Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 1
Alpýðublaðið Gefitt út af AlÞýðuflokknunt 1926. Fimtudaginn 9. dezember. 287. tölublað. Erleissl sfsmskeytt. Khöfn, FB., 8. dez. Bretar leyfa kolaútflutning. Frá Lundúnum er símað, að framvegis verði engar hömlur lagðar á útflutning kola, og sé Mú eigi nauðsynlegt að fá sérstök útflutningsleyfi á neinum kolum nema gljákolum. ítalir og Jugoslavar. Frá Berlín er símað, að stjórnin í Jugo-Slavíu hafi sagt af sér, þar eð ógerningur sé. fyrir hana að halda áfram hinni sömu vinveittu steínu sinni í garð ít- ala, vegna samnings þess, er ít- alir og Albanir hafa gert sín á milíi. Vinátta með Rússum og Þjóðverjum? Frá Berlín er símað, að Tjitje- rin sé á ferðalagi í'Þýzkalandi, og virðist tilgangurinn með ferðalagi hans vera sá, að efla vináttu á milli Pjóðverja og Rússa. Kvað hann halda því fram, að enska stjórnin sé að reyna til að koma á bandalagi í Vestur-Evrópu gegn Eússum. AtvinnubætuTnar. Þegar atvinnubætur stjórnar- Jnnar eru, komnar í verk, starfa þar 25 atvinnulausir, og ef bæjar- stjórnin veitir 50 atvinnu, þ'á eru pað 75 manns, sem hrifnir hafa verið úr gini bráðasta hungursins, og kann sumum að virðast það vel gert og drengilega. En gyll- ingin fer þó nokkuð af þeirri góðmensku, þegar þess er gáð, að atvinnulausir menn í bænum eru sjálfsagt alls um 750, svo að það er ekki nema einn tíundi hluti, sem náðarinnar verður að- njótandi. Miskunnsemi hins op- inbera er eftir þessurii bókum 9Ö?/o of lítii, og er það því að því leyti minna en hálfur maður. Hinu op- 'inberahlýtur að vera svipað inn- anbrjósti, þegar það er að tína tíunda hvern mann úr hinum sveltandi hópi, eins og bónda, sem í sláturtíöinni er að velja úr fénu sínu, hvað sé á vetur setjandi. Það hlýtur að vera ógeösleg tilfinn- ing, þegar um menn er að ræða. „Tengdamamma" Alþýðusýningin í kvöld verður síðasta sýning leiksins hér að þessu sinni. Frá sambandsþinginu. Svohljóðandi þingsályktunartil- laga var samþ. i einu hljóði, eftir tillögum laganefndar: 7. þing Alþýðusambands íslands skorar á sambandsstjórn þá, er valin verður nú á þinginu, að skipa nefnd manna hæfiiega löngum tíma fyrir næsta sam- bandsþing, er hafi það með hönd- um að útvega fulltrúum þeim, er næsta sambandsþing sækja ut- an af landi, ódýra eða ókeypis dvöl hér í bænum, á meðan sam- bandsþing stendur yfir. Hann er samur við sig enn þá hann signor Mussolini. Fyrir skömmu bannaði hann kirkju- stjórnunum að láta bóka þau nöín skírnarbarna, sem kæmu í bága við „alment skipu'.ag, stofnanir ríkisins eða góða siðu." Ástæð- an er sú, að margir foreldrar láta börn sín bera nöfn ýmissa for- vígismanna frjálslyndu flokkanna. Itaiir eiga nýlendu eina á Rauðahafsströnd í Afríku. Þar hafa nokkrir sænskir trúboðar dvaiið um skeið og stofnað þar og rekið skóla. .Kaþólskum klerk- um hefir lengi verið illa við þá starfsemi, enda er öll mentun al- þýðu eitur í þeirra beinum, og hú hafa þeir fengið Mussolini til þess að skipa að loka skólunum, og sumir kennaranna hafa verið hneptir í varðhald. Italska blaðið „Corriere della Sera" birti nýlega iagafrumvarp, sem Mussoiini hefir lagt fyrir þingið. Þetta er þar 6. grein: „Sá borgari eða útlendingur, sem er- lendis hefir gert sig sekan í ein- hverju því, sem tilgreint er í siðustu grein (þ. e. a. s. hefir unnið að því, á hvaða hátt sem er, að útbreiða ósannar, ýktar eða hiutdrægar fréttir eða frásagnir, sem snerta hið innra ástand íi- alíu o. s. frv.), skal hegningu hljóta eftir því, sem þessi lög ákveða." — Minsta hegning er 5 ára fangavist, en getur vel verið lífiát, ef sakir þykja miklar. Og þégar þess er gætt, að. svartliðar úrskurða sjálfir, hvað eigi aö telj- ast „ósatt, ýkt eða hlutdrægt", þá er ekki ólíklegt, að frjálslynd- um mönnum og sannorðum þætti ilt að eiga mál sitt fyrir þeim rétti. Tií viðbótar frásögn Alþbl. á föstudaginn um „frægðarverk" Mussolinis má geta þess, að svart- liðar hafa ráðist á 200 hús í Mila- no, skemt alt innan stokks og jafnað sum við. jörðu. Margir helztu menn frjálslyndu flokkanna eru horfnir með öllu, og leikur grunur á, að þeir hafi sætt sömu örlögum og Matteotti. Einn þeirra er vefaraforinginn Sthiawellos. Svipað er háttalagið í Feneyj- um. Þar hafa verið reistir upp fjölda-margir, nýir gálgar. Til hvers? Marinelli, einn af aðal- mönnum Matteotti-morðsins, ræð- ur þarna mestu. Þessu líkar eru fréttirnar alls staðar að úr. ítalíu: Það er ekki að furða, þótt „Mgbl." tali um bjargráð til viðreisnar Italíu. En hvernig lízt íslenzkum verkalýð á þau bjargráð? Halda þeir, að svipuð stjórn hér heima yrði okk- ur greiðasta leiðin „út úr ógöng- unum" ? Það er. ekki að ósekju, að stjórnmálagarpur Suðurslava, Ste- fán iRaditsj, sagði nýlega í ræðu, að allur heimurinn hefði skömm á ítalíu, enda væri hún nú miklu verri en Rússland hefði verið á jdögum keisarastjórnarinnar, og er þá langt jafnað. Hvenær skyldi „Mgbl.", þessi auðmjúki aðdáandi Mussolinis, viðurkenna opínberlega þessi aug- ljósu sannindi ? Bannlagabrjótar dæmöír. - Upp úr herferð lögreglunnar í haust á hendur áfengisbannlaga- brjótum og leynivínsölum hafð- ist það, að þessir menn hafa ver- ið kærðir og dæmdir fyrir slíkt athæfi: Ólafur Lárusson FjeJdsted, Tage Möller, Franz Andersen, Sigurður Berndsen, Bergstaða- stræti 8A, Guðrún Jónsdóítir, Bergþórugötu II, Ásgrímur Jóns- son, Jósef Sigurðsson, Lækjartorgi 2, Axel Dahlstedt, veiíingamaður í kaffihúsinu „Fjallkonan", Ras- mussen í „Hamri", Ingvar Sig- urðsson, Vegamótastíg, Guðmund- ur Jónsson, . Bergstaðastræti 53, Hjörleifu'r Þórðarson frá Hálsi, Klapparstíg 38, Hjörleifur, sonur hans (fyrir aðstoðun við óiög- lega áfengissölu), Helgi Nikulás- son, Hverfisgötu, Hinrik Alne, bryti á skipinu „Bru" og Þórar- inn Guðmundsson, Laugavegi 111. Gisli Björnsson, Skíðastöðum, var dæmdur fyrir ölsölu. Hjá sumum þessara manna var ;Um ítrekað bannlagabrot að ræða, en aðrir þeirra voru nú dæmdir í fyrsta sinni. HeiIbriDt, ftjart hðrnnd eis eftspsóknaa'vepðapa en fríðlelknrlnn einn. Menn geta fengið faílegan litar- hátt og bjart hörund án kostnað- arsamra fegrunar-ráðstafana. Til þess þarf ekki annað en daglega umönnun og svo að nota hina dá- samlega mýkjandi og hreinsandi TATOL-HAMBSAPU, sem er búin til eftir forskrift Hederströms læknis. í henni eru eingöngu mjðg vandaðar olíur, svo að í raun og veru er sápan alveg fyrirtakshörundsmeðal. Margar handsápur eru búnar til úr lélegum fituefnum, og vísinda- legt eftirlit með tilbúningnum er ekki nægilegt. Þær geta verið hörundinu skaðlegar, gert svita- holurnar stærri og hörundið gröf- gert og Ijótt. — Forðist slíkar sápur og notið að eins TATOi.-!fiÆMBSAPU. Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- unnar gerir hörund yðar gljúpara, skærara og heilsulegra, ef þér notið hana viku eftir viku. TATOL-HAMPSAPA fæst hvarvetna á íslandi. W Verð kr. 0,75 stk. -|Wg Heildsölubirgðir hjá Urpjélfssoii&Iv^aii Heykjavík. Síækkaðap myndir eftir gömlum myndum, -filmum og plötum, er ávalt mjög kærkomin |élag|öf, Athugið þetta ogfinnið migaðmáli. €arl Ólafsson, ljósm. Lækjartorgi 2 (Thomsenshús). Sími 1413. Sími 1413. Mme G. le Senne heldur hljómleika í Nýja Bíó í síðasta sinn i kvöld kl. 7 l/a. Operuhlutverk.Niðursettverð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.