Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ 1 kemur út á hverjum virkum degi. : Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 : (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (i sama húsi, sömu símar). Norskur sendiherra á íslandi. Á laugardaginn var hér í blað- inu birt skeyti pess efnis, að Grænlandsfélagið norska biðji stjórnina norsku um að stoína sendiherrastöðu í Reykjavík, svo og hitt, að blaðið „Tidens Tegn“ styðji tillöguna. Hér skal að eins bent á það, að eftirtakanlegt er, að það er Grænlandsfélagið norska, sem kröfunni heldur fram. Það er alkunnugt, að Norðmenn líta Grænland girndarauga, og að hér á landi eru til menn, sem ala svipaðar vonir fyrir Islands hönd. Þetta virðist benda til þess, að það sé Grænlandsmálið, sem ftnýr fram þessa norsku ósk, en ekki vilji „írændþjóðarinnar eystra" til þess að sýna „voru unga ríki sónra“, eins og eitt blaðið hér orðar það. Stjórnmál eru fyr- ir öLum þjóðum hagsmunamál, en ekki tilfinninga mál né kurt- eisis. Og hefðu Norðmenn vilj- að sýna okkur sóma á þessa lund, þá hefðu þeir átt að reyna það 1918. Sama blað seg- ir, að ástæða sé fyrir alla Islend- inga til að „gléðjast“ yfir þessu. En það fer nú nokkuð eftir at- vikum. „Gleði“ sú, sem Egypta- land og ýms smáríki í öðrum álíum hafa haft af sendiherrunr Breta, . hefir stundum orðið all- beizkjublandin, því að þeir hafa orðskviðalaust gripið þar stjórn- artaumana. Annars mun lítið verða úr þess- ari tillögu. Hún ríður sem sé í bága við sambandslögin. Norð- menn hafa hér sendiherra. Hann situr í Kaupmannahöfn að vísu og er líka sendiherra hjá Dön- um. En þó að Norðmenn vildu hafa sérstakan sendiherra fyrir ís- land, yrði hann samt að alþjóða- lögum að sitja í Khöfn, því að sendiherra er bundinn við hirð 'konungs og á þar að vera, sem hún er. Vilji Norðmenn hafa „chargé d’affaires“ svo nefndan fyrir ísland, fer á sörnu leið, því að hann er bundinn við utanrík- isráðuneyti landsins og verður að vera þar, sem það er. Svo lengi, sem Danir fara með utanríkismál vor að lögum, verða erlendir sendiherrar, þó að oss séu ætlað- ir, að sitja þar, sem utanrikis- stjórn Da/nn ísiíur. Þfið’ feiit gætu Norðmenn gert, að veita ræðismanni sínum hér sendiherra- nafnbót, en það breytti engu. Hann væri „tómur Þorlákur” — /ræðismaður — eftir sem áður. En þó að Norðmenn gætu eins og nú sténdur haft hér raunveruleg- an sendiherra, þá þyrftu þeir þó samþykki íslenzku stjórnarinnar til þess, en það mætti ætla, að hún myndi treg til slíks samþykk- is, meðán Grænlandsmálið stend- ur eins og nú er. Sjómannafélag Reykjavikur heldur fjölbreytta skemtun í Bár- unni á laugardagskvöldið. Skemti- skráin er mjög fjölbreytt (þar á meðal skuggamyndir), þegar tek- ið er tillit til, hve inngangseyrir- inn er lágur. Áríðandi er, að fé- lagsmenn fjölsæki skemíunina, því að þótt hart kunni nú að vera á hjá mörgum vegna atvinnuleys- isins, þá er flestum holt að lyfta sér upp. Arðinum, ef nokkur verð- ur af skemtuninni, er ákveðið að værja til jólatrés-skemtunar fyrir börn félagsmanna milli jóla og nýjárs. Ætti það að vera nokkur hvöt að sækja vel skemtunina, því að með því verður stutt að gleði eigin barna á sínum tima. Ummæli Blsmarks tsm íhaldið. I endurminningum sínum segir Bismarck, að þekking og vinnu- þrek flokkanna sé meira, því frjálslyndari sem þeir séu. „I í- haldsflokkunum eru aðallega hin- ir ánægðu borgarar, en í þeirn flokkum, sem ráðast á ástandið sem er, eru auðvitað þeir, sem ó- ánægðir eru, og meðal þeirra, senr ánægðir eru, eru ekki hvað sízt efnaðir rnenn. En nú er það svo einkennilegt, að minsta kosti nreð Þjóðverja, ef ekki með alla menn, að óánægðir menn eru miklu vinnusamari og duglegri en ánægt fóTr, og hungraðir menn framtakssamari en saddir. I heild sinni eru þeir, sem óánægðir eru með ástandið sem er, miklu meiri starfsmenn en hinir, sem verja pað - - íhaldsmennirnir." Eftir þessu sýnist Bismarck ekki hafa búist við framförum frá íhalds- mönnuin, enda var hann oftast í andstöðu við þá og varð fyrir töluverðum áhrifum frá jafnaðar- manninum Lassalle. Höfðingiegar gjafir til jóla uthlutunar Hjálpræðis- hersins. H.-P.-Duus-verzlun heíir gefið nú eins og síðast liðið ár 10 tonn af kolurn til jóla-úthlutunarinn- ar, og Vöruhúsið hefir gefið til- búinn fatnað, sem er 600 króna virði (útsöluverð). Enn fremur (helir oss verið sent ftá einhverjum nafnlausum v.num kr. 500,00 og kr. 200,00. Það má öllum vera Ijóst, að þessár faushárlegú gjafir eru rnjög þakksamlega þegnar og kærkomnar einmitt nú á þessum fjárkrepptu- og neyðar-tímum, þegar atvinnuleysi og skortur sverfur harðar að mörgum heim- ilum hér í Reykjavík en nokk- uru sinni fyrr. Þeir samborgarar vorir, sem hafa hugsað sér að gefa vörur (matvörur eða annan varning) til jóla-úthlutunarinnar, eru vinsam- legast beðnir að gera mér aðvart sem allra fyrst. Munið eftir jólapottunum! Eng- in gjöf er of smá, því að „safn- ast, þegar saman kemur“, og „kornið fyllir mælirinn”. Kristian Johtisen, adjútant. Hrifni — heimska. Ástríður dóttir Svíakonungs er heitmær ríkiserfingja Belgíu, og fór hún þangað suður fyrir skömmu. Alls staðar þyrptusí rnenn saman til þess að sjá nor- rænu blómarósina. I Antverpen var svo mikill gauragangur, að 60 rnanns —• flest konur og börn — tróðust undir og meiddust hættulega. Þetta er talið bera votí um fögnuð og hrifningu lýðsins. Það er ekki öll vitleysan eins. Fyrirspurn. Hvers vegna selja lyfjabúðir meðalalýsisflöskuna á 3 kr. eða þar yfir, þar sem hún kostar ekkí nema 1 kr. hjá framleiðendunum (lýsisbræðslustöðvunum, t. d. á Bjarmalandi) og minna náttúrlega í stórkaupum? Hver ræður fyrir þeim svívirðilega fjárdrætti? Er það ekkí landlæknisins að hafa eftirlit með slíku? Lýsisþurfi. Til fullnaðarsvars er fyrirspurn þessari hér með visað tíl réttra hlutaðeigenda, lyfsala og landlækn- is. Að eins skal þess getið, að nokkur kostnaður mun leggjast á lýsið við hreinsun þess o. fl., en ekki er opinberlega kunnugt, hve miklu hann nemur. Um dsayimi og vetgiim. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 4 (uppi), sími 614. Þenna dag árið 1594 fæddist Gustav Adolf hinn sænski. „Dagsbrúnar“-?undurinn íkvöld Otgerðarmenn hafa skrifað , Dagsbrún", og fara þeir þess á leit, að hún kjósi nefnd til að | ræða kaupsamninga. Otgerðar- mehn hafa kosið slíka nefnd af sinni hálfu. I henni eru: Guð- mundur Ásbjarnarson, Páll Ólafs- son, Geir Thorsteinsson og til vara Ingvar Ólafsson. Bréf útgerð- armanna verður lagt fyrir „Dags- brúnar“-fund í kvöld, og eru fé- lagar hennar mintir á að fjöl- menna. Innbrot og ólæti. Maður nokkur brauzt nýlega inn í búð kaupfélagsins, en fén- aðist lítið í þeirri ferð. Hefir hann nú verið tekinn fastur fyrir stuttu, og hefir hann framið fleiri því lík lagabrot en þetta eina. Þegar hann var kominn í hegningarhúsið, lét hann svo illa, og einnig tveir drukknir menn, sem þar voru, að- setja varð þá alla í járn á hönd- um og fótum í klefunum, en tif slíks kvað eigi hafa þurft að grípa fyrr af þeim sökum síðustu 20 árin. Skipafréttir, „Lagarfoss“ og „Botnía“ eru á leið frá útlöndum, og hafa þau fengið erfitt veður á leiðinni, svo sem við var að búast nú. Snemma í morgun var „Lagarfoss" 70 sjó- mílur undan Vestmannaeyjum, og er búist við, að hann nái þangað / nótt. „Botnía“ er við Vestmanna- eyjar, og er búist við henni hing- að í fyrra málið. Erindi séra Jakobs Kristinssonar í gær- kveldi um guðsdýrkun í Adyar á Indlandi var um sameiginlega guðsþjónustu þar eystra, er menn með ýmsum trúarbrögðum héldu og hann var viðstaddur, og um samvinnu um eilífðarmálin meðal fylgjenda þeirra. Við guðsþjón- ustu þessa flutti kristinn maður, Búddhatrúarmaður, Múhameðstrú- armaður og menn fleiri trúar- bragða bænir, hver á eftir öðrum. Las séra Jakob þær upp til þess að sýna, hve likar þær væru. Kvaðst hann og margir aðrir, sem viðstaddir voru þessa sameigin- legu guðsþjónustu, hafa skilið, er þeir hlýddu henni, að guð á allar götur. Gengi erlendra myuta í dag: Sterlingspund. . . . . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,25 100 kr. norskar .... — 115.50 Dollar...............— 4,571/2-. 100 frankar franskir. . . — 17,71 100 gyllini hollenzk . . — 183,10 100 gullmörk pýzk... — 108,74 Njáluerindi. Ólafur Marteinsson stúdent flyt- ur síðara Njáluerindi sitt, um Njálu og skemtisögur, í kvöld kl. 6 í heimspekideildarsal háskólans. Mme Germaine Le Senne syngur í kvöld hér í síðasta sinn. Hefir frúin sungið á sunnu- daginn var bæði fyrir sjúklinga í Laugarnesspítalanum og frakk- neska spítalanum. Ætti almenn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.