Alþýðublaðið - 08.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 nvarfæéBbezta vetrarMfeann? Mvitað í Brauns-verzlnn Þar er úrvalið mest, gæðin bezt oq verðið iægst. arar bónar, a'ð á næsta sumri eru liðin 40 ár, síðan fyrsta kenslu- bókin í esperanto kom út, og af fm tilefni ætlar Internacia Centra Komitato að reyna að safna sem ailra gleggstum skýrslum um vöxt og viðgang málsins. Það er því áríðandi, að sem flest kurl komi hér til grafar, svo að það sjáist, hve víða esperantistar eru og hve margir. — Þeir, sem pað vilja heldur, geta snúið sér beint til I. C, K., því að beiðni Ólafs er að eins til pess að gera mönn- um hægara fyrir. Utanáskrift hans er: Bergstaðastræti 66, Rvík. — (Blöð utan höfuðstaðarins eru vinsamlega beðin áð birta þetta ávarp.) Orænlandsfélagið norska vill fresta sampykt á hinum dansk-norska gerðardóms- samningi. Utanríkisstjórn Dana fortekur, að selja eigi Grænland. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Grænlandsfélagið norska hefir, að því er Ritzauskeyti frá Osló hermir, skorað á utanríkismála- nefnd Stórþingsins að fresta til- lögum um dansk-norska gerðar- dómssamninginn, þar til komin sé yfirlýsing dönsku stjómarinnar. Kaupmannahafnarblöðin hafa spurt utanríkisráðuneytið, hvað hæft sé í orðrómnum um sölu Grænlands, og hefir það lýst yf- ir því, að þessi orðrómur, sem ekki sé kunnur í Kaupmannahöfn, hafi ekki við neitt að styðjast. Um daglnsi og vegiim. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4, símar 1786 og 553. Þenna dag árið 1832 fæddist norska skáld- ið Björnstjeme Björnsson. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3 e. m. Járnklæ ðning af kirkjuþ aki f ýkur Núna í rokveðiinu öndverðu tók að rnestu járnklæðninguna öðrum megin af þaki fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Aðrar skemdir urðu engar á kirkjunni, og átti að láta járnið aftur á í dag. Sjógarður hrotnar. Frézt hefir, að stórt skarð hafi brotnað í sjógarðinn á Eyrar- bakka í hafróti síðustu rokdaga. Sjávarröt i Höfnum. (Eftir símtalsfrétt þaðan í morg- un.) í gærmorgun var afskaplegt hafrót suður í Höfnum. Hrundu allir garðar, sem voru í námunda við sjóinn, en grjótið dreif víðs vegar um túnin. Bær, sem heitir í Görðum, fór nærri í kaf. Stóðu þekjurnar einar upp úr sjónum. Þar bjó gamall maður, Vilhjálm- ur Jónsson að nafni. Bjargaðist hann með naumindum, en misti nær aleigu sína. Allur matarforði hans til vetrarins var í kjallara og ónýttist. M. a. ónýttust 30 hest- ar af heyi, er hann átti. Sauð- kindum, er hann átti og voru í fjárhúsi, var bjargað á bátum. Fór sjórinn næstum upp að síma- stöðinni, sem stendur þó drjúg- an spöl frá sjó. Eitthvað af fé fór í sjóinn í Kalmanstjamar- hverfinu, og hefir kindarskrokka þaðan rekið aftur á land. Kveð- ast menn þar naumast eða ekki muna jafnmikið hafrót þar í Höfnunum í annan tíma. Sem betur fer mun flugufrétt, er hingað barst í gær um, að íslenzkur togari hafi sokkið nálægt Höfnum, vera tilhæfulaus. Alþbl. hefir átt tal bæði við eiganda togarans og símagætanda í Höfnum, og vissi hvorugur til þess, að neitt væri hæft í því skrafi. Vissi og eig- andinn ekki annað en að skipið muni vera fyrir Vesturlandinu. „Dagsbrúnar“-fundur. verður á morgun. „íþöku“-fundur verður í kvöld. Orgel-hljómleik Páls Isólfssonar hefir verið frestað til föstudags. Norska skipið, sem vantaði, rekið á land. 1 gærkveldi kom skeyti til Ax- els V. Tuliníusar, þar sem skýrt var frá því, að norska skipið, sem slitnaði aftan úr selveiðar- anum, sé strandað á Hvallátrum við Breiðafjörð. Mennimir björg- uðust allir. Mun skipið hafa rekið á land í gær. Það heitir „Ameta“, Einkennileg bök. ,;Hríslur“ heitir ljóðabók, sem eitt unga skáldið, Steindór Sig- urðsson, ætlar að gefa út nú fyr- ir jólin. Hefir hann sýnt blað- inu boðsbréfið. Verður bókin gef- in út í 40—50 eintökum skrifuð- um eða e. t. v. færram. Verður hún skrifuð með eigin hendi höf- undarins. Tvær titilsíður og síðu ííieð einkunnarorðum skrautritar kunnur skrautritari. Staðarnafn fylgir hverju kvæði, hvar það er orkt, og eins hvaða ár. Verðið verður 30 kr. eintakið, bundið í miúkt alskinn. Bókin verður sjald- gæf rnjög, þar sem að eins svo fá eintök skrifuð verða gefin út. Útfíutningur íslenzkra afurða hefir sam- kværnt skýrslu gengisnefndar fyr- ir nóvember numið 5 309 470 kr. Alls hefir þá verið flutt út á 11 mánuðum á þessu ári fyrir kr. 43 7 :6 780. Reiknað í gul’k ónim verða þetta 35 711 364 kr. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur- inn um 68 millj. seðlakróna, er samkvæmt þá verandi meðalgengi krónunnar jafngilti 48 milljónum gullkróna. Fiskbirgðir á öllu landinu 1. dez. reiknast að vera 103 882 þurr skippund. Mme Germaine le Senne er nú á förum héðan og heldur síðasta hljómleik sinn í Nýja Bíó á fimtudaginn kl. 7ý2. Á söng- skránni verða úrvalskaflar úr óperunum Tosca, Faust og Sam- son og Dalila og lög eftir Schu- bert (Álfakóngurinn og Reynaldo Halm). Er þess að vænta, að fólk kveðji söngkonuna með góðri að- sókn, þvi aðgöngueyrir hefir ver- ið færður niður í kr. 1,25 og 2,00, svo að sem flestum gæfist færi á að heyra til hennar. Togararnir. „Ólafur" kom frá Englandi í gærkveldi. „Kára“ hefir verið lagt upp í fjöru til skoðunar vegna landrekstrarins. Veðrið. Hiti mestur 2 stig, minstur 1 stigs frost. Suðvestlæg og vestiæg átt. Veðrið er nú lægt þar, sem til hefir frézt, svo að að eins í Vest- mannaeyjum var snarpur vindur í morgun. Þar var lítið regn, lítil snjókoina í Grindavík, en þurt annars staðar. Loftvægislægð að nálgast úr suðvestri. Otlit: Suð- læg og vestlæg átt. Víðast hæg í dag, en hvessir sennilega sunn- an- og vestan-lands í nótt og gerir þá úrkomu. Þíðviðri á Norður- landi í nótt. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,25 100 kr. norskar .... — 116,41 Doliar................— 4,57 Fa 100 frankar franskir. . . — 18,01 100 gyllini hollenzk . . — 183,10 100 gnllmörk þýzk... — 108,74 „Tengdamamma" verður leikin annað kvöld, og verður það alþýðusýning. Marg- ir hafa áður horft á leikinn með mikilli ánægju. Rikisþingið danska hefir verið kallað saman 17. dezember. (Tilk. frá sendiherra Dana.) Miðgarðsormur, sem liggur um lönd öll, hefir í siðu tu ólátunum íitlað dáíítið Veggfóðnr. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Orvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú. Komið! Skoðið! Kaupið! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B Simi 830 Simi 830. (Gengið frá Klapparstíg.) Mánaðardagarnir fallegu fást enn í Bókaverzlun- inni Emaus. Enn fremur vegg- myndir mjög fallegar, jóla- og nýjárs-glanskort með íslenzkri á- letrun o. m. fl. — Lítið inn! — við Örfiriseyjargarð hafnarinnar. Steinn hefir ruðst úr hleðslukamp- inum hafnar megin og stóreflis steinar fluzt upp á hleðsluna að utanverðu. Jarðveg hefir rifið upp dálítið beggja vegna á Örfirisey og þari kastast upp á hana. Nytsemi blaðaauglýsinga Saxneska glervöruverzlun Iang- aði fyrir skemstu til að vita, á hvern veg henni öfluðust við- skiftamenn, svo að hún gæti ekiö betur seglum eftir vindi. Hún sendi því nokkrum kaupendum ' sínum fyrirspum um, hvað hefði ýtt undir þá að kaupa. 482 svör- uðu. Sögðust 153, eða tæpur þriðj- ungur, hafa látið eggjast af blaða- auglýsingum, 118 af gluggasýn- ingu, 76 af kunningjum, 46 af búðarþjönum, 31 af auglýsinga- miðum, 30 af vörusýningu í búð- inni og 12 af eiganda verzlunar- innar, en 56 þóttust hafa gert það af tilviljun. Blaðaauglýsingin er eftir því fengsæl um viðskifta- vinaöflun fyrir kaupmenn, enda skilja kaupsýslumenn erlendis það vel; svo er t. d. auglýst í Banda- ríkunum fyrir 3—5 milljavða doll- ara og á Þýzkalandi fyrir um 3 milljarða marka á ári. Sraiælkt. Haggunsroíkt. Jón er að segja kunningja sín- um raunir sinar. „Sjáið þér til. Þegar ég var ný- trúlofaður Guðrútou, frétti ég, að hún hefði kyst alla karlmenn í bænum.“ ,Já,“ sagði kunninginn, „en þér verðið að gá að því, að bærinn er aíarlítill.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.