reynt að dylja hina svívirði- legu meðferð, sem íbúar íslands stundum urðu fyrir.“ Einokunar- verzlunin varð, þó hún auðvitað væri hugsuð „sem vörn fyrir íbú- ana,“ „að stóru ranglæti og alda- langri plágu, sem gróðursetti beiskju djúpt í hugi íslendinga.“ Þetta er helzt eitthvað að þakka. En biskup sagði: „Það er meðal gleðilegustu fyrirbrigða síðustu ára, að þjóð mín hefir játað þessu.“ Alþbl. vill vinfengi allra þjóða milli, líka milli Dana og Islendinga, reist á grunni jafn- gildis allra manna og þjóða. En svona rófudill kastar rýrð á bróð- ernishugsjónina, og það ætlast þeir, sem með þetta eru, víst varla til. Ávarp til esperantista* Ól. Þ. Kristjánsson, fulltrúi fyrir Universala Esperanto-Asocio, bið- ur alla esperantista, sem þetta sjá eða heyra, að senda sér hið allra bráðasta nöfn sín og heimilisföng og enn fremur aðrar upplýsingar um esperanto í sinni sveit, ef einhverjar eru (námskeið o. fl.). — Gott væri líka að fá að vita, hvort menn hafa lesið mikið eða skriíað á málinu eða hvort þeir eru að læra það. Sá er oisök þess-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.